Víða rignir mikið Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 18:53 Hermenn við björgunarstörf í Bangladess í dag. MYND/AP Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Miklar rigningar hafa kostað rúmlega hundrað og þrjátíu mannslíf í Bangladess, Kína og Kólumbíu síðustu daga. Regntímabil stendur nú sem hæst þar. Íbúar í Mið-Evrópu þekkja ekki slík tímabil en hafa samt þurft að vaða elginn síðasta sólahring í Þýskalandi og Hollandi vegna skyndilegrar hellirigningar. Engin týndi lífi þar. Mikið hefur ringt í suður og norðvestur Kína síðustu daga sem hefur valdið flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti fjörutíu og átta hafa drukknað og nærri því sex hundruð þúsund manns hafa misst heimili sín. Búið er að flytja sjötíu og tvö þúsund manns frá heimilum sínum í Guangdong-héraði þar sem átján hafa drukknað og fjórir eru týndir. Flóð verða á hverju sumri í Kína vegna mikilla rigninga. Borgir eru vel varðar með flóðgörðum en öðru máli gegnir með landsbyggðina. Flóð og fellibylir urðu vel á þriðja þúsund manns að bana í Kína í fyrra. Mikið hefur rignt í Bangladess síðasta sólahring. Minnst sjötíu og níu týndu lífi, fjölmargir týndust og enn fleiri slösuðust alvarlega þegar aurskriða féll í hafnarborginni Chittagong í dag. Talið er að úrkoman þar á einni klukkustund í gær hafi mælst tuttugu sentimetrar. Óttast er að enn rigni mikið í landinu næstu daga. Í Kólumbíu hefur rigning valdið vandræðum um liðna helgi og mörg hundruð fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín þegar áin Cauca í norður hluta landsins flæddi yfir bakka sína. Regntímabilið hófst í mars og þegar mest rignir drukkna mörg þúsund manns á ári hverju og fjölmörg heimili og fyrirtæki eyðileggjast. Í Ástralíu hefur sama verið upp á teningnum. Flóð og aurskriður hafa valdið tjóni en mikið hefur ringt í austurhluta landsins. Níu týndu lífi í veðurofsanum. Fjögur þúsund íbúar í bænum Maitland, tvö hundruð kílómetrum norður af Sydney, fengu að snúa aftur heim í morgun eftir nokkura daga fjarveru. Á meðan íbúar í Kína og Kólumbíu eru vanir rigningartímabili og Ástralar vanir stífum haustrigningum er ekki hægt að tala um afmarkaða rigningartíma í Mið-Evrópu. Þar hefur ringt sem aldrei fyrr síðustu vikur. Íbúum í suðurhluta Þýskalands gekk erfiðlega að komast til vinnu í morgun vegna mikilla rigninga í nótt. Vatn flæddi um götur og torg í Frankfurt og víðar og íbúar í mestu vandræðum með að komast milli staða. Ökumenn sátu fastir í vatnselgnum. Niðurföll höfuð ekki undan sem olli því að vatn flæddi í kjallara bygginga og olli miklum skemmdum. Ástandið var ekki betra í austurhluta Hollands í nótt og í morgun. Mikið ringdi á einni klukkustund í gærkvöldi og fyrir vikið sátu ökumenn fastir í gærkvöldi og nótt og þurftu björgunarmenn að koma þeim til hjálpar. Þessi brá þá á það ráð að hlaupa heim frá bíl sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira