Lög og regla Margar leiðir til að finna fólk Smári Sigurðsson, hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir beiðni ekki hafa borist frá utanríkisráðuneytinu um aðstoð við að reyna að hafa uppi á þeim Íslendingum sem hugsanlega gætu verið á hættusvæðum í Asíu. Ekki er vitað hvar tólf Íslendingar eru niðurkomnir í Asíu. Fjórir eru taldir hafa getað verið á hættusvæðunum. Innlent 13.10.2005 15:15 Sækja sænska ríkisborgara Flugvél frá Loftleiðum, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, fór frá Keflavíkurflugvelli í gær til að sækja sænska ríkisborgara til eyjarinnar Phuket í Taílandi að beiðni sænskra stjórnvalda. Innlent 13.10.2005 15:15 Þjófurinn skilaði veskinu Veski sem stolið var af konu í Bónusversluninni í Hafnarfirði fyrir jól og innihélt meðal annars mikilvæg læknisgögn um ungan son hennar er komið í leitirnar. 35 ára kona sem stal því kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærkvöldi og skilaði því ásamt kortum, skilríkjum, síma og öðrum verðmætum sem voru í veskinu. Innlent 13.10.2005 15:15 Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var yfir öllu skemmtanahaldi í gærkvöldi eftir óvenju mikinn eril hjá lögreglu víða um land í fyrrinótt vegna drykkjuláta fram eftir allri nóttu. Það virðist því vera að vinnuvikan hafi hjá mörgum hafist degi seinna en almanakið gerir ráð fyrir því ástandið í gærkvöldi og í nótt var líkara því sem gerist aðfararnætur mánudaga. Innlent 13.10.2005 15:15 Mikið af falsaðri merkjavöru Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. Innlent 13.10.2005 15:15 Umboðsmaður segir lög brotin Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hafi brotið lög með úrskurði sem staðfesti synjun fangelsisyfirvalda á umsókn fanga um dagsleyfi. Innlent 13.10.2005 15:15 Strangar reglur um flugelda Þótt flugeldar teljist sjálfsagður hlutur á þessum tíma árs gilda strangar reglur um meðferð þeirra. Jólin 27.12.2004 00:01 Ólætin í Grindavík rædd á morgun Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu. Innlent 13.10.2005 15:15 Grunaður um brot í starfi Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur verið leystur frá störfum vegna rökstudds gruns um brot í starfi. Maðurinn skráði bíl embættisins á sambýliskonu sína, sem er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, árið 2001. Þá notaði hann, á þessu ári, bíl embættisins í eigin þágu. Innlent 13.10.2005 15:15 Yfirmanni í lögreglunni vikið frá Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um brot í starfi. Maðurinn er grunaður um að hafa árið 2001 skráð bíl í eigu embættisins á nafn sambýliskonu sinnar og að hafa á þessu ári notað bíl embættisins í eigin þágu. Rökstuddur grunur um meint brot mannsins vaknaði við innra eftirlit embættisins. Innlent 13.10.2005 15:15 Tvö fíkniefnamál í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú tvö fíkniefnamál sem komu upp í fyrrinótt og á jóladag. Í öðru tilvikinu voru viðkomandi með hass í fórum sínum en í hinu fundust tuttugu grömm af hvítu efni sem talið er vera annað hvort amfetamín eða kókaín. Þrír menn voru handteknir í tengslum við það mál. Innlent 13.10.2005 15:15 Rafmagn fór tvisvar af Rafmagn fór tvisvar af á Vestfjörðum í gær vegna bilana á svokallaðri vesturlínu Landsvirkjunar. Innlent 13.10.2005 15:14 Næstum orðinn úti á jólanótt Fertugur maður var hætt kominn eftir að hafa yfirgefið heimili sitt illa klæddur og ölvaður að kvöldi aðfangadags. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:14 Vonskuveður fyrir austan Ófært var vegna vonskuveðurs um mestallt Austurland frá því á aðfangadagskvöld og þar til í gær, þegar veðrið lagaðist og farið var að ryðja vegi. Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð út á aðfaranótt jóladags til að festa niður þakplötur á skemmu í bænum. Innlent 13.10.2005 15:14 Fullur og illa klæddur Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt upp úr klukkan átta á aðfangadagskvöld til að leita að fertugum manni sem fór frá heimili sínu í Vogahverfinu um kvöldmatarleytið. Innlent 13.10.2005 15:14 Fólk sat fast í óviðri Óveður og ófærð var á öllu Norðurlandi og víða aðstoðaði lögregla fólk við að komast á milli staða. Lögreglunni á Húsavík bárust 75 hjálparbeiðnir vegna ófærðar á aðfangadag og jóladag. Innlent 13.10.2005 15:14 Þjófur sofnaði Maður á fertugsaldri var handtekinn um borð í bát í Ísafjarðarhöfn á jóladag. Hann fór um borð í bátinn til að stela lyfjum. Innlent 13.10.2005 15:14 Vöknuðu við þjófa Brotist var inn á fjórum stöðum í Reykjavík frá því klukkan fimm á jóladagsmorgun og til klukkan ellefu um kvöldið. Húsráðandi í Breiðholti vaknaði við þrusk og kom að tveimur innbrotsþjófum í eldhúsinu. Þjófarnir ruku tómhentir á brott. Innlent 13.10.2005 15:14 Foreldrar meðal brennuvarga Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Innlent 13.10.2005 15:14 Foreldrar fá engar bætur Hæstiréttur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu foreldra fjölfatlaðs drengs í gær. Foreldrarnir fóru fram á 25 milljónir króna í bætur þar sem þau álitu að lélegt mæðraeftirlit og fæðingarhjálp hefðu leitt til þess að drengurinn skaðaðist. Innlent 13.10.2005 15:14 Fegin að málinu sé lokið Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng. Innlent 13.10.2005 15:14 Sjúkragögnum drengs stolið Mikilvæg sjúkragögn um ungan dreng, sem er á förum til Bandaríkjanna til að gangast undir læknismeðferð, eru meðal þess sem er í svartri leðurtösku sem stolið var af konu í Bónus í Hafnarfirði í gær. Rannsóknalögreglan í Hafnarfirði skorar á þjófinn að skila gögnunum sem eru drengnum afar mikilvæg. Innlent 13.10.2005 15:14 Stálu ísskáp úr íbúð á 3. hæð Bíræfnir þjófar stálu stórum tvöföldum ísskáp með ísmolavél úr íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærdag. Þeir slitu ísskápinn úr sambandi, og þar með vatnslögnina til ísmolavélarinnar, með þeim afleiðingum að vatn fór að leka úr leiðslunni. Þegar flætt hafði um alla íbúðina tók vatnið að leka niður í tvær íbúðir fyrir neðan. Innlent 13.10.2005 15:14 Þagnarskyldan mismunandi Þagnarskylda lögreglumanna er mismunandi eftir málefnum og aðstæðu hverju sinni og metin í samræmi við það. Innlent 13.10.2005 15:14 Lögregla leitar ofbeldismanns Lögreglan í Keflavík leitar manns sem veitti manni áverka í heimahúsi í Keflavík undir morgun. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og mun meðal annars vera nefbrotinn. Vitni voru að átökunum og er vitað hver árásarmaðurinn er en hann hefur áður gerst brotlegur við lög. Innlent 13.10.2005 15:14 Hlupu þjófana uppi Lögreglumenn á Akureyri hlupu í nótt uppi tvo menn, grunaða um að hafa brotist inn í verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð. Tilkynnt var um innbrot þar og sáust mennirnir í grennd. Þegar lögregla ætlaði að hafa tal af þeim tóku þeir til fótanna en höfðu ekkert að gera í sprettharða lögreglumennina sem handtóku þá. Innlent 13.10.2005 15:14 Ríkið sýknað af 25 milljóna kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í dag af tuttugu og fimm milljóna króna skaðabótakröfu vegna meintra mistaka við mæðraeftirlit á Kvennadeild Landspítalans. Það voru foreldrar sem stefndu ríkinu fyrir hönd ólögráða sonar síns sem er mikið fatlaður. Innlent 13.10.2005 15:14 Georg forstjóri Gæslunnar Dómsmálaráðherra skipaði í dag Georg Kr. Lárusson, forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti forstjóra Landhelgisgæslu Íslands frá og með 1. janúar næstkomandi. Georg var valinn úr hópi níu umsækjenda. Georg tekur við af Hafsteini Hafsteinssyni sem tekur við starfi skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu um áramót. Innlent 13.10.2005 15:14 Með 850 grömm af kókaíni Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla til landsins 850 grömmum af kókaíni. Innlent 13.10.2005 15:14 Sýknaður af manndrápsákæru Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi. Innlent 13.10.2005 15:14 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 120 ›
Margar leiðir til að finna fólk Smári Sigurðsson, hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir beiðni ekki hafa borist frá utanríkisráðuneytinu um aðstoð við að reyna að hafa uppi á þeim Íslendingum sem hugsanlega gætu verið á hættusvæðum í Asíu. Ekki er vitað hvar tólf Íslendingar eru niðurkomnir í Asíu. Fjórir eru taldir hafa getað verið á hættusvæðunum. Innlent 13.10.2005 15:15
Sækja sænska ríkisborgara Flugvél frá Loftleiðum, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, fór frá Keflavíkurflugvelli í gær til að sækja sænska ríkisborgara til eyjarinnar Phuket í Taílandi að beiðni sænskra stjórnvalda. Innlent 13.10.2005 15:15
Þjófurinn skilaði veskinu Veski sem stolið var af konu í Bónusversluninni í Hafnarfirði fyrir jól og innihélt meðal annars mikilvæg læknisgögn um ungan son hennar er komið í leitirnar. 35 ára kona sem stal því kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærkvöldi og skilaði því ásamt kortum, skilríkjum, síma og öðrum verðmætum sem voru í veskinu. Innlent 13.10.2005 15:15
Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var yfir öllu skemmtanahaldi í gærkvöldi eftir óvenju mikinn eril hjá lögreglu víða um land í fyrrinótt vegna drykkjuláta fram eftir allri nóttu. Það virðist því vera að vinnuvikan hafi hjá mörgum hafist degi seinna en almanakið gerir ráð fyrir því ástandið í gærkvöldi og í nótt var líkara því sem gerist aðfararnætur mánudaga. Innlent 13.10.2005 15:15
Mikið af falsaðri merkjavöru Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. Innlent 13.10.2005 15:15
Umboðsmaður segir lög brotin Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hafi brotið lög með úrskurði sem staðfesti synjun fangelsisyfirvalda á umsókn fanga um dagsleyfi. Innlent 13.10.2005 15:15
Strangar reglur um flugelda Þótt flugeldar teljist sjálfsagður hlutur á þessum tíma árs gilda strangar reglur um meðferð þeirra. Jólin 27.12.2004 00:01
Ólætin í Grindavík rædd á morgun Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu. Innlent 13.10.2005 15:15
Grunaður um brot í starfi Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur verið leystur frá störfum vegna rökstudds gruns um brot í starfi. Maðurinn skráði bíl embættisins á sambýliskonu sína, sem er lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, árið 2001. Þá notaði hann, á þessu ári, bíl embættisins í eigin þágu. Innlent 13.10.2005 15:15
Yfirmanni í lögreglunni vikið frá Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um brot í starfi. Maðurinn er grunaður um að hafa árið 2001 skráð bíl í eigu embættisins á nafn sambýliskonu sinnar og að hafa á þessu ári notað bíl embættisins í eigin þágu. Rökstuddur grunur um meint brot mannsins vaknaði við innra eftirlit embættisins. Innlent 13.10.2005 15:15
Tvö fíkniefnamál í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú tvö fíkniefnamál sem komu upp í fyrrinótt og á jóladag. Í öðru tilvikinu voru viðkomandi með hass í fórum sínum en í hinu fundust tuttugu grömm af hvítu efni sem talið er vera annað hvort amfetamín eða kókaín. Þrír menn voru handteknir í tengslum við það mál. Innlent 13.10.2005 15:15
Rafmagn fór tvisvar af Rafmagn fór tvisvar af á Vestfjörðum í gær vegna bilana á svokallaðri vesturlínu Landsvirkjunar. Innlent 13.10.2005 15:14
Næstum orðinn úti á jólanótt Fertugur maður var hætt kominn eftir að hafa yfirgefið heimili sitt illa klæddur og ölvaður að kvöldi aðfangadags. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:14
Vonskuveður fyrir austan Ófært var vegna vonskuveðurs um mestallt Austurland frá því á aðfangadagskvöld og þar til í gær, þegar veðrið lagaðist og farið var að ryðja vegi. Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð út á aðfaranótt jóladags til að festa niður þakplötur á skemmu í bænum. Innlent 13.10.2005 15:14
Fullur og illa klæddur Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt upp úr klukkan átta á aðfangadagskvöld til að leita að fertugum manni sem fór frá heimili sínu í Vogahverfinu um kvöldmatarleytið. Innlent 13.10.2005 15:14
Fólk sat fast í óviðri Óveður og ófærð var á öllu Norðurlandi og víða aðstoðaði lögregla fólk við að komast á milli staða. Lögreglunni á Húsavík bárust 75 hjálparbeiðnir vegna ófærðar á aðfangadag og jóladag. Innlent 13.10.2005 15:14
Þjófur sofnaði Maður á fertugsaldri var handtekinn um borð í bát í Ísafjarðarhöfn á jóladag. Hann fór um borð í bátinn til að stela lyfjum. Innlent 13.10.2005 15:14
Vöknuðu við þjófa Brotist var inn á fjórum stöðum í Reykjavík frá því klukkan fimm á jóladagsmorgun og til klukkan ellefu um kvöldið. Húsráðandi í Breiðholti vaknaði við þrusk og kom að tveimur innbrotsþjófum í eldhúsinu. Þjófarnir ruku tómhentir á brott. Innlent 13.10.2005 15:14
Foreldrar meðal brennuvarga Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Innlent 13.10.2005 15:14
Foreldrar fá engar bætur Hæstiréttur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu foreldra fjölfatlaðs drengs í gær. Foreldrarnir fóru fram á 25 milljónir króna í bætur þar sem þau álitu að lélegt mæðraeftirlit og fæðingarhjálp hefðu leitt til þess að drengurinn skaðaðist. Innlent 13.10.2005 15:14
Fegin að málinu sé lokið Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Patreksfirði, segir að fórnarlömb mannsins sem fékk fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða í gær hafi öll fengið aðstoð vegna áfallsins. Yfirheyrslur og rannsókn málsins hafi reynt mikið á og hann sé feginn að málinu sé lokið. Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri grunnskólans þar, tekur í sama streng. Innlent 13.10.2005 15:14
Sjúkragögnum drengs stolið Mikilvæg sjúkragögn um ungan dreng, sem er á förum til Bandaríkjanna til að gangast undir læknismeðferð, eru meðal þess sem er í svartri leðurtösku sem stolið var af konu í Bónus í Hafnarfirði í gær. Rannsóknalögreglan í Hafnarfirði skorar á þjófinn að skila gögnunum sem eru drengnum afar mikilvæg. Innlent 13.10.2005 15:14
Stálu ísskáp úr íbúð á 3. hæð Bíræfnir þjófar stálu stórum tvöföldum ísskáp með ísmolavél úr íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærdag. Þeir slitu ísskápinn úr sambandi, og þar með vatnslögnina til ísmolavélarinnar, með þeim afleiðingum að vatn fór að leka úr leiðslunni. Þegar flætt hafði um alla íbúðina tók vatnið að leka niður í tvær íbúðir fyrir neðan. Innlent 13.10.2005 15:14
Þagnarskyldan mismunandi Þagnarskylda lögreglumanna er mismunandi eftir málefnum og aðstæðu hverju sinni og metin í samræmi við það. Innlent 13.10.2005 15:14
Lögregla leitar ofbeldismanns Lögreglan í Keflavík leitar manns sem veitti manni áverka í heimahúsi í Keflavík undir morgun. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og mun meðal annars vera nefbrotinn. Vitni voru að átökunum og er vitað hver árásarmaðurinn er en hann hefur áður gerst brotlegur við lög. Innlent 13.10.2005 15:14
Hlupu þjófana uppi Lögreglumenn á Akureyri hlupu í nótt uppi tvo menn, grunaða um að hafa brotist inn í verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð. Tilkynnt var um innbrot þar og sáust mennirnir í grennd. Þegar lögregla ætlaði að hafa tal af þeim tóku þeir til fótanna en höfðu ekkert að gera í sprettharða lögreglumennina sem handtóku þá. Innlent 13.10.2005 15:14
Ríkið sýknað af 25 milljóna kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið í dag af tuttugu og fimm milljóna króna skaðabótakröfu vegna meintra mistaka við mæðraeftirlit á Kvennadeild Landspítalans. Það voru foreldrar sem stefndu ríkinu fyrir hönd ólögráða sonar síns sem er mikið fatlaður. Innlent 13.10.2005 15:14
Georg forstjóri Gæslunnar Dómsmálaráðherra skipaði í dag Georg Kr. Lárusson, forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti forstjóra Landhelgisgæslu Íslands frá og með 1. janúar næstkomandi. Georg var valinn úr hópi níu umsækjenda. Georg tekur við af Hafsteini Hafsteinssyni sem tekur við starfi skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu um áramót. Innlent 13.10.2005 15:14
Með 850 grömm af kókaíni Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla til landsins 850 grömmum af kókaíni. Innlent 13.10.2005 15:14
Sýknaður af manndrápsákæru Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi. Innlent 13.10.2005 15:14