Víða rignir mikið Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 18:53 Hermenn við björgunarstörf í Bangladess í dag. MYND/AP Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira