„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2021 18:50 Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. AP Photo/Petros Karadjias Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár. Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“ Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“
Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44