Daði fær silfurplötu í Bretlandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2021 15:31 Daði með silfrið. Hann er kominn í hóp þekktustu tónlistarmanna Íslands í Bretlandi. Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi. wow thank you! pic.twitter.com/Vrh0XYCvBo— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) April 27, 2021 Daði náði þeim áfanga í lok janúar en lagið kom út í apríl í fyrra. Think About Things náði miklum vinsældum í Bretlandi í fyrra og var alls sex vikur á topp 40 vinsældalistanum. Klippa: Daði Freyr (Daði & Gagnamagnið) - Think About Things Í dag eru þrjár vikur í fyrra undanúrslitakvöld Eurovision. Daði og Gagnamagnið koma fram á því seinna fyrir hönd Íslands með lagið 10 Years. Það fer fram fimmtudagskvöldið 20. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam. Daði kominn í flottan hóp Aðrir íslenskir listamenn sem hafa náð þessum árangri með sölu smáskífa í Bretlandi eru Björk, Sigur Rós, Kaleo og Of Monsters and Men. Daði er því sá fimmti á þann lista. Of Monsters and Men eru þau einu sem hafa náð þessum áfanga með tveimur lögum. Little Talks sem kom út í febrúar 2012 fékk að lokum tvöfalt platínum og lagið Dirty Paws sem kom út í apríl sama ár náði silfri. Björk Guðmundsdóttir náði gulli fyrir lagið It's Oh So Quiet sem kom út í nóvember 1995. Hoppípolla kom út í september 2005 og fengu Sigur Rós að lokum silfurplötu fyrir það. Kaleo náðu svo gulli með lagi sínu Way Down We Go sem kom út í september 2015. Athygli vekur þó að Daði var furðu fljótur að ná þessum áfanga miðað við mörg af hinum íslensku lögunum sem hafa náð honum. Í þessu samhengi ber að nefna viðurkenningar sem hafa hlotist fyrir sölu á plötum í fullri lengd. Björk trónir þar á toppnum en hún hefur verið verðlaunuð fyrir sölu á sjö plötum. Síðan Sigur Rós fimm, Of Monsters and Men tveimur og Kaleo einni. Upplýsingarnar eru fengnar af vef BPI, British Phonographic Industry. Eurovision Íslendingar erlendis Menning Björk Of Monsters and Men Kaleo Sigur Rós Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
wow thank you! pic.twitter.com/Vrh0XYCvBo— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) April 27, 2021 Daði náði þeim áfanga í lok janúar en lagið kom út í apríl í fyrra. Think About Things náði miklum vinsældum í Bretlandi í fyrra og var alls sex vikur á topp 40 vinsældalistanum. Klippa: Daði Freyr (Daði & Gagnamagnið) - Think About Things Í dag eru þrjár vikur í fyrra undanúrslitakvöld Eurovision. Daði og Gagnamagnið koma fram á því seinna fyrir hönd Íslands með lagið 10 Years. Það fer fram fimmtudagskvöldið 20. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam. Daði kominn í flottan hóp Aðrir íslenskir listamenn sem hafa náð þessum árangri með sölu smáskífa í Bretlandi eru Björk, Sigur Rós, Kaleo og Of Monsters and Men. Daði er því sá fimmti á þann lista. Of Monsters and Men eru þau einu sem hafa náð þessum áfanga með tveimur lögum. Little Talks sem kom út í febrúar 2012 fékk að lokum tvöfalt platínum og lagið Dirty Paws sem kom út í apríl sama ár náði silfri. Björk Guðmundsdóttir náði gulli fyrir lagið It's Oh So Quiet sem kom út í nóvember 1995. Hoppípolla kom út í september 2005 og fengu Sigur Rós að lokum silfurplötu fyrir það. Kaleo náðu svo gulli með lagi sínu Way Down We Go sem kom út í september 2015. Athygli vekur þó að Daði var furðu fljótur að ná þessum áfanga miðað við mörg af hinum íslensku lögunum sem hafa náð honum. Í þessu samhengi ber að nefna viðurkenningar sem hafa hlotist fyrir sölu á plötum í fullri lengd. Björk trónir þar á toppnum en hún hefur verið verðlaunuð fyrir sölu á sjö plötum. Síðan Sigur Rós fimm, Of Monsters and Men tveimur og Kaleo einni. Upplýsingarnar eru fengnar af vef BPI, British Phonographic Industry.
Eurovision Íslendingar erlendis Menning Björk Of Monsters and Men Kaleo Sigur Rós Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira