„Byrjuðu að öskra nafnið hans og hvað þeir elskuðu hann“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júlí 2021 12:32 Andri Már og Sigtryggur Daði Rúnarssynir voru í Mílanó í gærkvöld þegar Ítalir fögnuðu Evrópumeistaratitlinum. Andri Már Rúnarsson „Ég hef aldrei upplifað svona stemningu. Maður komst varla heim og sá bara ekki fyrir sér að fagnaðarlætin myndu taka nokkurn enda,“ segir Andri Már Rúnarsson sem var svo heppinn að vera staddur á Dómkirkjutorginu í Mílanó þegar Ítalir fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í fótbolta. „Ég er ekki búinn að fara út í dag en pabbi sagði að hvar sem hann hefði farið væri stöðugt verið að minna á að Ítalir unnu í gær,“ segir Andri en Vísir heyrði í honum hljóðið í morgun. Andri, sem er handboltamaður hjá Fram, ákvað ásamt fjölskyldu sinni fyrir skömmu að halda í stutt frí til Ítalíu. Þegar nær dró brottför gerðu þau sér svo grein fyrir því að mögulega myndi Ítalía spila úrslitaleik Evrópumótsins á meðan að þau væru í landinu. Fjölskyldan naut svo þeirra forréttinda að fylgjast með ástríðufullum Ítölum missa sig yfir úrslitaleiknum gegn Englandi og fagna sigrinum af mikilli innlifun. Var líka í Þýskalandi þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar „Á torginu var stemningin alveg mögnuð. Fullt af vespum og bílum að flauta, fólk úti um allt og flugeldar og blys. Það rifu sig margir úr að ofan og fólk hópaðist að styttunni þarna, og svo var bara sungið í alla nótt. Ég hef aldrei upplifað svona stemningu. Ég var samt í Þýskalandi árið 2014 þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar og þar var stemning, en ekki svona. Mílanó er svo mikil fótboltaborg,“ segir Andri en pabbi hans, Rúnar Sigtryggsson, var handboltaþjálfari í Þýskalandi þegar þýska þjóðin fagnaði heimsmeistaratitlinum. Andri var með símann á lofti í gærkvöld og fangaði stemninguna í Mílanó eins og sjá má hér að heðan. Klippa: Andri tók þátt í fögnuðu Ítala Það var heldur betur margt um manninn í miðborg Mílanó og ljóst að heimamenn kusu að fylgjast með úrslitaleiknum annars staðar en í sófanum heima: Þögnuðu þegar Shaw skoraði en fljótir að taka við sér „Það voru allir veitingastaðir sem voru með sjónvarp fullir. Við enduðum þó á stað þar sem við rétt svo fengum borð, tveimur tímum fyrir leik. Þegar leikurinn byrjaði var fullt af fólki mætt í kringum staðinn – allir að horfa á leikinn og þvílík ástríða í Ítölunum,“ segir Andri. „Í fyrsta lagi þá syngja allir með þjóðsöngnum af sömu ástríðu og leikmennirnir gera. Það var því vel tekið undir í honum. Svo kom markið mjög snemma hjá Englendingum og það var smásjokk fyrir Ítali, og það sló þögn á hópinn í smástund. En svo fór stemningin fljótt upp á við og ástríðan var svo greinileg. Ef einhver bara hreinsaði boltanum í burtu þá byrjuðu allir að klappa,“ segir Andri. Þegar Bonucci skoraði þá trylltist allt Luke Shaw kom Englandi yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci gerðist þjóðhetja þegar hann jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik: „Þegar Bonucci skoraði þá trylltist allt. Menn byrjuðu að öskra nafnið hans og hvað þeir elskuðu hann. Í hvert einasta skipti sem hann sást í mynd þá var klappað aftur og kallað „Bonucci, Bonucci“, og bara látið eins og hann væri guð. Um leið og jöfnunarmarkið var komið þá var líka andinn í loftinu þannig að Ítalir væru að fara að taka þetta,“ segir Andri. Ég hef tekið verri mynd #ForzaAzzurri pic.twitter.com/tIaXtQFv7D— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) July 12, 2021 Ítalir voru þó engu að síður stressaðir þegar vítaspyrnukeppnin var að hefjast. Ítalir klúðruðu þar tveimur spyrnum en Gianluigi Donnarumma sá til þess að það kom ekki að sök. Fann lyktina af mörgum sígarettum í vító „Þetta var mjög stressandi fyrir marga þarna. Maður fann lyktina af mörgum sígarettum. Við vorum með ekta Ítali við hliðina á okkur sem ég held að hafi ekki setið í eina mínútu á meðan að leikurinn var í gangi.“ Evrópumeistaratitlinum var fagnað um alla Ítalíu í nótt og er enn fagnað.EPA-EFE/ANGELO CARCONI „Ég hafði persónulega engar áhyggjur því við vorum með Donnarumma í markinu. Það var samt alltaf sjokk þegar þeir [Ítalir] klúðruðu en um leið og hann varði síðustu spyrnuna þá stukku allir upp. Við vorum við aftasta borðið og maður sá eiginlega ekkert á sjónvarpið þegar lokaspyrnan kom. Fólk hafði bara myndað vegg við skjáinn. Maður horfði bara á hvernig fólkið fagnaði og það var alveg sturlað. Um leið og Donnarumma varði lokaspyrnuna þá brutust út þvílík fagnaðarlæti og nokkur blys fóru í gang. Svo hvarf sjónvarpið allt í einu og fólk var byrjað að henda stólum og það var bara mögnuð stemning. Svona var þetta samt bara í svona fimm mínútur en svo löbbuðu bara allir eins og það væri fyrir fram ákveðið, beinustu leið að torginu,“ þar sem eins og fyrr segir var sungið og fagnað í alla nótt, rétt eins og í Róm þar sem þessar myndir voru teknar: Klippa: Fagnaðarlætin í Róm Sjálfur á leiðinni á Evrópumót Andri er sjálfur á leiðinni á Evrópumót í ágúst en þá keppir hann með U19-landsliði Íslands á EM í Króatíu. Ekkert stórmót var á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins og hætt var við heimsmeistaramótið í ár en Evrópumótið kom í staðinn og Andri hlakkar til að komast aftur á stórmót: „Ég hef fulla trú á að við getum náð langt. Við erum með hörkulið. Síðasta mót okkar var hins vegar í desember 2019 svo það er svolítið langt um liðið, og maður hefur ekki getað fylgst nógu vel með öðrum landsliðum. En það eru alla vega allir í góðum gír að fá loksins að taka þátt í stórmóti,“ segir Andri sem er nú búinn að kynnast því vel hvernig fagna skal Evrópumeistaratitli af ástríðu. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. 12. júlí 2021 12:01 Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Forsíður ensku blaðanna eftir tapið í úrslitaleik EM: Svekkelski, tár fyrir hetjurnar og stolt ljónanna Tapið sára fyrir Ítalíu var að sjálfsögðu áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. 12. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Ég er ekki búinn að fara út í dag en pabbi sagði að hvar sem hann hefði farið væri stöðugt verið að minna á að Ítalir unnu í gær,“ segir Andri en Vísir heyrði í honum hljóðið í morgun. Andri, sem er handboltamaður hjá Fram, ákvað ásamt fjölskyldu sinni fyrir skömmu að halda í stutt frí til Ítalíu. Þegar nær dró brottför gerðu þau sér svo grein fyrir því að mögulega myndi Ítalía spila úrslitaleik Evrópumótsins á meðan að þau væru í landinu. Fjölskyldan naut svo þeirra forréttinda að fylgjast með ástríðufullum Ítölum missa sig yfir úrslitaleiknum gegn Englandi og fagna sigrinum af mikilli innlifun. Var líka í Þýskalandi þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar „Á torginu var stemningin alveg mögnuð. Fullt af vespum og bílum að flauta, fólk úti um allt og flugeldar og blys. Það rifu sig margir úr að ofan og fólk hópaðist að styttunni þarna, og svo var bara sungið í alla nótt. Ég hef aldrei upplifað svona stemningu. Ég var samt í Þýskalandi árið 2014 þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar og þar var stemning, en ekki svona. Mílanó er svo mikil fótboltaborg,“ segir Andri en pabbi hans, Rúnar Sigtryggsson, var handboltaþjálfari í Þýskalandi þegar þýska þjóðin fagnaði heimsmeistaratitlinum. Andri var með símann á lofti í gærkvöld og fangaði stemninguna í Mílanó eins og sjá má hér að heðan. Klippa: Andri tók þátt í fögnuðu Ítala Það var heldur betur margt um manninn í miðborg Mílanó og ljóst að heimamenn kusu að fylgjast með úrslitaleiknum annars staðar en í sófanum heima: Þögnuðu þegar Shaw skoraði en fljótir að taka við sér „Það voru allir veitingastaðir sem voru með sjónvarp fullir. Við enduðum þó á stað þar sem við rétt svo fengum borð, tveimur tímum fyrir leik. Þegar leikurinn byrjaði var fullt af fólki mætt í kringum staðinn – allir að horfa á leikinn og þvílík ástríða í Ítölunum,“ segir Andri. „Í fyrsta lagi þá syngja allir með þjóðsöngnum af sömu ástríðu og leikmennirnir gera. Það var því vel tekið undir í honum. Svo kom markið mjög snemma hjá Englendingum og það var smásjokk fyrir Ítali, og það sló þögn á hópinn í smástund. En svo fór stemningin fljótt upp á við og ástríðan var svo greinileg. Ef einhver bara hreinsaði boltanum í burtu þá byrjuðu allir að klappa,“ segir Andri. Þegar Bonucci skoraði þá trylltist allt Luke Shaw kom Englandi yfir strax á 2. mínútu en Leonardo Bonucci gerðist þjóðhetja þegar hann jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik: „Þegar Bonucci skoraði þá trylltist allt. Menn byrjuðu að öskra nafnið hans og hvað þeir elskuðu hann. Í hvert einasta skipti sem hann sást í mynd þá var klappað aftur og kallað „Bonucci, Bonucci“, og bara látið eins og hann væri guð. Um leið og jöfnunarmarkið var komið þá var líka andinn í loftinu þannig að Ítalir væru að fara að taka þetta,“ segir Andri. Ég hef tekið verri mynd #ForzaAzzurri pic.twitter.com/tIaXtQFv7D— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) July 12, 2021 Ítalir voru þó engu að síður stressaðir þegar vítaspyrnukeppnin var að hefjast. Ítalir klúðruðu þar tveimur spyrnum en Gianluigi Donnarumma sá til þess að það kom ekki að sök. Fann lyktina af mörgum sígarettum í vító „Þetta var mjög stressandi fyrir marga þarna. Maður fann lyktina af mörgum sígarettum. Við vorum með ekta Ítali við hliðina á okkur sem ég held að hafi ekki setið í eina mínútu á meðan að leikurinn var í gangi.“ Evrópumeistaratitlinum var fagnað um alla Ítalíu í nótt og er enn fagnað.EPA-EFE/ANGELO CARCONI „Ég hafði persónulega engar áhyggjur því við vorum með Donnarumma í markinu. Það var samt alltaf sjokk þegar þeir [Ítalir] klúðruðu en um leið og hann varði síðustu spyrnuna þá stukku allir upp. Við vorum við aftasta borðið og maður sá eiginlega ekkert á sjónvarpið þegar lokaspyrnan kom. Fólk hafði bara myndað vegg við skjáinn. Maður horfði bara á hvernig fólkið fagnaði og það var alveg sturlað. Um leið og Donnarumma varði lokaspyrnuna þá brutust út þvílík fagnaðarlæti og nokkur blys fóru í gang. Svo hvarf sjónvarpið allt í einu og fólk var byrjað að henda stólum og það var bara mögnuð stemning. Svona var þetta samt bara í svona fimm mínútur en svo löbbuðu bara allir eins og það væri fyrir fram ákveðið, beinustu leið að torginu,“ þar sem eins og fyrr segir var sungið og fagnað í alla nótt, rétt eins og í Róm þar sem þessar myndir voru teknar: Klippa: Fagnaðarlætin í Róm Sjálfur á leiðinni á Evrópumót Andri er sjálfur á leiðinni á Evrópumót í ágúst en þá keppir hann með U19-landsliði Íslands á EM í Króatíu. Ekkert stórmót var á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins og hætt var við heimsmeistaramótið í ár en Evrópumótið kom í staðinn og Andri hlakkar til að komast aftur á stórmót: „Ég hef fulla trú á að við getum náð langt. Við erum með hörkulið. Síðasta mót okkar var hins vegar í desember 2019 svo það er svolítið langt um liðið, og maður hefur ekki getað fylgst nógu vel með öðrum landsliðum. En það eru alla vega allir í góðum gír að fá loksins að taka þátt í stórmóti,“ segir Andri sem er nú búinn að kynnast því vel hvernig fagna skal Evrópumeistaratitli af ástríðu.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. 12. júlí 2021 12:01 Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01 Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Forsíður ensku blaðanna eftir tapið í úrslitaleik EM: Svekkelski, tár fyrir hetjurnar og stolt ljónanna Tapið sára fyrir Ítalíu var að sjálfsögðu áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. 12. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. 12. júlí 2021 12:01
Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 11:01
Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! 12. júlí 2021 10:31
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Forsíður ensku blaðanna eftir tapið í úrslitaleik EM: Svekkelski, tár fyrir hetjurnar og stolt ljónanna Tapið sára fyrir Ítalíu var að sjálfsögðu áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. 12. júlí 2021 09:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti