Upplifir ferðaskömm vegna ferðalags til Tenerife Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. apríl 2021 21:02 Íris Björk Tanya Jónsdóttir fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Vísir/Getty „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima,“ segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í samtali við Vísi. Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34