Innlent

Sjúkragögnum drengs stolið

Mikilvæg sjúkragögn um ungan dreng, sem er á förum til Bandaríkjanna til að gangast undir læknismeðferð, eru meðal þess sem er í svartri leðurtösku sem stolið var af konu í Bónus í Hafnarfirði í gær. Rannsóknalögreglan í Hafnarfirði skorar á þjófinn að skila gögnunum sem eru drengnum afar mikilvæg. Að sögn Gissurar Guðmundssonar rannsóknalögreglumanns voru í töskunni - fyrir utan lausafé og farsíma - lyfjakort, ummönunarkort og gögn varðandi sjúkrahúsvist í Boston þar sem drengurinn hefur verið í læknismeðferð og þarf að fara aftur. „Þetta eru gögn sem engum nýtist og þess vegna fórum við þessa leið að höfða til samvisku þess sem tók töskuna. Í anda jólanna biðjum við viðkomandi að skila gögnum sem fyrst,“ segir Gissur. Hann biður líka þá sem eru á ferð nálægt Bónusversluninni í Hafnarfirði að líta í kringum sig því verið gæti að taskan lægi á víðavangi.     



Fleiri fréttir

Sjá meira


×