Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 21:36 Donald Trummp fékk tveggja vikna skammt af hydroxychloroquine. AP/Evan Vuci Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu en meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum að forsetinn hafi ekki þurft að þola neinar aukaverkanir vegna notkunar á malaríu-lyfinu hydroxychloroquine, sem hann mærði sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Forsetinn vigtar 110 kíló og segir í skýrslu læknisins að heilsa forsetans hafi lítið breyst að undanförnu. Lýsti Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, heilsu Trump sem ágætri. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að eftir að tveir af starfsmönnum Hvíta hússins greindust með kórónuveiruna hafi Trump tekið tveggja vikna skammt af malaríu-lyfinu hydroxychloroquine sem fyrirbyggjandi aðgerð, ásamt zinki og D-vítamíni. Það hafi verið gert í samráði við lækna auk þess sem að fylgst hafi verið náið með lífsmörkum forsetans á þessum tveimur vikum. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað við notkun lyfsins vegna Covid-19 utan veggja spítala þar sem það geti falið í sér áhættu á hjartatengdum vandamálum. Trump virðist hafa sloppið við aukaverkanir lyfsins, ef marka má skýrsluna. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Trump mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið. Á annað hundrað lækna skrifuðu hins vegar opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu en meðal þess sem kemur fram í niðurstöðunum að forsetinn hafi ekki þurft að þola neinar aukaverkanir vegna notkunar á malaríu-lyfinu hydroxychloroquine, sem hann mærði sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Forsetinn vigtar 110 kíló og segir í skýrslu læknisins að heilsa forsetans hafi lítið breyst að undanförnu. Lýsti Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, heilsu Trump sem ágætri. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að eftir að tveir af starfsmönnum Hvíta hússins greindust með kórónuveiruna hafi Trump tekið tveggja vikna skammt af malaríu-lyfinu hydroxychloroquine sem fyrirbyggjandi aðgerð, ásamt zinki og D-vítamíni. Það hafi verið gert í samráði við lækna auk þess sem að fylgst hafi verið náið með lífsmörkum forsetans á þessum tveimur vikum. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað við notkun lyfsins vegna Covid-19 utan veggja spítala þar sem það geti falið í sér áhættu á hjartatengdum vandamálum. Trump virðist hafa sloppið við aukaverkanir lyfsins, ef marka má skýrsluna. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Trump mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið. Á annað hundrað lækna skrifuðu hins vegar opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump talinn ætla að setja Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent