Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Ás­mundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land verði að beita sér af krafti

Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissan heldur á­fram um út­boð næstu jarð­ganga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vísar því til Alþingis að ákvarða hvort bíða eigi með útboð næstu jarðganga þar til séð verður hvernig ný bortækni reynist. Hann vonast til að það skýrist fyrir vorið hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Minnsta fylgi VG frá upp­hafi

Fylgi ríkisstjórnarinnar heldur áfram að minnka samkvæmt nýjum þjóðarpúls frá Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um eitt prósentustig á milli kannanna og situr nú í 33 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldskrárhækkanir í ó­þökk allra

Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða

Skoðun
Fréttamynd

Hættir hjá Geisla­vörnum eftir 38 ára starf

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Menga á daginn og grilla á kvöldin

COP28 loftslagsráðstefnan í Dubai hefst í dag og því er nauðsynlegt að skoða frammistöðu Íslenskra fyrirtækja sem losa meira en 20 þúsund tonn af CO2 á síðasta ári. En berjast þarf að krafti við að draga úr losun því hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir jarð­ar­búa, líf­ríki og vist­kerfi á jörð­inn­i.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina skila auðu í bar­áttunni við verð­bólguna

Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Skattur á rafbíla fer í að bjarga ís­lenskunni

Aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra gerir ráð fyrir að tæpum einum og hálfum milljarði verði veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Í nýlegu lagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að nýtt kílómetragjald eigi að leggjast fyrst á rafbíla.

Skoðun
Fréttamynd

Trausti Fannar skipaður for­maður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Innlent
Fréttamynd

Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Al­þingi

Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Segir jarðgangaáætlun miklu raun­hæfari með kyndilborun

Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá.

Innlent