Innlent

Greiði bætur vegna graðhests

Steypustöðin Dalvík ehf. og Sjóvá-Almennar voru í dag dæmd til að greiða eiganda graðhestsins Ísaks frá Ketilsstöðum 550.000 krónur í bætur ásamt vöxtum. Hesturinn drapst þegar steypubíll frá Steypustöðinni ók á hann skammt frá Dalvík í október árið 2002. Ísak var undan kynbótahestinum Hrafni frá Holtsmúla og ágætlega ættaðri hryssu, Litlu-Löpp frá Möðruvöllum. Ísak frá Ketilsstöðum var því metinn á 1,1 milljón króna. Graðhestum og öðrum laungröðum hestum, 10 mánaða og eldri, ber samkvæmt lögum að halda í vörslu allt árið. Sýnt þótti að girðingin sem hesturinn var í hefði ekki verið fyllilega gripheld þótt eigandinn hefði talið svo vera og þótti dómnum því rétt að hann bæri helming tjónsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×