Erlent

Ættleiðingar frá Indlandi stöðvaðar í Danmörku

Börnin á myndinni tengjast ekki fréttinni
Börnin á myndinni tengjast ekki fréttinni

Carina Cristensen, fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur hefur tímabundið stöðvað allar ættleiðingar frá Indlandi til landsins. Ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í dönsku sjónvarpi á sunnudagskvöld þar sem kom fram að börn sem koma frá Indlandi til Danmerkur geti verið fórnarlömb mannrána og mannsals. Fram kom í þættinum, 21 Söndag á DR sjónvarpsstöðinni að AC Börnehjälp hafi átt hlut í nokkrum að stærstu ættleiðingarhneykslum Indlands.

Cristensen sagðist vera óróleg yfir þeim upplýsingum sem hefðu komið fram í þættinum. Hún sagðist ekki geta sætt sig við að börn séu gerð að verslunarvöru. Hún sagði algerlega óásættanlegt ef dönsk stofnun ætti þátt í slíku með því að borga yfirverð til samverkamanna sinna í Indlandi.

Cristensen krefst þess nú að farið verði í gegnum fjármál stofnunarinnar til að komast að því hvort AC Börnehjälp hafi fylgt reglum.

Anders Christensen, talsmaður AC Børnehjælp, gagnrýnir aðgerð ráðherrans og segir segir að stofnunin hafi fyrir löngu hætt samstarfi við þau barnaheimili í Indlandi sem um ræðir. Hann segir einnig að dönsk stjórnvöld hafi verið upplýst um málið á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×