Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Mun fleiri létust á Spáni en opinberar tölur benda til

Dánartíðni á Spáni margfaldaðist í samanburði við venjulegt ár þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki í apríl samkvæmt nýjum opinberum gögnum. Þau benda til þess að enn fleiri hafi látið lífið af völdum veirunnar en opinberar tölur segja til um.

Erlent
Fréttamynd

Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19

Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur

Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra

Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands

Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní.

Erlent
Fréttamynd

Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti.

Innlent
Fréttamynd

Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki

Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Engin breyting á fjölda smitaðra

Ekkert nýtt tilfelli kórónuveiru greindist á Íslandi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjum tölum landlæknis og almannavarna. Þetta var þriðji dagurinn í röð sem ekkert nýtt smit greindist en aðeins einstaka smit hafa greinst undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Sótt­varna­læknir mun bera megin­á­byrgð á skimunum

Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Aukin afköst þegar fólk vinnur heima

„Við sáum það eins og fleiri fyrirtæki þegar við þurftum að senda fólkið okkar heim og vinna að heiman þá náðum við að halda bankanum rekstrarhæfum þrátt fyrir að við værum með lokað og fáir væru í höfuðstöðvum bankans,“ sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í Bítinu í Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norður-Kórea opnar skóla á ný

Skólar í Norður-Kóreu verða opnaðir aftur í mánuðinum eftir að skólahaldi var frestað í apríl vegna ótta við kórónuveirufaraldur.

Erlent