Erlent Sósíalistar hvattir til að kjósa Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Erlent 11.6.2007 18:35 Víða rignir mikið Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Erlent 11.6.2007 18:53 Skotið á skrifstofu Haniyehs Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Haniyeh sakaði ekki. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna. Erlent 11.6.2007 18:25 Dómstóll í Georgíu náðar ungan mann Dómstóll í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að 21 árs karlmanni verði umsvifalaust sleppt úr fangelsi. Íþróttahetjan og heiðursnemandinn, Genarlow Wilson, hafði fengið 10 ára dóm fyrir að hafa þegið munnmök frá 15 ára stelpu þegar hann sjálfur var 17 ára. Erlent 11.6.2007 18:39 Aurskriða verður 79 manns að bana Að minnsta kosti 79 manns hafa látið lífið í bænum Chittagong í Bangladesh eftir að aurskriða féll á bæinn. Margra er enn saknað og björgunarsveitarmenn hafa unnið dag og nótt í von um að finna fólk á lífi. Erlent 11.6.2007 17:16 Það skjóta bara allir á alla Vopnahlé sem Palestínumenn sömdu um sín á milli í mogun er runnið út í sandinn. Átta manns hafa fallið í skotbardögum milli byssumanna Hamas og Fatah samtakanna. Meðal annars börðust liðsmenn fylkinganna á sjúkrahúsi þar sem einn var drepinn og nítján særðir. "Það skjóta bara allir á alla," sagði læknir við sjúkrahúsið. Erlent 11.6.2007 16:47 Kyrkti ástfangna dóttur sína Kúrdiskur maður var sakfelldur í Lundúnum í dag fyrir að kyrkja tvítuga dóttur sína. Hún hafði yfirgefið eiginmann sinn og síðar orðið ástfangin af öðrum manni. Faðirinn myrti hana fyrir að óvirða heiður fjölskyldunnar. Líki hennar var troðið í ferðatösku og flutt til Birmingham þar sem það var grafið í bakgarði. Erlent 11.6.2007 16:19 Vill Norrænt tæknisetur utan Evrópu Norðurlöndin ættu að íhuga það að setja á stofn sameiginleg tæknisetur utan Evrópu. Esko Aho fyrrum forsætisráðherra Finnlands segir þetta í grein sem hann skrifar í dagblaðið Helsingin Sanomat. Erlent 11.6.2007 15:41 Norðurlöndin þurfa að svara "kínversku ógninni" Norðurlöndin ættu að styrka samstarf sitt og takast á við áskoranir hnattvæðingar. Þetta segir Lars Oxelheim, prófessor við viðskiptaskóla Háskólans í Lundi í Svíþjóð, í grein sem hann skrifar í Svenska Dagbladet í dag. Oxelheim er einnig formaður sænska tengslanetsins um Evrópurannsóknir. Erlent 11.6.2007 14:55 Sjóræningjar heimta lausnargjald Sómölsku sjóræningjarnir sem rændu danska flutningaskipinu Danica White hafa sett fram kröfur um lausnargjald fyrir fimm manna danska áhöfn skipsins og skipið sjálft. Útgerðin vill ekki upplýsa hver upphæðin er, en atvinnu-samningamaður hefur verið fenginn til þess að semja við ræningjana. Erlent 11.6.2007 14:41 Drekkti fósturdóttur fyrir tryggingafé Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að drekkja þriggja ára gamalli fósturdóttur sinni. Þrem mánuðum áður hafði hann tryggt hana fyrir 200 þúsund dollara. Lögreglan í Seattle er sannfærð um að Joel Selmer hafi drekkt Ashley McLellan í sundlaug við hús þeirra síðastliðinn vetur. Erlent 11.6.2007 14:31 Þrjár konur brenndar lifandi Þrjár konur voru brenndar til bana í flóttamannabúðum í Úganda í síðustu viku. Þær höfðu verið sakaðar um galdra. Lögreglustjórinn í Kitgum héraði í Afríkuríkinu segir að mótorhjólaeigandi hafi orðið veikur af óþekktum sjúkdómi sem dró hann til dauða. Öldungaráð flóttamannabúðanna úrskurðaði að hann hefði verið drepinn með göldrum. Erlent 11.6.2007 13:27 Vilja að Barclays dragi tilboðið til baka Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro. Viðskipti erlent 11.6.2007 13:00 Skotið á forsætisráðuneyti Palestínu Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna. Erlent 11.6.2007 12:56 Reyndu að kaupa samning Beckhams af LA Galaxy LA Galaxy og fulltrúar Davids Beckham höfnuðu í dag tilboði Real Madrid um að kaupa upp samning Beckham við LA Galaxy. Real hafði samband í gærkvöldi en var síðan sagt í dag „kurteislega en ákveðið“ að það væri enginn möguleiki á því Beckham myndi snúast hugur. Erlent 11.6.2007 12:48 Stórsigur Sarkozys Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Erlent 11.6.2007 12:08 Flóð í Hollandi og Þýskalandi Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga á svæðinu í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Erlent 11.6.2007 12:20 Stjórnin féll Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista féll í þingkosningum í landinu í gær. Kristilegir demókratar hefja nú stjórnarmyndunarviðræður og búist er við að þær taki allt upp í mánuð. Erlent 11.6.2007 12:12 Ættleiðingar frá Indlandi stöðvaðar í Danmörku Carina Cristensen, fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur hefur tímabundið stöðvað allar ættleiðingar frá Indlandi til landsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í dönsku sjónvarpi á sunnudagskvöld þar sem kom fram að börn sem koma frá Indlandi til Danmerkur geti verið fórnarlömb mannrána og mannsals. Erlent 11.6.2007 11:43 Orrustuþota skaut út flugmanni sínum Sænskur orrustuflugmaður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann hékk allt í einu í fallhlíf sinni og sveif rólega til jarðar. Það síðasta sem hann mundi var að hann var að beygja Gripen orrustuflugvél sinni í átt að flugvellinum þegar hún allt í einu skaut honum út. Mannlaus vélin hrapaði svo til jarðar, en lenti fjarri byggð og olli engu Erlent 11.6.2007 11:29 Harry vill hætta í hernum Harry Bretaprins vill hætta í hernum, að sögn breska blaðsins Daily Mail. Prinsinn varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fékk ekki að fara með herdeild sinni til Íraks. Þar höfðu mörg hryðjuverkasamtök lýst því yfir að hann yrði skotmark þeirra númer eitt. Breska herstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að vera hans í Írak myndi ekki aðeins stofna honum í mikla hættu heldur einnig félögum hans. Erlent 11.6.2007 11:04 Njósna um Íran ofanfrá Ísraelar skutu í dag á loft nýjum njósnagervihnetti sem þeir segja að muni auðvelda þeim mjög að fylgjast með óvinaríkjum eins og Íran og Sýrlandi. Hnötturinn ber nafnið Ofek 7 en Ofek er sjóndeildarhringur á hebresku. Talsmaður ísraelsku geimferðastofnunarinnar segir að hnötturinn geti tekið skýrar myndir af hlutum sem séu aðeins nokkrir sentimetrar að stærð. Erlent 11.6.2007 10:23 Milljónir misstu drykkjarvatn í Kína Kínversk yfirvöld hafa rekið fimm embættismenn sem teljast ábyrgir fyrir því að milljónir manna í Jiangsu héraði misstu drykkjarvatn sitt. Illa lyktandi grænir þörungar þökktu yfirborð þriðja stærsta stöðuvatns landsins. Það var rakið til þess að efnaverksmiðjur sem standa við vatnið dæla í það öllum sínum úrgangi án þess að hreinsa hann. Erlent 11.6.2007 09:54 Gordon Brown til Íraks Gordon Brown, næsti forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Íraks. Þetta er önnur heimsókn hans til landsins en sú fyrsta eftir að tilkynnt var opinberlega að hann myndi taka við af Tony Blair, núverandi forsætisráðherra Bretlands. Brown mun funda með Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Ekki er vitað hversu lengi hann mun dvelja í landinu. Erlent 11.6.2007 08:47 Bush bindur vonir við samstarf við Rússa George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vona að áætlun um að rússneskir og bandarískir sérfræðingar fari yfir tillögur að eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu eigi eftir að skila árangri. Erlent 11.6.2007 08:39 Sonur Gaddafi segir lausn í sjónmáli Sonur Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, sagði í morgun að sex erlendir heilbrigðisstarfsmenn sem eru í haldi í landinu, dæmdir fyrir að hafa viljandi smitað rúmlega 400 börn af HIV, myndu hugsanlega komast til síns heima á næstunni. Erlent 11.6.2007 08:22 Japanskur þingmaður opnar skrifstofu í Second Life Japanskur þingmaður varð nýverið sá fyrsti til þess að opna skrifstofu í sýndarveruleikanum Second Life. Þingmaðurinn, Kan Suzuki, freistar þess að ná endurkjöri á þing í kosningum sem fram fara í júlí. Sýndarveruleikinn Second Life hefur um sjö milljón skráða notendur. Erlent 11.6.2007 07:59 Breska strandgæslan leitar svara Tveggja ára barn sem fannst fljótandi undan suðurströnd Englands í gærkvöldi er látið. Ekki hefur verið skýrt frá nafni þess. Barnið fannst um 400 metra frá tómum Zodiac bát, rúma mílu frá Littlehampton í Vestur Sussex. Breska strandgæslan segir málið allt hið undarlegasta. Erlent 11.6.2007 07:41 Miklar rigningar í Kína Milljónir hafa þurft á hjálp að halda og að minnsta kosti 23 hafa látið lífið í miklum rigningum í Kína. Á sumum stöðum hefur rignt látlaust í fjóra daga. Tæplega 160 þúsund manns hafa misst heimili sín vegna rigninganna. Skriður hafa einnig fallið vegna rigningarinnar og þá hafa miklir vindar eyðilagt heilu hverfin. Erlent 11.6.2007 07:18 Bush lofar Búlgörum stuðningi George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er nú í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, en hann lýkur þar átta daga ferðalagi sínu um Evrópu. Erlent 11.6.2007 07:16 « ‹ 95 96 97 98 99 100 101 102 103 … 334 ›
Sósíalistar hvattir til að kjósa Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Erlent 11.6.2007 18:35
Víða rignir mikið Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Erlent 11.6.2007 18:53
Skotið á skrifstofu Haniyehs Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Haniyeh sakaði ekki. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna. Erlent 11.6.2007 18:25
Dómstóll í Georgíu náðar ungan mann Dómstóll í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að 21 árs karlmanni verði umsvifalaust sleppt úr fangelsi. Íþróttahetjan og heiðursnemandinn, Genarlow Wilson, hafði fengið 10 ára dóm fyrir að hafa þegið munnmök frá 15 ára stelpu þegar hann sjálfur var 17 ára. Erlent 11.6.2007 18:39
Aurskriða verður 79 manns að bana Að minnsta kosti 79 manns hafa látið lífið í bænum Chittagong í Bangladesh eftir að aurskriða féll á bæinn. Margra er enn saknað og björgunarsveitarmenn hafa unnið dag og nótt í von um að finna fólk á lífi. Erlent 11.6.2007 17:16
Það skjóta bara allir á alla Vopnahlé sem Palestínumenn sömdu um sín á milli í mogun er runnið út í sandinn. Átta manns hafa fallið í skotbardögum milli byssumanna Hamas og Fatah samtakanna. Meðal annars börðust liðsmenn fylkinganna á sjúkrahúsi þar sem einn var drepinn og nítján særðir. "Það skjóta bara allir á alla," sagði læknir við sjúkrahúsið. Erlent 11.6.2007 16:47
Kyrkti ástfangna dóttur sína Kúrdiskur maður var sakfelldur í Lundúnum í dag fyrir að kyrkja tvítuga dóttur sína. Hún hafði yfirgefið eiginmann sinn og síðar orðið ástfangin af öðrum manni. Faðirinn myrti hana fyrir að óvirða heiður fjölskyldunnar. Líki hennar var troðið í ferðatösku og flutt til Birmingham þar sem það var grafið í bakgarði. Erlent 11.6.2007 16:19
Vill Norrænt tæknisetur utan Evrópu Norðurlöndin ættu að íhuga það að setja á stofn sameiginleg tæknisetur utan Evrópu. Esko Aho fyrrum forsætisráðherra Finnlands segir þetta í grein sem hann skrifar í dagblaðið Helsingin Sanomat. Erlent 11.6.2007 15:41
Norðurlöndin þurfa að svara "kínversku ógninni" Norðurlöndin ættu að styrka samstarf sitt og takast á við áskoranir hnattvæðingar. Þetta segir Lars Oxelheim, prófessor við viðskiptaskóla Háskólans í Lundi í Svíþjóð, í grein sem hann skrifar í Svenska Dagbladet í dag. Oxelheim er einnig formaður sænska tengslanetsins um Evrópurannsóknir. Erlent 11.6.2007 14:55
Sjóræningjar heimta lausnargjald Sómölsku sjóræningjarnir sem rændu danska flutningaskipinu Danica White hafa sett fram kröfur um lausnargjald fyrir fimm manna danska áhöfn skipsins og skipið sjálft. Útgerðin vill ekki upplýsa hver upphæðin er, en atvinnu-samningamaður hefur verið fenginn til þess að semja við ræningjana. Erlent 11.6.2007 14:41
Drekkti fósturdóttur fyrir tryggingafé Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að drekkja þriggja ára gamalli fósturdóttur sinni. Þrem mánuðum áður hafði hann tryggt hana fyrir 200 þúsund dollara. Lögreglan í Seattle er sannfærð um að Joel Selmer hafi drekkt Ashley McLellan í sundlaug við hús þeirra síðastliðinn vetur. Erlent 11.6.2007 14:31
Þrjár konur brenndar lifandi Þrjár konur voru brenndar til bana í flóttamannabúðum í Úganda í síðustu viku. Þær höfðu verið sakaðar um galdra. Lögreglustjórinn í Kitgum héraði í Afríkuríkinu segir að mótorhjólaeigandi hafi orðið veikur af óþekktum sjúkdómi sem dró hann til dauða. Öldungaráð flóttamannabúðanna úrskurðaði að hann hefði verið drepinn með göldrum. Erlent 11.6.2007 13:27
Vilja að Barclays dragi tilboðið til baka Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hækkaði um 4,5 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum í dag eftir að fjárfestingasjóður þrýsti á hluthafa bankans að falla frá yfirtökutilboði sínu í hollenska bankann ABN Amro. Viðskipti erlent 11.6.2007 13:00
Skotið á forsætisráðuneyti Palestínu Byssumenn gerðu í dag skotárás á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, meðan hann sat þar á fundi ásamt öðrum ráðherrum. Fjórar klukkustundir voru þá liðnar frá því samið var um enn eitt vopnahléð á milli Hamas og Fatah samtakanna. Erlent 11.6.2007 12:56
Reyndu að kaupa samning Beckhams af LA Galaxy LA Galaxy og fulltrúar Davids Beckham höfnuðu í dag tilboði Real Madrid um að kaupa upp samning Beckham við LA Galaxy. Real hafði samband í gærkvöldi en var síðan sagt í dag „kurteislega en ákveðið“ að það væri enginn möguleiki á því Beckham myndi snúast hugur. Erlent 11.6.2007 12:48
Stórsigur Sarkozys Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Erlent 11.6.2007 12:08
Flóð í Hollandi og Þýskalandi Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga á svæðinu í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Erlent 11.6.2007 12:20
Stjórnin féll Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista féll í þingkosningum í landinu í gær. Kristilegir demókratar hefja nú stjórnarmyndunarviðræður og búist er við að þær taki allt upp í mánuð. Erlent 11.6.2007 12:12
Ættleiðingar frá Indlandi stöðvaðar í Danmörku Carina Cristensen, fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur hefur tímabundið stöðvað allar ættleiðingar frá Indlandi til landsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í dönsku sjónvarpi á sunnudagskvöld þar sem kom fram að börn sem koma frá Indlandi til Danmerkur geti verið fórnarlömb mannrána og mannsals. Erlent 11.6.2007 11:43
Orrustuþota skaut út flugmanni sínum Sænskur orrustuflugmaður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann hékk allt í einu í fallhlíf sinni og sveif rólega til jarðar. Það síðasta sem hann mundi var að hann var að beygja Gripen orrustuflugvél sinni í átt að flugvellinum þegar hún allt í einu skaut honum út. Mannlaus vélin hrapaði svo til jarðar, en lenti fjarri byggð og olli engu Erlent 11.6.2007 11:29
Harry vill hætta í hernum Harry Bretaprins vill hætta í hernum, að sögn breska blaðsins Daily Mail. Prinsinn varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fékk ekki að fara með herdeild sinni til Íraks. Þar höfðu mörg hryðjuverkasamtök lýst því yfir að hann yrði skotmark þeirra númer eitt. Breska herstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að vera hans í Írak myndi ekki aðeins stofna honum í mikla hættu heldur einnig félögum hans. Erlent 11.6.2007 11:04
Njósna um Íran ofanfrá Ísraelar skutu í dag á loft nýjum njósnagervihnetti sem þeir segja að muni auðvelda þeim mjög að fylgjast með óvinaríkjum eins og Íran og Sýrlandi. Hnötturinn ber nafnið Ofek 7 en Ofek er sjóndeildarhringur á hebresku. Talsmaður ísraelsku geimferðastofnunarinnar segir að hnötturinn geti tekið skýrar myndir af hlutum sem séu aðeins nokkrir sentimetrar að stærð. Erlent 11.6.2007 10:23
Milljónir misstu drykkjarvatn í Kína Kínversk yfirvöld hafa rekið fimm embættismenn sem teljast ábyrgir fyrir því að milljónir manna í Jiangsu héraði misstu drykkjarvatn sitt. Illa lyktandi grænir þörungar þökktu yfirborð þriðja stærsta stöðuvatns landsins. Það var rakið til þess að efnaverksmiðjur sem standa við vatnið dæla í það öllum sínum úrgangi án þess að hreinsa hann. Erlent 11.6.2007 09:54
Gordon Brown til Íraks Gordon Brown, næsti forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Íraks. Þetta er önnur heimsókn hans til landsins en sú fyrsta eftir að tilkynnt var opinberlega að hann myndi taka við af Tony Blair, núverandi forsætisráðherra Bretlands. Brown mun funda með Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Ekki er vitað hversu lengi hann mun dvelja í landinu. Erlent 11.6.2007 08:47
Bush bindur vonir við samstarf við Rússa George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vona að áætlun um að rússneskir og bandarískir sérfræðingar fari yfir tillögur að eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu eigi eftir að skila árangri. Erlent 11.6.2007 08:39
Sonur Gaddafi segir lausn í sjónmáli Sonur Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, sagði í morgun að sex erlendir heilbrigðisstarfsmenn sem eru í haldi í landinu, dæmdir fyrir að hafa viljandi smitað rúmlega 400 börn af HIV, myndu hugsanlega komast til síns heima á næstunni. Erlent 11.6.2007 08:22
Japanskur þingmaður opnar skrifstofu í Second Life Japanskur þingmaður varð nýverið sá fyrsti til þess að opna skrifstofu í sýndarveruleikanum Second Life. Þingmaðurinn, Kan Suzuki, freistar þess að ná endurkjöri á þing í kosningum sem fram fara í júlí. Sýndarveruleikinn Second Life hefur um sjö milljón skráða notendur. Erlent 11.6.2007 07:59
Breska strandgæslan leitar svara Tveggja ára barn sem fannst fljótandi undan suðurströnd Englands í gærkvöldi er látið. Ekki hefur verið skýrt frá nafni þess. Barnið fannst um 400 metra frá tómum Zodiac bát, rúma mílu frá Littlehampton í Vestur Sussex. Breska strandgæslan segir málið allt hið undarlegasta. Erlent 11.6.2007 07:41
Miklar rigningar í Kína Milljónir hafa þurft á hjálp að halda og að minnsta kosti 23 hafa látið lífið í miklum rigningum í Kína. Á sumum stöðum hefur rignt látlaust í fjóra daga. Tæplega 160 þúsund manns hafa misst heimili sín vegna rigninganna. Skriður hafa einnig fallið vegna rigningarinnar og þá hafa miklir vindar eyðilagt heilu hverfin. Erlent 11.6.2007 07:18
Bush lofar Búlgörum stuðningi George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er nú í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, en hann lýkur þar átta daga ferðalagi sínu um Evrópu. Erlent 11.6.2007 07:16
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent