Íslendingar erlendis Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. Erlent 11.2.2021 11:21 Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. Erlent 10.2.2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. Erlent 10.2.2021 11:10 Gátu ekki flogið í dag og slæm veðurspá næstu daga Ekki var unnt að fljúga upp í hlíðar fjallsins K2 til leitar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans í dag vegna veðurs. Slæm veðurspá er á svæðinu næstu daga, sem gæti gert leitarmönnum erfitt fyrir. Erlent 9.2.2021 16:36 Safna fyrir börn og fjölskyldu Freyju Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldu og börnum Freyju Egilsdóttur Mogensen sem var myrt í bænum Malling á Jótlandi í byrjun febrúar. Ung börn hennar tvö eru í öruggum höndum hjá fjölskyldumeðlimum í Danmörku að sögn dönsku lögreglunnar. Innlent 9.2.2021 11:33 Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. Erlent 9.2.2021 11:20 „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ Innlent 8.2.2021 18:48 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. Innlent 8.2.2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. Innlent 8.2.2021 11:04 Leitað á K2 í morgun en ekkert sést til John Snorra og félaga Tvær herþyrlur lögðu af stað til leitar á K2 fyrir um fjórum tímum en hafa nú snúið aftur. Engin ummerki fundust um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og JP Mohr, sem hefur nú verið saknað í um þrjá sólahringa. Innlent 8.2.2021 08:57 Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. Innlent 8.2.2021 06:46 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. Innlent 7.2.2021 22:04 Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki. Hann hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum þegar kemur að sáluhjálp. Innlent 7.2.2021 20:30 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. Innlent 7.2.2021 17:55 Leit að mestu lokið í dag Tekið er að rökkva í Pakistan. Klukkan er að ganga níu að kvöldi og því er leit að John Snorra og samferðamönnum hans að mestu lokið í dag. Gert er ráð fyrir að þyrlur muni aftur leita á svæðinu á morgun. Innlent 7.2.2021 15:52 Halda leitinni áfram Áfram verður leitað að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, þeim Ali Sadpra og JP Mohr, á meðan aðstæður leyfa í dag. Leitin hófst að nýju þegar tók að birta í morgun. Erlent 7.2.2021 09:57 „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. Innlent 7.2.2021 07:13 Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. Innlent 6.2.2021 23:18 Utanríkisráðherra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og samferðamönnum hans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. Innlent 6.2.2021 20:19 „Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. Innlent 6.2.2021 20:02 Kannast ekki við að hafa fengið boð um aðstoð frá Íslandi Lögreglan á Austur-Jótlandi kannast ekki við að hafa fengið boð frá íslensku lögreglunni um aðstoð í tengslum við rannsóknina á morði Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það sé þó ekki útilokað að óskað verði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar á seinni stigum málsins. Erlent 6.2.2021 17:20 Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. Innlent 6.2.2021 11:35 Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. Innlent 6.2.2021 09:47 Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúman sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. Innlent 6.2.2021 07:29 Borgaði hálfa milljón fyrir erfiða fæðingu á Balí: „Ég var svo ógeðslega hrædd“ Apríl Harpa Smáradóttir eignaðist dóttur sína Lúnu á sjúkrahúsi þar á Balí þar sem hún býr. Hún upplifði mikla hræðslu í fæðingunni, meðal annars vegna samskiptaleysis og tungumálaerfiðleika. Lífið 6.2.2021 07:00 Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. Innlent 5.2.2021 23:41 „Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki. Bara örlög þín“ Freyja Egilsdóttir Mogensen var lífsglöð, hjálpsöm, brosmild og góð vinkona að sögn skólasystkina hennar og vina. Íbúar í Malling héldu minningarathöfn við kirkjuna í bænum í dag en frá því upp úr hádegi og fram eftir kvöldi var stöðugur straumur fólks sem lagði leið sína að kirkjunni. Erlent 5.2.2021 22:55 Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. Innlent 5.2.2021 15:27 Árásarmaðurinn í Tønder reyndist Svíi Maður sem réðst á strætisvagnabílstjóra í Tønder á Suður-Jótlandi í Danmörku reyndist vera Svíi, en ekki Íslendingur líkt og fyrstu fréttir danskra fjölmiðla sögðu til um. Erlent 5.2.2021 11:58 Handteknir fyrir að ráðast á strætóbílstjóra í Danmörku Lögregla í Danmörku hefur handtekið þrjá einstaklinga fyrir að hafa ráðist á strætóbílstjóra í Tønder á Suður-Jótlandi eftir að bílstjórinn hafði krafist þess að þeir notuðu grímu um borð og greiddu sömuleiðis fargjald. Erlent 5.2.2021 09:47 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 69 ›
Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. Erlent 11.2.2021 11:21
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. Erlent 10.2.2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. Erlent 10.2.2021 11:10
Gátu ekki flogið í dag og slæm veðurspá næstu daga Ekki var unnt að fljúga upp í hlíðar fjallsins K2 til leitar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans í dag vegna veðurs. Slæm veðurspá er á svæðinu næstu daga, sem gæti gert leitarmönnum erfitt fyrir. Erlent 9.2.2021 16:36
Safna fyrir börn og fjölskyldu Freyju Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldu og börnum Freyju Egilsdóttur Mogensen sem var myrt í bænum Malling á Jótlandi í byrjun febrúar. Ung börn hennar tvö eru í öruggum höndum hjá fjölskyldumeðlimum í Danmörku að sögn dönsku lögreglunnar. Innlent 9.2.2021 11:33
Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. Erlent 9.2.2021 11:20
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ Innlent 8.2.2021 18:48
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. Innlent 8.2.2021 15:30
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. Innlent 8.2.2021 11:04
Leitað á K2 í morgun en ekkert sést til John Snorra og félaga Tvær herþyrlur lögðu af stað til leitar á K2 fyrir um fjórum tímum en hafa nú snúið aftur. Engin ummerki fundust um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og JP Mohr, sem hefur nú verið saknað í um þrjá sólahringa. Innlent 8.2.2021 08:57
Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. Innlent 8.2.2021 06:46
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. Innlent 7.2.2021 22:04
Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki. Hann hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum þegar kemur að sáluhjálp. Innlent 7.2.2021 20:30
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. Innlent 7.2.2021 17:55
Leit að mestu lokið í dag Tekið er að rökkva í Pakistan. Klukkan er að ganga níu að kvöldi og því er leit að John Snorra og samferðamönnum hans að mestu lokið í dag. Gert er ráð fyrir að þyrlur muni aftur leita á svæðinu á morgun. Innlent 7.2.2021 15:52
Halda leitinni áfram Áfram verður leitað að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, þeim Ali Sadpra og JP Mohr, á meðan aðstæður leyfa í dag. Leitin hófst að nýju þegar tók að birta í morgun. Erlent 7.2.2021 09:57
„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. Innlent 7.2.2021 07:13
Leit heldur áfram í birtingu Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. Innlent 6.2.2021 23:18
Utanríkisráðherra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og samferðamönnum hans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. Innlent 6.2.2021 20:19
„Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“ „Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi. Innlent 6.2.2021 20:02
Kannast ekki við að hafa fengið boð um aðstoð frá Íslandi Lögreglan á Austur-Jótlandi kannast ekki við að hafa fengið boð frá íslensku lögreglunni um aðstoð í tengslum við rannsóknina á morði Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það sé þó ekki útilokað að óskað verði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar á seinni stigum málsins. Erlent 6.2.2021 17:20
Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. Innlent 6.2.2021 11:35
Leit hersins á K2 bar ekki árangur Þyrlur pakistanska hersins fundu ekkert í leitarferð sinni nú í morgun. Þyrlurnar voru kallaðar út eftir að ekkert hafði spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans, en þær flugu hæst í um það bil sjö þúsund metra hæð áður en þær sneru aftur til borgarinnar Skardu í Pakistan. Innlent 6.2.2021 09:47
Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúman sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. Innlent 6.2.2021 07:29
Borgaði hálfa milljón fyrir erfiða fæðingu á Balí: „Ég var svo ógeðslega hrædd“ Apríl Harpa Smáradóttir eignaðist dóttur sína Lúnu á sjúkrahúsi þar á Balí þar sem hún býr. Hún upplifði mikla hræðslu í fæðingunni, meðal annars vegna samskiptaleysis og tungumálaerfiðleika. Lífið 6.2.2021 07:00
Enn ekkert heyrst frá John Snorra Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. Innlent 5.2.2021 23:41
„Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki. Bara örlög þín“ Freyja Egilsdóttir Mogensen var lífsglöð, hjálpsöm, brosmild og góð vinkona að sögn skólasystkina hennar og vina. Íbúar í Malling héldu minningarathöfn við kirkjuna í bænum í dag en frá því upp úr hádegi og fram eftir kvöldi var stöðugur straumur fólks sem lagði leið sína að kirkjunni. Erlent 5.2.2021 22:55
Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. Innlent 5.2.2021 15:27
Árásarmaðurinn í Tønder reyndist Svíi Maður sem réðst á strætisvagnabílstjóra í Tønder á Suður-Jótlandi í Danmörku reyndist vera Svíi, en ekki Íslendingur líkt og fyrstu fréttir danskra fjölmiðla sögðu til um. Erlent 5.2.2021 11:58
Handteknir fyrir að ráðast á strætóbílstjóra í Danmörku Lögregla í Danmörku hefur handtekið þrjá einstaklinga fyrir að hafa ráðist á strætóbílstjóra í Tønder á Suður-Jótlandi eftir að bílstjórinn hafði krafist þess að þeir notuðu grímu um borð og greiddu sömuleiðis fargjald. Erlent 5.2.2021 09:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent