Barnavernd

Fréttamynd

Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“

Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maður til­kynntur til barna­verndar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, enn aðrir sviptir ökuréttindum og var eitt mál borið á borð barnaverndar. Þá olli mannlaus bifreið árekstri við Smáralind.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir vörslu barna­kláms

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aflað sér og haft í vörslum sínum tæki sem innihéldu mikið magn af barnaklámi. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en dómur yfir honum var kveðinn við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 

Innlent
Fréttamynd

Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barna­verndar­yfir­valda

Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Sló samnemanda með hamri

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Bréf til Láru“

Orðið „fáviti“ hefur löngum verið til í íslensku og notað við ýmsar aðstæður og líklega haft margs konar merkingar. Orðið fannst til að mynda víða í íslenskum lögum allt fram til ársins 2015. Í máli okkar, og jafnvel í lögum, hafa verið ýmis hugtök verið notuð til að lýst því sem sumir myndu kalla hálfvita, fífl, skíthæla og þaðan af verra.

Skoðun
Fréttamynd

Aukið álag vegna barna á flótta

Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað.

Skoðun
Fréttamynd

Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi

Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu.

Innlent
Fréttamynd

And­legt of­beldi og niður­læging á Lauga­landi

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina.

Innlent
Fréttamynd

Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi

Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Fóstur­for­eldrar eru ekki ein­nota

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér.

Skoðun
Fréttamynd

Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum

Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær

Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna.

Innlent