„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. desember 2023 20:07 „Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins. Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins.
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira