Seltjarnarnesbær sýknaður af öllum kröfum feðginanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2023 13:11 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu og bóta frá Seltjarnarnesbæ. Vísir/Bjarni Seltjarnarnesbær var í hádeginu sýknaður af tólf milljóna skaðabótakröfu sem feðgin höfðuðu á hendur bænum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að starfsfólk bæjarfélagsins hefði sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Faðirinn segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín á Nesinu sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Frestur var gerður á aðalmeðferð málsins þann 16. mars til sáttaumleitana en sættir náðust ekki og hófst aðalmeðferð í málinu að nýju 2. maí. Fréttastofa hitti feðginin áður en þau héldu í dómsal þann 16. mars og frestur var gefinn í málinu. Þá mátti finna á þeim báðum að þau væru enn bæði sár og reið. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt,“ sagði Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar, í viðtali þann 16. mars. Enginn efi um erfiðar aðstæður á heimilinu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfðar aðstæður vegna veikinda móður sem hafi vafalaust haft mikil áhrif á hana og hún muni þurfa tíma til að vinna úr. Þá sé heldur ekki ástæða til að efast um erfiðar tilfinningar Einars Björns, föður hennar, vegna þeirra aðstæðna. Dómurinn telur hins vegar að virtum gögnum málsins ekki hægt að álykta að þeir erfiðleikar sem voru á heimilinu og Margrét lýsti, og ætlaður miski vegna þeirra, sé afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi af hálfu starfsmanna Seltjarnarnesbæjar við meðferð máls hennar. Ítarlegri og formlegri skráning um meðferð málsins hefðu ekki endilega leitt til þess að viðbrögð bæjarins hefðu verið önnur í veikindum móður Margrétar árin 2007 og 2012 í atriðum sem skiptu verulegu máli fyrir heill Margrétar. Ekki víst að atburðarásin hefði orðið önnur Ekki yrði staðhæft að atburðarásin og uppeldisaðstæður Margrétar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. Þá væri ekki talið að misbrestur á eða ófullnægjandi skráning upplýsinga og ritun greinagerða um meðferð málsins gæti orðið sjálfstæður grundvöllur miskabóta. Hafnaði dómurinn því að málsmeðferð starfsmanna bæjarins hefði valdið Margréti og föður hennar líkamstjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eða falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, frið, æru eða persónu þeirra í skilningi skaðabótalaga. Ekki væru heldur fyrir hendi skilyrði til greiðslu miskabóta sem krafist væri. Krafist var níu milljóna króna í skaðabætur fyrir Margréti og þriggja milljóna króna fyrir Einar Björn. Hann segir málinu ekki lokið og að dómnum í dag verði áfrýjað til Landsréttar. Barnavernd Seltjarnarnes Dómsmál Kompás Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín á Nesinu sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Frestur var gerður á aðalmeðferð málsins þann 16. mars til sáttaumleitana en sættir náðust ekki og hófst aðalmeðferð í málinu að nýju 2. maí. Fréttastofa hitti feðginin áður en þau héldu í dómsal þann 16. mars og frestur var gefinn í málinu. Þá mátti finna á þeim báðum að þau væru enn bæði sár og reið. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt,“ sagði Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar, í viðtali þann 16. mars. Enginn efi um erfiðar aðstæður á heimilinu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfðar aðstæður vegna veikinda móður sem hafi vafalaust haft mikil áhrif á hana og hún muni þurfa tíma til að vinna úr. Þá sé heldur ekki ástæða til að efast um erfiðar tilfinningar Einars Björns, föður hennar, vegna þeirra aðstæðna. Dómurinn telur hins vegar að virtum gögnum málsins ekki hægt að álykta að þeir erfiðleikar sem voru á heimilinu og Margrét lýsti, og ætlaður miski vegna þeirra, sé afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi af hálfu starfsmanna Seltjarnarnesbæjar við meðferð máls hennar. Ítarlegri og formlegri skráning um meðferð málsins hefðu ekki endilega leitt til þess að viðbrögð bæjarins hefðu verið önnur í veikindum móður Margrétar árin 2007 og 2012 í atriðum sem skiptu verulegu máli fyrir heill Margrétar. Ekki víst að atburðarásin hefði orðið önnur Ekki yrði staðhæft að atburðarásin og uppeldisaðstæður Margrétar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. Þá væri ekki talið að misbrestur á eða ófullnægjandi skráning upplýsinga og ritun greinagerða um meðferð málsins gæti orðið sjálfstæður grundvöllur miskabóta. Hafnaði dómurinn því að málsmeðferð starfsmanna bæjarins hefði valdið Margréti og föður hennar líkamstjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eða falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, frið, æru eða persónu þeirra í skilningi skaðabótalaga. Ekki væru heldur fyrir hendi skilyrði til greiðslu miskabóta sem krafist væri. Krafist var níu milljóna króna í skaðabætur fyrir Margréti og þriggja milljóna króna fyrir Einar Björn. Hann segir málinu ekki lokið og að dómnum í dag verði áfrýjað til Landsréttar.
Barnavernd Seltjarnarnes Dómsmál Kompás Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Sjá meira
„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01