Gamli Bjarni og nýi Bjarni Sigmar Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi sakar Kveik á RÚV um áróður gegn krónunni, þá eru það þung orð. Eitt er að gagnrýna efnistök en að ryðjast hneykslaður fram og saka þáttarstjórnendur um annarleg sjónarmið og óheiðarleika, er alvarlegt mál hjá ráðherra í ríkisstjórn. Kveikur er sekur um það eitt að hafa fjallað um krónuna og sveiflurnar sem henni fylgja í vikunni. Fjallað var um þá staðreynd að sum fyrirtæki fá að losna undan kostnaðarsömum krónusveiflunum á meðan heimilin þurfa ítrekað að þola rothögg vegna þessa sama óstöðugleika. Þátturinn dró fram mismunandi sjónarmið í samfélagi þar sem beinn kostnaður við krónuna er í kringum 300 milljarða á ári. Stórfínn þáttur. En í huga Bjarna Benediktssonar var þetta áróður gegn krónunni og hneyksli, án þess að það sé rökstutt af viti eða bent á staðreyndavillur. Bjarni, sem ber mjög mikla ábyrgð á vaxtabrjálæðinu sem nú er allt að drepa, segir að í þáttinn hafi vantað umræðu um gengisáhættu og er þar að vísa í myntkörfulánin fyrir hrun. En hvað sagði Bjarni Benediktsson um nákvæmlega þetta, í lok árs 2008, þegar þjóðin sleikti sár sín, meðal annars vegna þess að gjaldmiðilinn hrundi? „Sé horft til lengri tíma er hætt við að krónan verði okkur fjötur um fót. Sá sveigjanleiki sem krónan veitir okkur til að kljást við afleiðingar mistaka í hagstjórn eða til að bregðast við ytri áföllum á sér því miður þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi og geta ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu. Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu: tilvitnun lýkur. Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008, eru viðruð í gær af hagfræðingum, þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður. Honum fannst eitt og annað vanta í umfjöllunina sem allt þjónar grimmri varðstöðu með örgjaldmiðlinum. En hann gleymir sjálfur, viljandi, að nefna okurvextina og verðbólguna, sem er alltaf miklu hærri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Ofan á ónýtan gjaldmiðil þurfa nú heimilin og fyrirtækin líka að líða fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felst í stjórnlausri útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Þau glappaskot og krónísk krónublindan er meira hneyksli en upplýsandi sjónvarpsþáttur. Að ekki sé talað um langvarandi lágvaxtaskeiðið sem formaðurinn lofaði fyrir tveimur árum og stóð yfir í korter. Höfum þetta í huga þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sakar fjölmiðla um áróður fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun