Innlent

Stálu ísskáp úr íbúð á 3. hæð

Bíræfnir þjófar stálu stórum tvöföldum ísskáp með ísmolavél úr íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærdag. Þeir slitu ísskápinn úr sambandi, og þar með vatnslögnina til ísmolavélarinnar, með þeim afleiðingum að vatn fór að leka úr leiðslunni. Þegar flætt hafði um alla íbúðina tók vatnið að leka niður í tvær íbúðir fyrir neðan og hlaust mikið tjón af, auk þess sem ískápurinn er þrjú hundruð þúsund króna virði. Þjófarnir eru ófundnir en þeir hljóta að hafa verið á stórum bíl, sem rúmaði ísskápinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×