Gagnrýna uppsagnir á flugumferðarstjórum og vilja sjá þær teknar til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2020 12:04 Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa sent framkvæmdastjóra dótturfélags ISAVIA bréf þar sem uppsagnirnar eru harðlega gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29