Undanþágur á reglum aðeins hugsaðar til skamms tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2023 19:37 Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á barnaverndarlögum næsta haust. Vísir/Sigurjón Barnamálaráðherra segir að það eigi að vera undantekning en ekki regla að sveitarfélög nýti sér heimild til að víkja frá reglu um lágmarksfjölda íbúa í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu. Faðir stúlku sem hefur slæma reynslu af barnaverndarnefnd í litlum bæ segir lögin ekki virka sem skyldi en lögin eru sett til að tryggja faglega og óháða þjónustu við börn. Í gær sögðu feðgin, sem nú höfða skaðabótamál gegn Seltjarnarnesi vegna þáverandi barnaverndarnefndar, að lög um lágmarksíbúafjölda virkuðu ekki sem skyldi vegna undanþága frá reglunni sem hægt er að sækja um og slíkt sé til þess fallið að bitna á börnum. Þau vilja í ljósi sinnar reynslu passa að öll börn geti fengið óháða og faglega þjónustu. Sjá nánar: Krefjast breytinga og skaðabóta Í lögunum er heimild til að víkja frá skilyrðinu um sex þúsund íbúa lágmark, til dæmis vegna landfræðilegra ástæðna og ef næg fagþekking er til staðar sem og samningur um umdæmisráð. Barnamálaráðherra segir að ráðuneytið eigi í samtali við sveitarfélög um nákvæmlega þetta. „Við leggjum höfuðáherslu á að þessi stærðarmörk séu virkt. Í einhverjum tilvikum er verið að biðja um undanþágur til ákveðins tíma en við erum í samtali við einstaka sveitarfélög allt í kringum landið vegna þess að hugsunin er sú að við vinnum þetta á það stórum svæðum, með það miklum íbúafjölda að það sé dregið úr líkum á því að einhvers konar tengsl myndist. Reglan um lágmarksfjölda íbúa var sett á til að koma í veg fyrir nálægð starfsmanns og skjólstæðings og til að reyna að tryggja að ákvarðanir sem varða börn séu teknar af óháðum aðila. „Við vitum það allt í kringum landið að það eru dæmi um slíkt og það er það sem við viljum sporna við.“ Ráðherra leggur áherslu á að umræddar undanþágur séu hugsaðar til skamms tíma og til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða lögin. „Á einstaka landsvæðum getur það verið þannig að landfræðileg staða og annað slíkt geri það að verkum að þetta sé til lengri tíma en undanþágur eiga ekki að vera almenn regla.“ Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á lögunum næsta haust. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Í gær sögðu feðgin, sem nú höfða skaðabótamál gegn Seltjarnarnesi vegna þáverandi barnaverndarnefndar, að lög um lágmarksíbúafjölda virkuðu ekki sem skyldi vegna undanþága frá reglunni sem hægt er að sækja um og slíkt sé til þess fallið að bitna á börnum. Þau vilja í ljósi sinnar reynslu passa að öll börn geti fengið óháða og faglega þjónustu. Sjá nánar: Krefjast breytinga og skaðabóta Í lögunum er heimild til að víkja frá skilyrðinu um sex þúsund íbúa lágmark, til dæmis vegna landfræðilegra ástæðna og ef næg fagþekking er til staðar sem og samningur um umdæmisráð. Barnamálaráðherra segir að ráðuneytið eigi í samtali við sveitarfélög um nákvæmlega þetta. „Við leggjum höfuðáherslu á að þessi stærðarmörk séu virkt. Í einhverjum tilvikum er verið að biðja um undanþágur til ákveðins tíma en við erum í samtali við einstaka sveitarfélög allt í kringum landið vegna þess að hugsunin er sú að við vinnum þetta á það stórum svæðum, með það miklum íbúafjölda að það sé dregið úr líkum á því að einhvers konar tengsl myndist. Reglan um lágmarksfjölda íbúa var sett á til að koma í veg fyrir nálægð starfsmanns og skjólstæðings og til að reyna að tryggja að ákvarðanir sem varða börn séu teknar af óháðum aðila. „Við vitum það allt í kringum landið að það eru dæmi um slíkt og það er það sem við viljum sporna við.“ Ráðherra leggur áherslu á að umræddar undanþágur séu hugsaðar til skamms tíma og til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða lögin. „Á einstaka landsvæðum getur það verið þannig að landfræðileg staða og annað slíkt geri það að verkum að þetta sé til lengri tíma en undanþágur eiga ekki að vera almenn regla.“ Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á lögunum næsta haust.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49