„Brynjar Trump Níelsson“ hafi hundsað hagsmuni samfélagsins með Spánarferð Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 23:00 Kári Stefánsson er ekki mjög hrifinn af páskafríi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er allt annað en sáttur með kveðju Brynjars Níelssonar þingmanns frá Spáni. Hann segir Brynjar reka fingur framan í sóttvarnayfirvöld með hegðun sinni og tekur undir ummæli sóttvarnalæknis að slíkt sé ekki æskilegt. „Ég heyrði því fleygt að Brynjar Trump Níelsson hefði látið heyra frá sér frá Spáni, þar sem hann sagðist hafa farið þangað og átt ekkert erindi til útlanda og var á þann hátt að reka fingur framan í sóttvarnayfirvöld, sem mér finnst heldur vafasamt af kjörnum fulltrúa þjóðarinnar,“ sagði Kári í Kastljósi í kvöld og vísaði þar til viðtals við Brynjar sem birtist á Vísi í dag. Brynjar kom aftur til Íslands í dag eftir tveggja vikna dvöl hjá bróður sínum á Spáni. Hann sagði ferðina vissulega ekki lífsnauðsynlega en hann hefði ekki áhyggjur af því að ferðin kynni að brjóta í bága við tilmæli sóttvarnalæknis. Kári tók undir þau ummæli Þórólfs að það væri óæskilegt að fólk væri á flakki þegar veiran væri enn í mikilli útbreiðslu. Það væri alltaf hætta á að fólk bæri veiruna með sér heim, og í ofanálag þætti honum framkoma Brynjars ekki til sóma. „Mér finnst það vera ruddaleg aðferð við að hundsa hagsmuni samfélagsins, hundsa tilraunir sóttvarnayfirvalda til þess að hlúa að heilsu fólks í landinu – mér finnst það mjög ljótt.“ Brynjar Níelsson nýtti páskafríið meðal annars í það að spila golf með bræðrum sínum. Hann sagði það hafa verið afslappandi að komast í hlýrra loftslag.Facebook Veirufrítt land raunhæfur möguleiki Að mati Kára spila landamærin lykilhlutverk í því að hemja útbreiðslu faraldursins hér á landi. Það sé raunhæft að stefna að veirufríu landi, svo lengi sem aðgerðir á landamærunum skiluðu tilætluðum árangri og ekki yrði slakað á takmörkunum innanlands of fljótt. Hann hefur þó litla trú á því að raunhæft sé að stefna á að svokallað litakóðunarkerfi geti tekið gildi þann 1. maí líkt og stefnt var að. „Ég held að það líti enginn á það lengur sem raunverulegan möguleika, eða við skulum orða það þannig að ég held að menn geri sér grein fyrir því núna að það þýðir ekkert að gera áætlun langt fram í tímann þegar kemur að því að létta hömlum á hegðun.“ Hvað varðar nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um kröfur til heimasóttkvíar telur Kári hana góða og gilda. Nú sé búið að skilgreina hvað þurfi að vera til staðar svo einstaklingar geti tekið út sína sóttkví í heimahúsum, annars þurfi þeir að dvelja á sóttkvíarhóteli. „Það eru býsna þungar kvaðir; menn verða að vera einir í sínum híbýlum ef þeir ætla að vera einir í sóttkví, ef þeir ætla að fara heim til sín þar sem eru fjölskyldumeðlimir verða þeir líka að fara í sóttkví. Ég held að þetta sé býsna góð reglugerð,“ segir Kári en telur hana þó ekki ná sömu markmiðum og fyrri stefndi að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekkert við ferð Brynjars að gera Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ 8. apríl 2021 15:47 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira
„Ég heyrði því fleygt að Brynjar Trump Níelsson hefði látið heyra frá sér frá Spáni, þar sem hann sagðist hafa farið þangað og átt ekkert erindi til útlanda og var á þann hátt að reka fingur framan í sóttvarnayfirvöld, sem mér finnst heldur vafasamt af kjörnum fulltrúa þjóðarinnar,“ sagði Kári í Kastljósi í kvöld og vísaði þar til viðtals við Brynjar sem birtist á Vísi í dag. Brynjar kom aftur til Íslands í dag eftir tveggja vikna dvöl hjá bróður sínum á Spáni. Hann sagði ferðina vissulega ekki lífsnauðsynlega en hann hefði ekki áhyggjur af því að ferðin kynni að brjóta í bága við tilmæli sóttvarnalæknis. Kári tók undir þau ummæli Þórólfs að það væri óæskilegt að fólk væri á flakki þegar veiran væri enn í mikilli útbreiðslu. Það væri alltaf hætta á að fólk bæri veiruna með sér heim, og í ofanálag þætti honum framkoma Brynjars ekki til sóma. „Mér finnst það vera ruddaleg aðferð við að hundsa hagsmuni samfélagsins, hundsa tilraunir sóttvarnayfirvalda til þess að hlúa að heilsu fólks í landinu – mér finnst það mjög ljótt.“ Brynjar Níelsson nýtti páskafríið meðal annars í það að spila golf með bræðrum sínum. Hann sagði það hafa verið afslappandi að komast í hlýrra loftslag.Facebook Veirufrítt land raunhæfur möguleiki Að mati Kára spila landamærin lykilhlutverk í því að hemja útbreiðslu faraldursins hér á landi. Það sé raunhæft að stefna að veirufríu landi, svo lengi sem aðgerðir á landamærunum skiluðu tilætluðum árangri og ekki yrði slakað á takmörkunum innanlands of fljótt. Hann hefur þó litla trú á því að raunhæft sé að stefna á að svokallað litakóðunarkerfi geti tekið gildi þann 1. maí líkt og stefnt var að. „Ég held að það líti enginn á það lengur sem raunverulegan möguleika, eða við skulum orða það þannig að ég held að menn geri sér grein fyrir því núna að það þýðir ekkert að gera áætlun langt fram í tímann þegar kemur að því að létta hömlum á hegðun.“ Hvað varðar nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um kröfur til heimasóttkvíar telur Kári hana góða og gilda. Nú sé búið að skilgreina hvað þurfi að vera til staðar svo einstaklingar geti tekið út sína sóttkví í heimahúsum, annars þurfi þeir að dvelja á sóttkvíarhóteli. „Það eru býsna þungar kvaðir; menn verða að vera einir í sínum híbýlum ef þeir ætla að vera einir í sóttkví, ef þeir ætla að fara heim til sín þar sem eru fjölskyldumeðlimir verða þeir líka að fara í sóttkví. Ég held að þetta sé býsna góð reglugerð,“ segir Kári en telur hana þó ekki ná sömu markmiðum og fyrri stefndi að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ekkert við ferð Brynjars að gera Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ 8. apríl 2021 15:47 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira
Ekkert við ferð Brynjars að gera Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“ 8. apríl 2021 15:47
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36