Ísland veitir hálfum milljarði í þróun á bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 17:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24
Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13
Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05