Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Upplifir ferðaskömm vegna ferðalags til Tenerife

„Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima,“ segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert við ferð Brynjars að gera

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sárt að sjá að fólk fari ekki eftir tilmælum um að sleppa ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Brynjar Níelsson þingmaður hefur verið í fríi á Spáni, sem hann sagði í viðtali við Vísi að væri „ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt.“

Innlent
Fréttamynd

Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. 

Innlent
Fréttamynd

Fjar­lægja Spán af lista yfir lönd skil­greind sem á­hættu­svæði

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem tilgreint er hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu því sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli.

Innlent
Fréttamynd

„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“

„Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra

Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. 

Sport
Fréttamynd

Reyna að brjóta upp á fábreyttan hversdagsleikann

Strangar sóttvarnaraðgerðir eru enn í gildi í Danmörku þótt nokkur skref hafi verið stigin til afléttingar. Íslendingar í Kaupmannahöfn sakna þess meðal annars hvað helst að komast á barinn, á veitingastaði og vona að landamæri verði opnuð sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða

Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða.

Erlent