Sósíalistar hvattir til að kjósa Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 19:00 Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira