Lög og regla Lögmaður borgi sex milljónir Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík þarf að greiða verðbréfafyrirtæki 6 milljónir króna, auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málskostnað, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 19:25 Kona lá í skurði fram á morgun Um klukkan átta í gærmorgun fannst kona um fimmtugt sem horfið hafi heiman frá sér á bæ í nágrenni Blönduóss eftir miðnætti kvöldið áður. Konan, sem átt hefur við vanheilsu að stríða, gerði sjálf vart við sig þar sem hún lá í skurði um 150 metra frá heimili sínu. Innlent 13.10.2005 19:25 Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli Fjórir voru fengu fangelsisdóma í seinni hluta svonefnds Dettifossmáls í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þyngstu dómarnir námu sex og hálfu og sex árum. Þá fékk maður hálfsársdóm, kona fjóra mánuði skilorðsbundna og einn fékk 40 þúsund króna sekt. Smyglararnir þurfa að borga fyrir efnarannsókn á eiturlyfjunum sem þeir voru gripnir með. Innlent 13.10.2005 19:25 Flóttamenn kröfðust aðgerða Flóttamenn sem dvalið hafa á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ undanfarna mánuði fóru í dag í kröfugöngu um Keflavík. Þeir dreifðu bréfi þar sem kemur fram að þeir séu orðnir langþreyttir á seinagangi íslenska kerfisins og að þeim finnist undarlegt að hægt sé að fljúga Bobby Fischer til landsins með íslenskt vegabréf eins og ekkert sé, á meðan umsækjendur um pólitískt hæli húki mánuðum saman algerlega aðgerðalausir án þess að fá nokkra lausn sinna mála. Innlent 13.10.2005 19:25 Þungir dómar fyrir amfetamínsmygl Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni til landsins frá Hollandi. Innlent 13.10.2005 19:24 Lögregla lýsir eftir manni Lögreglan lýsir eftir Hafsteini Eðvarðssyni. Síðast er vitað um ferðir Hafsteins við Djúpavog um klukkan fjögur í gær. Talið var að hann væri á leið til Egilsstaða. Hafsteinn, sem er fertugur, var á jeppabifreið af gerðinni Kia Sportage, ljósgrárri að lit. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hafsteins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Fáskrúðsfirði. Innlent 13.10.2005 19:25 Borgin bætir stuld af fötluðum Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að vísa til lögreglu meintum fjárdrætti starfsmanns borgarinnar úr heimilissjóði íbúa á heimili ætluðu fötluðum. Innlent 13.10.2005 19:25 Greiði bætur vegna graðhests Steypustöðin Dalvík ehf. og Sjóvá-Almennar voru í dag dæmd til að greiða eiganda graðhestsins Ísaks frá Ketilsstöðum 550.000 krónur í bætur ásamt vöxtum. Hesturinn drapst þegar steypubíll frá Steypustöðinni ók á hann skammt frá Dalvík í október árið 2002. Ísak var undan kynbótahestinum Hrafni frá Holtsmúla og ágætlega ættaðri hryssu, Litlu-Löpp frá Möðruvöllum. Ísak frá Ketilsstöðum var því metinn á 1,1 milljón króna. Innlent 13.10.2005 19:25 Fékk refsilækkun fyrir aðstoðina 64 ára gömul hollensk kona sem gripin var í Leifsstöð með 759 grömm af kókíni falin í sérsaumaðri hárkollu fékk refsingu mildaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, vegna þess hve hún var samvinnuþýð við lögreglu. Konan var dæmd í eins og hálfs árs fangelsi. Innlent 13.10.2005 19:25 Konan fundin Ung kona sem framdi tvö vopnuð rán um miðnæturbil í gærkvöldi er komin í leitirnar. Þá hefur lögreglan einnig haft hendur í hári manns sem hótaði starfsmanni Lyfs og heilsu við Háaleitisbraut fyrir helgi. Konan notaðist við sprautunál í öðru ráninu í gær líkt og maðurinn gerði. Innlent 13.10.2005 19:24 Enn óvíst um eldsupptök Enn er allt á huldu um eldsupptök í bakhúsi við Grettisgötu sem stórskemmdist í eldi í nótt en rannsókn er haldið áfram. Innlent 13.10.2005 19:24 Mál F.f. þingfest í dag Mál ríkislögreglustjóra gegn tíu stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í dag þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Frjáls fjölmiðlun fór á hausinn fyrir þremur árum og var gjaldþrotið eitt hið stærsta í íslenskri viðskiptasögu. Kröfur í þrotabúið námu um 2,2 milljörðum króna en aðeins fengust um 300 milljónir upp í kröfurnar. Innlent 13.10.2005 19:24 Faldi kókaín í brókinni 23 ára gamall maður var dæmdur í 300.000 króna sekt í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann var tekinn í nóvember í fyrra á skemmtistað með 0,6 grömm af amfetamíni; í janúarbyrjun ók hann bíl án réttinda og svo aftur fullur mánuði síðar. Innlent 13.10.2005 19:24 Situr inni í eitt og hálft ár Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á þriðjudag var 33 ára gamall maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi, áréttuð var ævilöng ökuréttarsvipting yfir honum og einnig gert upptækt bitvopn og tæplega eitt og hálft gramm af amfetamíni sem á honum fannst. Innlent 13.10.2005 19:24 Tveggja ára dráttur á kæru 27 ára gömul kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að misnota debetreikning sumarið 2002 þannig að innistæðulaus skuldfærsla nam rúmri hálfri milljón. Innlent 13.10.2005 19:24 Dæmdur til 300 þúsund króna sektar Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til 300 þúsund króna sektar fyrir að hafa í fórum sínum tæp þrjú grömm af kókaíni og ríflega hálft gramm af amfetamíni, auk þess að hafa ítrekað gerst sekur um umferðalagabrot. Þá var maðurinn einnig sviptur ökuleyfi í tvö ár. Innlent 13.10.2005 19:24 Sektir gætu orðið tvöföld vanskil Vanskil virðisaukaskatts og opinberra gjalda átta fyrirtækja sem tíu einstaklingar tengdir Frjálsri fjölmiðlun eru ákærðir fyrir nema yfir 104 milljónum króna. Að auki eru tveir úr hópnum ákærðir fyrir heimildarlausan yfirdrátt upp á tæpar 24 milljónir króna þegar þeir færðu peninga á milli fyrirtækja. Innlent 13.10.2005 19:24 Engar bætur fyrir kaup í deCode Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á miðvikudag Landsbanka Íslands af skaðabótakröfu manns sem hélt því fram að bankinn hefði ekki upplýst hann um áhættuna sem því fylgdi að kaupa hlutabréf í deCode Genetics. Innlent 13.10.2005 19:24 Sama konan í tveimur ránum? Flest bendir til að ein og sama unga og ljóshærða konan hafi staðið að tveimur ránum á höfuðborgarsvæinu seint í gærkvöldi. Fyrst ógnaði hún starfsstúlku á American Style í Kópavogi með steikarhnífi á tólfta tímanum í gærkvöldi og heimtaði peninga. Innlent 13.10.2005 19:24 Eldur í húsi við Grettisgötu Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang eftir að mikill eldur gaus upp í tvílyftu bakhúsi við Grettisgötu laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið, sem er járnklætt timburhús, nær alelda. Innlent 13.10.2005 19:24 Gæsluvarðhaldið framlengt Gæsluvarðhald yfir erlendu pari, sem er talið hafa flutt tvo bílaleigubíla úr landi með Norrænu og er auk þess grunað um fjárdrátt og skjalafals, hefur verið framlengt til 30. júní. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi varðhaldið að kröfu lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:24 Rotaðist í Brynjudal í Hvalfirði Maður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir vinnuslys í Brynjudal í Hvalfirði nokkru fyrir hádegi í gær. Maðurinn fékk högg á höfuðið og missti við það meðvitund þegar hann var að losa slyskju sem rann til og skall á hann. Innlent 13.10.2005 19:24 Kynferðisbrotum fækkaði um 25% Tilkynningum um kynferðisbrot í Reykjavík fækkaði um fjórðung í fyrra, innbrotum fækkaði um 12%, en fíkniefnabrotum fjölgaði um 3%. Karlar voru rúm áttatíu prósent þeirra sem handteknir voru. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:24 Slógust tveir við lögreglu Tveir menn um tvítugt voru handteknir snemma í gærmorgun eftir tilraun til að brjótast inn í söluturninn Sunnutorg við Langholtsveg um nóttina. Til mannanna sást þar sem þeir voru að reyna að komast inn um klukkan hálf fimm um nóttina, en að sögn lögreglu virtist sem styggð hafi komið að þeim þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. Innlent 13.10.2005 19:24 Eggert tapaði í héraði Eggert Haukdal, fyrrum oddviti Vestur-Landeyjahrepps, tapaði í gær máli sem hann höfðaði á hendur hreppnum í febrúar árið 2002 til greiðslu á rúmlega fjórum milljónum króna auk dráttarvaxta. Sveitarfélagið, sem heitir nú Rangárþing eystra, var sýknað af kröfum Eggerts. Innlent 13.10.2005 19:24 Ungs manns enn leitað Lögregla leitar enn ungs manns sem komst undan í Heiðmörk á mánudagsmorguninn eftir að þar var kveikt í stolnum bíl. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð til og handsamaði hún á staðnum tvo 17 ára pilta og 15 ára gamla stúlku. Innlent 13.10.2005 19:24 Eldur í ónýtri rútu Slökkvilið Reykjanesbæjar var kallað að Helguvík rétt eftir klukkan fjögur á aðfararnótt miðvikudags en þar logaði eldur í ónýtri rútu á ruslahaug. Í greinargerð lögreglu um málið kemur fram að tjón hafi ekki hlotist af og slökkvilið slökkti í rútunni. Innlent 13.10.2005 19:24 Sveitarfélagið sýknað af kröfunni Sveitarfélagið Rangárþing eystra var í dag sýknað af kröfu Eggerts Haukdals, fyrrum alþingismanns og oddvita Vestur-Landeyjahrepps til þrjátíu ára, um greiðslu ríflega fjögurra milljóna króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Innlent 13.10.2005 19:24 Dæmdur fyrir fjölda brota Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg brot, m.a. fyrir tilraun til ráns á Péturspöbb á Höfðabakka, hann var tekinn próflaus og undir áhrifum fíkniefna við akstur, braut vopnalög og sveik vörur út úr verslunum með skjalafalsi. Innlent 13.10.2005 19:24 Eldur kviknaði í rútu Eldur kviknaði í rútubíl upp úr klukkan fjögur í nótt þar sem hann stóð á athafnasvæði skammt frá Helguvíkurhöfn á Reykjanesi. Slökkviliðið í Keflavík var kallað á vettvang til að slökkva eldinn og gekk það vel. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum en ekki er vitað hverjir brennuvargarnir kunna að vera. Innlent 13.10.2005 19:24 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 120 ›
Lögmaður borgi sex milljónir Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík þarf að greiða verðbréfafyrirtæki 6 milljónir króna, auk dráttarvaxta og 400 þúsund króna í málskostnað, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 19:25
Kona lá í skurði fram á morgun Um klukkan átta í gærmorgun fannst kona um fimmtugt sem horfið hafi heiman frá sér á bæ í nágrenni Blönduóss eftir miðnætti kvöldið áður. Konan, sem átt hefur við vanheilsu að stríða, gerði sjálf vart við sig þar sem hún lá í skurði um 150 metra frá heimili sínu. Innlent 13.10.2005 19:25
Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli Fjórir voru fengu fangelsisdóma í seinni hluta svonefnds Dettifossmáls í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þyngstu dómarnir námu sex og hálfu og sex árum. Þá fékk maður hálfsársdóm, kona fjóra mánuði skilorðsbundna og einn fékk 40 þúsund króna sekt. Smyglararnir þurfa að borga fyrir efnarannsókn á eiturlyfjunum sem þeir voru gripnir með. Innlent 13.10.2005 19:25
Flóttamenn kröfðust aðgerða Flóttamenn sem dvalið hafa á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ undanfarna mánuði fóru í dag í kröfugöngu um Keflavík. Þeir dreifðu bréfi þar sem kemur fram að þeir séu orðnir langþreyttir á seinagangi íslenska kerfisins og að þeim finnist undarlegt að hægt sé að fljúga Bobby Fischer til landsins með íslenskt vegabréf eins og ekkert sé, á meðan umsækjendur um pólitískt hæli húki mánuðum saman algerlega aðgerðalausir án þess að fá nokkra lausn sinna mála. Innlent 13.10.2005 19:25
Þungir dómar fyrir amfetamínsmygl Tveir menn á þrítugs- og fertugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex og sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæpum átta kílóum af amfetamíni til landsins frá Hollandi. Innlent 13.10.2005 19:24
Lögregla lýsir eftir manni Lögreglan lýsir eftir Hafsteini Eðvarðssyni. Síðast er vitað um ferðir Hafsteins við Djúpavog um klukkan fjögur í gær. Talið var að hann væri á leið til Egilsstaða. Hafsteinn, sem er fertugur, var á jeppabifreið af gerðinni Kia Sportage, ljósgrárri að lit. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hafsteins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Fáskrúðsfirði. Innlent 13.10.2005 19:25
Borgin bætir stuld af fötluðum Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að vísa til lögreglu meintum fjárdrætti starfsmanns borgarinnar úr heimilissjóði íbúa á heimili ætluðu fötluðum. Innlent 13.10.2005 19:25
Greiði bætur vegna graðhests Steypustöðin Dalvík ehf. og Sjóvá-Almennar voru í dag dæmd til að greiða eiganda graðhestsins Ísaks frá Ketilsstöðum 550.000 krónur í bætur ásamt vöxtum. Hesturinn drapst þegar steypubíll frá Steypustöðinni ók á hann skammt frá Dalvík í október árið 2002. Ísak var undan kynbótahestinum Hrafni frá Holtsmúla og ágætlega ættaðri hryssu, Litlu-Löpp frá Möðruvöllum. Ísak frá Ketilsstöðum var því metinn á 1,1 milljón króna. Innlent 13.10.2005 19:25
Fékk refsilækkun fyrir aðstoðina 64 ára gömul hollensk kona sem gripin var í Leifsstöð með 759 grömm af kókíni falin í sérsaumaðri hárkollu fékk refsingu mildaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, vegna þess hve hún var samvinnuþýð við lögreglu. Konan var dæmd í eins og hálfs árs fangelsi. Innlent 13.10.2005 19:25
Konan fundin Ung kona sem framdi tvö vopnuð rán um miðnæturbil í gærkvöldi er komin í leitirnar. Þá hefur lögreglan einnig haft hendur í hári manns sem hótaði starfsmanni Lyfs og heilsu við Háaleitisbraut fyrir helgi. Konan notaðist við sprautunál í öðru ráninu í gær líkt og maðurinn gerði. Innlent 13.10.2005 19:24
Enn óvíst um eldsupptök Enn er allt á huldu um eldsupptök í bakhúsi við Grettisgötu sem stórskemmdist í eldi í nótt en rannsókn er haldið áfram. Innlent 13.10.2005 19:24
Mál F.f. þingfest í dag Mál ríkislögreglustjóra gegn tíu stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í dag þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Frjáls fjölmiðlun fór á hausinn fyrir þremur árum og var gjaldþrotið eitt hið stærsta í íslenskri viðskiptasögu. Kröfur í þrotabúið námu um 2,2 milljörðum króna en aðeins fengust um 300 milljónir upp í kröfurnar. Innlent 13.10.2005 19:24
Faldi kókaín í brókinni 23 ára gamall maður var dæmdur í 300.000 króna sekt í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann var tekinn í nóvember í fyrra á skemmtistað með 0,6 grömm af amfetamíni; í janúarbyrjun ók hann bíl án réttinda og svo aftur fullur mánuði síðar. Innlent 13.10.2005 19:24
Situr inni í eitt og hálft ár Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á þriðjudag var 33 ára gamall maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi, áréttuð var ævilöng ökuréttarsvipting yfir honum og einnig gert upptækt bitvopn og tæplega eitt og hálft gramm af amfetamíni sem á honum fannst. Innlent 13.10.2005 19:24
Tveggja ára dráttur á kæru 27 ára gömul kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að misnota debetreikning sumarið 2002 þannig að innistæðulaus skuldfærsla nam rúmri hálfri milljón. Innlent 13.10.2005 19:24
Dæmdur til 300 þúsund króna sektar Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til 300 þúsund króna sektar fyrir að hafa í fórum sínum tæp þrjú grömm af kókaíni og ríflega hálft gramm af amfetamíni, auk þess að hafa ítrekað gerst sekur um umferðalagabrot. Þá var maðurinn einnig sviptur ökuleyfi í tvö ár. Innlent 13.10.2005 19:24
Sektir gætu orðið tvöföld vanskil Vanskil virðisaukaskatts og opinberra gjalda átta fyrirtækja sem tíu einstaklingar tengdir Frjálsri fjölmiðlun eru ákærðir fyrir nema yfir 104 milljónum króna. Að auki eru tveir úr hópnum ákærðir fyrir heimildarlausan yfirdrátt upp á tæpar 24 milljónir króna þegar þeir færðu peninga á milli fyrirtækja. Innlent 13.10.2005 19:24
Engar bætur fyrir kaup í deCode Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á miðvikudag Landsbanka Íslands af skaðabótakröfu manns sem hélt því fram að bankinn hefði ekki upplýst hann um áhættuna sem því fylgdi að kaupa hlutabréf í deCode Genetics. Innlent 13.10.2005 19:24
Sama konan í tveimur ránum? Flest bendir til að ein og sama unga og ljóshærða konan hafi staðið að tveimur ránum á höfuðborgarsvæinu seint í gærkvöldi. Fyrst ógnaði hún starfsstúlku á American Style í Kópavogi með steikarhnífi á tólfta tímanum í gærkvöldi og heimtaði peninga. Innlent 13.10.2005 19:24
Eldur í húsi við Grettisgötu Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang eftir að mikill eldur gaus upp í tvílyftu bakhúsi við Grettisgötu laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið, sem er járnklætt timburhús, nær alelda. Innlent 13.10.2005 19:24
Gæsluvarðhaldið framlengt Gæsluvarðhald yfir erlendu pari, sem er talið hafa flutt tvo bílaleigubíla úr landi með Norrænu og er auk þess grunað um fjárdrátt og skjalafals, hefur verið framlengt til 30. júní. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi varðhaldið að kröfu lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:24
Rotaðist í Brynjudal í Hvalfirði Maður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eftir vinnuslys í Brynjudal í Hvalfirði nokkru fyrir hádegi í gær. Maðurinn fékk högg á höfuðið og missti við það meðvitund þegar hann var að losa slyskju sem rann til og skall á hann. Innlent 13.10.2005 19:24
Kynferðisbrotum fækkaði um 25% Tilkynningum um kynferðisbrot í Reykjavík fækkaði um fjórðung í fyrra, innbrotum fækkaði um 12%, en fíkniefnabrotum fjölgaði um 3%. Karlar voru rúm áttatíu prósent þeirra sem handteknir voru. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:24
Slógust tveir við lögreglu Tveir menn um tvítugt voru handteknir snemma í gærmorgun eftir tilraun til að brjótast inn í söluturninn Sunnutorg við Langholtsveg um nóttina. Til mannanna sást þar sem þeir voru að reyna að komast inn um klukkan hálf fimm um nóttina, en að sögn lögreglu virtist sem styggð hafi komið að þeim þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. Innlent 13.10.2005 19:24
Eggert tapaði í héraði Eggert Haukdal, fyrrum oddviti Vestur-Landeyjahrepps, tapaði í gær máli sem hann höfðaði á hendur hreppnum í febrúar árið 2002 til greiðslu á rúmlega fjórum milljónum króna auk dráttarvaxta. Sveitarfélagið, sem heitir nú Rangárþing eystra, var sýknað af kröfum Eggerts. Innlent 13.10.2005 19:24
Ungs manns enn leitað Lögregla leitar enn ungs manns sem komst undan í Heiðmörk á mánudagsmorguninn eftir að þar var kveikt í stolnum bíl. Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð til og handsamaði hún á staðnum tvo 17 ára pilta og 15 ára gamla stúlku. Innlent 13.10.2005 19:24
Eldur í ónýtri rútu Slökkvilið Reykjanesbæjar var kallað að Helguvík rétt eftir klukkan fjögur á aðfararnótt miðvikudags en þar logaði eldur í ónýtri rútu á ruslahaug. Í greinargerð lögreglu um málið kemur fram að tjón hafi ekki hlotist af og slökkvilið slökkti í rútunni. Innlent 13.10.2005 19:24
Sveitarfélagið sýknað af kröfunni Sveitarfélagið Rangárþing eystra var í dag sýknað af kröfu Eggerts Haukdals, fyrrum alþingismanns og oddvita Vestur-Landeyjahrepps til þrjátíu ára, um greiðslu ríflega fjögurra milljóna króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Innlent 13.10.2005 19:24
Dæmdur fyrir fjölda brota Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg brot, m.a. fyrir tilraun til ráns á Péturspöbb á Höfðabakka, hann var tekinn próflaus og undir áhrifum fíkniefna við akstur, braut vopnalög og sveik vörur út úr verslunum með skjalafalsi. Innlent 13.10.2005 19:24
Eldur kviknaði í rútu Eldur kviknaði í rútubíl upp úr klukkan fjögur í nótt þar sem hann stóð á athafnasvæði skammt frá Helguvíkurhöfn á Reykjanesi. Slökkviliðið í Keflavík var kallað á vettvang til að slökkva eldinn og gekk það vel. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum en ekki er vitað hverjir brennuvargarnir kunna að vera. Innlent 13.10.2005 19:24