Erlent

Það skjóta bara allir á alla

Óli Tynes skrifar
Byssumenn á Gaza ströndinni.
Byssumenn á Gaza ströndinni.

Vopnahlé sem Palestínumenn sömdu um sín á milli í mogun er runnið út í sandinn. Átta manns hafa fallið í skotbardögum milli byssumanna Hamas og Fatah samtakanna. Meðal annars börðust liðsmenn fylkinganna á sjúkrahúsi þar sem einn var drepinn og nítján særðir. "Það skjóta bara allir á alla," sagði læknir við sjúkrahúsið.

Einnig var skotið á forsætisráðuneytið þar sem Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar var á fundi með ráðherrum sínum. Engan þeirra mun hafa sakað. Vitað er um 620 palestínumenn sem hafa fallið í valdabaráttu Hamas og Fatah síðan þeir fyrrnefndu unnu sigur í þingkosningum á síðasta ári.

Margsinnis hefur verið samið vopnahlé í þeirri deilu, en þau hafa öll runnið út í sandinn eftir nokkrar klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×