Búa sig undir fyrstu æfinguna í algerum Covid-hliðarveruleika Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 11:36 Daði og félagar fá að fara út á svalir á hótelinu við og við, en þurfa að öðru leyti að sæta mjög ströngum reglum í aðdraganda Eurovision, sem hefst í næstu viku. RÚV Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur heimild til þess að vera á tveimur stöðum í Rotterdam í Hollandi, þangað sem hann kom í gær ásamt íslenska Eurovision-hópnum. Gísli má vera á hótelinu og hann má vera í Eurovision-höllinni. Annars staðar ekki, ekki á kaffihúsi, ekki á veitingastað og ekki í partíum. Hann má ekki einu sinni taka með sér kaffi út um lúgu. Gísli Marteinn hefur verið þulur í Eurovision árum saman.@gislimarteinn „Þetta er mjög stíft en við megum fara út að skokka og í göngutúr. Við reynum að gera það og erum ekkert að kvarta, við erum með hollenskar hjálparhellur sem fara út í búð fyrir okkur. Þau fóru í stóra verslunarferð í gær,“ segir Gísli kátur í spjalli við Vísi. Daði og Gagnamagnið eru á sinni fyrstu æfingu í höllinni í dag, sem er nokkuð mikilvægt augnablik í ferlinu fram undan. Veðbankar fylgjast með frammistöðunni. Sveitin keppir í síðari umferð undankeppninnar fimmtudaginn 20. maí. Gísli segir ljóst að Eurovision í ár sé langt frá því að vera sama hátíð fyrir aðstandendur keppninnar og allt starfslið, en að það eigi ekki að koma niður á gæðum sjálfrar útsendingarinnar. Hún verði jafnflott og endranær. Það er hlýtt og sumarlegt í Rotterdam en hópurinn getur í mesta lagi notið þess á svölunum á hótelinu. Partí á vegum Norðurlandanna og borgarstjóra, sem eru í venjulegu árferði mikilvægt atriði fyrir þátttakendur, eru auðvitað á bak og burt í bili. Á sama hátt væri Daði í fjölda fjölmiðlaviðtala á dag en annar háttur er hafður á slíku þetta árið. Blaðamannafundur er haldinn á eftir með tugum blaðamanna og enn fleiri sem skrá sig inn rafrænt. Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fulltrúar Íslands flognir af stað Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam. 8. maí 2021 09:29 Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi. 7. maí 2021 21:27 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Gísli má vera á hótelinu og hann má vera í Eurovision-höllinni. Annars staðar ekki, ekki á kaffihúsi, ekki á veitingastað og ekki í partíum. Hann má ekki einu sinni taka með sér kaffi út um lúgu. Gísli Marteinn hefur verið þulur í Eurovision árum saman.@gislimarteinn „Þetta er mjög stíft en við megum fara út að skokka og í göngutúr. Við reynum að gera það og erum ekkert að kvarta, við erum með hollenskar hjálparhellur sem fara út í búð fyrir okkur. Þau fóru í stóra verslunarferð í gær,“ segir Gísli kátur í spjalli við Vísi. Daði og Gagnamagnið eru á sinni fyrstu æfingu í höllinni í dag, sem er nokkuð mikilvægt augnablik í ferlinu fram undan. Veðbankar fylgjast með frammistöðunni. Sveitin keppir í síðari umferð undankeppninnar fimmtudaginn 20. maí. Gísli segir ljóst að Eurovision í ár sé langt frá því að vera sama hátíð fyrir aðstandendur keppninnar og allt starfslið, en að það eigi ekki að koma niður á gæðum sjálfrar útsendingarinnar. Hún verði jafnflott og endranær. Það er hlýtt og sumarlegt í Rotterdam en hópurinn getur í mesta lagi notið þess á svölunum á hótelinu. Partí á vegum Norðurlandanna og borgarstjóra, sem eru í venjulegu árferði mikilvægt atriði fyrir þátttakendur, eru auðvitað á bak og burt í bili. Á sama hátt væri Daði í fjölda fjölmiðlaviðtala á dag en annar háttur er hafður á slíku þetta árið. Blaðamannafundur er haldinn á eftir með tugum blaðamanna og enn fleiri sem skrá sig inn rafrænt.
Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fulltrúar Íslands flognir af stað Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam. 8. maí 2021 09:29 Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi. 7. maí 2021 21:27 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Fulltrúar Íslands flognir af stað Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam. 8. maí 2021 09:29
Stigin kynnt af Jaja ding dong-aðdáandanum Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi. 7. maí 2021 21:27