Telur Ísland ekki vera að heltast úr markaðssetningarlestinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 20:42 Ferðamenn gætu farið að tínast til landsins næsu mánuði. Vísir/vilhelm Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“