Erlent Hafnarbanni aflétt í gær Ísraelsmenn staðfestu í gær að hafnarbanni hefði verið aflétt af Líbanon og að strandlengja landsins væri í umsjá Sameinuðu þjóðanna. Embættismaður Ísraelsmanna sagði að tafir hefðu orðið á afléttingu bannsins vegna þess að ekki hefði verið vitað hvaða þjóð það yrði sem tæki við gæsluhlutverkinu. Erlent 8.9.2006 22:36 Talaði um blóðheita latínóa Upptaka með ummælum ríkisstjóra Kaliforníu hefur vakið athygli í Bandaríkjunum. Á henni heyrist Arnold Schwarzenegger lýsa Kúbverjum og Púertó Ríkó-mönnum sem sérlega blóðheitu og herskáu fólki, vegna blöndu „svarts blóðs“, og „blóðs latínóa“, en latínóar eru menn af rómönsk-amerísku bergi brotnir og svarta blóðið vísar til blökkumanna. Erlent 8.9.2006 22:36 Gaza-svæðið minnir helst á fangelsi Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu valda þjáningu og angist íbúa þar, fremur en að skapa vilja til sátta og samninga. Alþjóðlegar refsiaðgerðir einangra Palestínumenn og eru að ganga af efnahag svæðisins dauðum, að mati Karen Abuzayd, eins yfirmanna neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Abuzayd óttast einnig að flestar stoðir samfélagsins séu við það að bresta og segir brýna þörf fyrir alþjóðlegt gæslulið til verndar Palestínumönnum. Erlent 8.9.2006 22:36 Helfararmyndir í dönsku blaði Nokkrar skopmyndanna af helför gyðinga, sem gerðar voru eftir að ráðamenn í Íran efndu til samkeppni um þær, hafa verið birtar í danska blaðinu Information. Myndirnar líkja bágbornum aðstæðum Palestínumanna við helförina og áttu að vera mótvægi við teikningarnar af Múhameð spámanni, en um fimmtíu manns létu lífið vegna fársins sem þær vöktu víða um heim. Erlent 8.9.2006 22:36 Tyrkir fái ekki aðild að ESB Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, sem gæti orðið forseti Frakklands innan skamms, kynnti í gær hugmyndir sínar um róttækar breytingar á Evrópusambandinu. Erlent 8.9.2006 22:36 Pyntingarklefar nálægt Bagdad Thomas Turner, næstráðandi hersveita Bandaríkjamanna í Írak, upplýsti í gær að nokkrir pyntingarklefar hefðu fundist norðaustur af Bagdad. Klefarnir eru um 3,6 fermetrar hver og í þeim fundust hlekkir, sem festir voru við veggina, barefli og annað sem bendir til pyntinga. Erlent 8.9.2006 22:36 Tengdist ekki al-Kaída Öldungadeild Bandaríkjanna birti í gær skýrslu frá leyniþjónustunni CIA þar sem staðfest er að ríkisstjórn Saddams Hussein hafði engin tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída, þvert ofan í það sem bandarísk stjórnvöld héldu fram þegar þau færðu rök fyrir nauðsyn þess að fara í stríð gegn Írak. Erlent 8.9.2006 22:36 Annar hver Svíi býst við sigri borgaralegra Helmingur sænskra kjósenda reiknar með sigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum sem fara fram um næstu helgi. Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, varði orðstír flokks síns í sjónvarpsyfirheyrslu í fyrrakvöld. Erlent 8.9.2006 22:36 Flug- og hafnbanni aflétt Ísraelar hafa aflétt bæði flug- og hafnbanni í Líbanon en það hefur verið í gildi frá því átök milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah hófust í suðurhluta landsins í júlí. Flugbanninu var aflétt í gær en Ísraelar vildu bíða með að aflétta hafnbanninu þar til floti á vegum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna væri kominn á svæðið. Erlent 8.9.2006 22:45 Mannskæð árás í Kabúl Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Erlent 8.9.2006 22:40 Friðhelgi aflétt af Pinochet Hæstiréttur í Chile hefur aflétt friðhelgi af Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, þannig að hægt verður að ákæra hann fyrir morð, pyntingar og mannréttindabrot í einu alræmdasta fangelsi landsins á valdatíð hans. Um er að ræða Villa Grimaldi fangelsið þar sem margir máttu sæta pyntingum á árunum 1974 til 1977, þar á meðal Michelle Bachelet, núverandi forseti Chile. Erlent 8.9.2006 22:34 Engin tengsl við al Qaeda Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaed hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Erlent 8.9.2006 22:22 Talandi fíll Fílar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að tala en þar virðist hafa orðið breyting á ef marka má starfsfólk í skemmtigarði í Jongin í Suður-Kóreu. Kosis, sextán ára gamall fíll, er sagður geta gefið frá sér hljóð sem minni á orð í kóresku. Lífið 8.9.2006 21:14 Grunaðir um undirbúning hryðjuverka Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Erlent 8.9.2006 21:06 Útgöngubann eftir sprengingar Minnst þrjátíu týndu lífi og rúmlega eitt hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Erlent 8.9.2006 21:01 Engin gögn um tengsli milli Saddams og al Kaída Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl hafi verið á milli Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og al Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Erlent 8.9.2006 20:57 Útgöngubanni komið á eftir sprengingar Minnst tuttugu og fimm týndu lífi og rúmlega hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í Malegaon á vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir hafi verið að ræða. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta borginni sem er fjármálamiðstöð Indlands. Erlent 8.9.2006 15:03 Geimskoti Atlantis frestað aftur Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geimskoti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft um klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sú ástæða er gefin að vandræði hafi verið í eldsneytisnemum ferjunnar. Erlent 8.9.2006 15:06 Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hryðjuverkasamsæris Dómstóll í Danmörku hefur úrskurðað fimm menn í gæsluvarðhald í fjórar vikur en þeir voru handteknir í Vollsmose fyrr í vikunni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 8.9.2006 14:56 Biðst afsökunar á netþjófnaði Þjóðarflokksins Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins í Svíþjóð, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að nokkrir háttsettir flokksmenn hefðu brotist inn á lokaða vefsíðu Jafnaðarmannaflokksins í aðdraganda þingkosninganna eftir rúma viku. Erlent 8.9.2006 12:56 Staðfest að Ísraelar hafi aflétt hafnbanni Fulltrúar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon staðfestu í dag að Ísraelar hefðu aflétt hafnbanni sínu á landið í morgun. Flugbanni var aflétt í gær. Erlent 8.9.2006 12:52 Undirbýr kæru vegna handtöku meintra hryðjuverkamanna Íslamskur trúarleiðtogi í Danmörku segir dönsku lögregluna ekki hafa neinar sannanir gegn meintum hryðjuverkamönnum sem hún handtók í Vollsmose fyrr í vikunni. Hann undirbýr kæru á hendur lögreglunni. Erlent 8.9.2006 12:19 Engin breyting á olíuframleiðslu Sérfræðingar segja ekki líkur á að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, geri miklar breytingar á olíuframleiðslu sinni þrátt fyrir að hætta sé á að hátt olíuverð geti dregið úr hagvexti. OPEC fundar um málið í næstu viku. Viðskipti erlent 8.9.2006 11:17 Yfir 50 námamenn létust á Indlandi Enginn þeirra fimmtíu og fjögurra námamanna, sem sátu fastir í námu á Austur-Indlandi eftir sprengingu, sluppu lifandi úr prísund sinni. Erlent 8.9.2006 10:18 Óttast að tugir hafi látist í sprengingum á Indlandi Óttast er að minnst tuttugu og fimm hafi týnt lífi og fjölmargir særst í fjórum sprengingum á vestur hluta Indlands í morgun. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir sé að ræða. Erlent 8.9.2006 09:53 Tæplega áttræð kona handtekin fyrir tilraun til bankaráns 79 ára gömul kona var handtekin í Chicago í Bandaríkjunum og á nú von á ákæru fyrir að hafa reynt að ræna útibú Ameríkubankans. Að sögn vitna gekk hún upp að gjaldkeraborði og sýndi gjaldkeranum byssu og krafðist 30 þúsund dollara, eða rúmlega tveggja milljóna króna. Erlent 8.9.2006 08:39 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,25 prósentum. Almennt var búist við þessari ákvörðun en stýrivextir í landinu voru hækkaði um 25 punkta í júlí eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu. Viðskipti erlent 8.9.2006 09:28 Sprenging við mosku á Indlandi Tugir manna eru sagðir hafa slasast í sprengingu fyrir utan mosku í bæ í Maharashtra-ríki á Vestur-Indlandi í morgun. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum en fram kemur í fréttaskeyti Reuters að þúsundir manna hafi safnast saman við moskuna fyrir föstudagsbænir. Orsakir sprengingarinnar eu óþekktar. Erlent 8.9.2006 09:12 Undirbúa kæru á hendur lögreglunni í Vollsmose Ímaminn Abu Hassan í Vollsmose í Danmörku, þar sem níu voru handteknir fyrir skipulagningu hryðjuverka, segir lögregluna ekki hafa neinar sannanir í málinu og að allt sé þetta gert til að þóknast Bandaríkjunum. Hann ætlar að safna saman fjölskyldum hinna grunuðu í dag og undirbúa kæru á hendur lögreglunni fyrir framgöngu hennar við handtökuna. Erlent 8.9.2006 08:32 Geimskot Atlantis reynt í dag Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun reyna að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft klukkan tuttugu mínútur í fjögur í dag ef aðstæður leyfa. Vegna árekstra við dagskrá rússnesku geimferðastofnunarinnar reyndist ekki hægt að fresta skotinu til þess að skipta mætti um bilaða ljósavél sem hefur verið til vandræða. Erlent 8.9.2006 08:25 « ‹ 280 281 282 283 284 285 286 287 288 … 334 ›
Hafnarbanni aflétt í gær Ísraelsmenn staðfestu í gær að hafnarbanni hefði verið aflétt af Líbanon og að strandlengja landsins væri í umsjá Sameinuðu þjóðanna. Embættismaður Ísraelsmanna sagði að tafir hefðu orðið á afléttingu bannsins vegna þess að ekki hefði verið vitað hvaða þjóð það yrði sem tæki við gæsluhlutverkinu. Erlent 8.9.2006 22:36
Talaði um blóðheita latínóa Upptaka með ummælum ríkisstjóra Kaliforníu hefur vakið athygli í Bandaríkjunum. Á henni heyrist Arnold Schwarzenegger lýsa Kúbverjum og Púertó Ríkó-mönnum sem sérlega blóðheitu og herskáu fólki, vegna blöndu „svarts blóðs“, og „blóðs latínóa“, en latínóar eru menn af rómönsk-amerísku bergi brotnir og svarta blóðið vísar til blökkumanna. Erlent 8.9.2006 22:36
Gaza-svæðið minnir helst á fangelsi Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu valda þjáningu og angist íbúa þar, fremur en að skapa vilja til sátta og samninga. Alþjóðlegar refsiaðgerðir einangra Palestínumenn og eru að ganga af efnahag svæðisins dauðum, að mati Karen Abuzayd, eins yfirmanna neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Abuzayd óttast einnig að flestar stoðir samfélagsins séu við það að bresta og segir brýna þörf fyrir alþjóðlegt gæslulið til verndar Palestínumönnum. Erlent 8.9.2006 22:36
Helfararmyndir í dönsku blaði Nokkrar skopmyndanna af helför gyðinga, sem gerðar voru eftir að ráðamenn í Íran efndu til samkeppni um þær, hafa verið birtar í danska blaðinu Information. Myndirnar líkja bágbornum aðstæðum Palestínumanna við helförina og áttu að vera mótvægi við teikningarnar af Múhameð spámanni, en um fimmtíu manns létu lífið vegna fársins sem þær vöktu víða um heim. Erlent 8.9.2006 22:36
Tyrkir fái ekki aðild að ESB Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, sem gæti orðið forseti Frakklands innan skamms, kynnti í gær hugmyndir sínar um róttækar breytingar á Evrópusambandinu. Erlent 8.9.2006 22:36
Pyntingarklefar nálægt Bagdad Thomas Turner, næstráðandi hersveita Bandaríkjamanna í Írak, upplýsti í gær að nokkrir pyntingarklefar hefðu fundist norðaustur af Bagdad. Klefarnir eru um 3,6 fermetrar hver og í þeim fundust hlekkir, sem festir voru við veggina, barefli og annað sem bendir til pyntinga. Erlent 8.9.2006 22:36
Tengdist ekki al-Kaída Öldungadeild Bandaríkjanna birti í gær skýrslu frá leyniþjónustunni CIA þar sem staðfest er að ríkisstjórn Saddams Hussein hafði engin tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída, þvert ofan í það sem bandarísk stjórnvöld héldu fram þegar þau færðu rök fyrir nauðsyn þess að fara í stríð gegn Írak. Erlent 8.9.2006 22:36
Annar hver Svíi býst við sigri borgaralegra Helmingur sænskra kjósenda reiknar með sigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum sem fara fram um næstu helgi. Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, varði orðstír flokks síns í sjónvarpsyfirheyrslu í fyrrakvöld. Erlent 8.9.2006 22:36
Flug- og hafnbanni aflétt Ísraelar hafa aflétt bæði flug- og hafnbanni í Líbanon en það hefur verið í gildi frá því átök milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah hófust í suðurhluta landsins í júlí. Flugbanninu var aflétt í gær en Ísraelar vildu bíða með að aflétta hafnbanninu þar til floti á vegum friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna væri kominn á svæðið. Erlent 8.9.2006 22:45
Mannskæð árás í Kabúl Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Erlent 8.9.2006 22:40
Friðhelgi aflétt af Pinochet Hæstiréttur í Chile hefur aflétt friðhelgi af Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, þannig að hægt verður að ákæra hann fyrir morð, pyntingar og mannréttindabrot í einu alræmdasta fangelsi landsins á valdatíð hans. Um er að ræða Villa Grimaldi fangelsið þar sem margir máttu sæta pyntingum á árunum 1974 til 1977, þar á meðal Michelle Bachelet, núverandi forseti Chile. Erlent 8.9.2006 22:34
Engin tengsl við al Qaeda Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaed hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Erlent 8.9.2006 22:22
Talandi fíll Fílar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að tala en þar virðist hafa orðið breyting á ef marka má starfsfólk í skemmtigarði í Jongin í Suður-Kóreu. Kosis, sextán ára gamall fíll, er sagður geta gefið frá sér hljóð sem minni á orð í kóresku. Lífið 8.9.2006 21:14
Grunaðir um undirbúning hryðjuverka Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Erlent 8.9.2006 21:06
Útgöngubann eftir sprengingar Minnst þrjátíu týndu lífi og rúmlega eitt hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Erlent 8.9.2006 21:01
Engin gögn um tengsli milli Saddams og al Kaída Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl hafi verið á milli Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og al Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Erlent 8.9.2006 20:57
Útgöngubanni komið á eftir sprengingar Minnst tuttugu og fimm týndu lífi og rúmlega hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í Malegaon á vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir hafi verið að ræða. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta borginni sem er fjármálamiðstöð Indlands. Erlent 8.9.2006 15:03
Geimskoti Atlantis frestað aftur Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geimskoti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft um klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sú ástæða er gefin að vandræði hafi verið í eldsneytisnemum ferjunnar. Erlent 8.9.2006 15:06
Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hryðjuverkasamsæris Dómstóll í Danmörku hefur úrskurðað fimm menn í gæsluvarðhald í fjórar vikur en þeir voru handteknir í Vollsmose fyrr í vikunni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 8.9.2006 14:56
Biðst afsökunar á netþjófnaði Þjóðarflokksins Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins í Svíþjóð, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að nokkrir háttsettir flokksmenn hefðu brotist inn á lokaða vefsíðu Jafnaðarmannaflokksins í aðdraganda þingkosninganna eftir rúma viku. Erlent 8.9.2006 12:56
Staðfest að Ísraelar hafi aflétt hafnbanni Fulltrúar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon staðfestu í dag að Ísraelar hefðu aflétt hafnbanni sínu á landið í morgun. Flugbanni var aflétt í gær. Erlent 8.9.2006 12:52
Undirbýr kæru vegna handtöku meintra hryðjuverkamanna Íslamskur trúarleiðtogi í Danmörku segir dönsku lögregluna ekki hafa neinar sannanir gegn meintum hryðjuverkamönnum sem hún handtók í Vollsmose fyrr í vikunni. Hann undirbýr kæru á hendur lögreglunni. Erlent 8.9.2006 12:19
Engin breyting á olíuframleiðslu Sérfræðingar segja ekki líkur á að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, geri miklar breytingar á olíuframleiðslu sinni þrátt fyrir að hætta sé á að hátt olíuverð geti dregið úr hagvexti. OPEC fundar um málið í næstu viku. Viðskipti erlent 8.9.2006 11:17
Yfir 50 námamenn létust á Indlandi Enginn þeirra fimmtíu og fjögurra námamanna, sem sátu fastir í námu á Austur-Indlandi eftir sprengingu, sluppu lifandi úr prísund sinni. Erlent 8.9.2006 10:18
Óttast að tugir hafi látist í sprengingum á Indlandi Óttast er að minnst tuttugu og fimm hafi týnt lífi og fjölmargir særst í fjórum sprengingum á vestur hluta Indlands í morgun. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir sé að ræða. Erlent 8.9.2006 09:53
Tæplega áttræð kona handtekin fyrir tilraun til bankaráns 79 ára gömul kona var handtekin í Chicago í Bandaríkjunum og á nú von á ákæru fyrir að hafa reynt að ræna útibú Ameríkubankans. Að sögn vitna gekk hún upp að gjaldkeraborði og sýndi gjaldkeranum byssu og krafðist 30 þúsund dollara, eða rúmlega tveggja milljóna króna. Erlent 8.9.2006 08:39
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 0,25 prósentum. Almennt var búist við þessari ákvörðun en stýrivextir í landinu voru hækkaði um 25 punkta í júlí eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu. Viðskipti erlent 8.9.2006 09:28
Sprenging við mosku á Indlandi Tugir manna eru sagðir hafa slasast í sprengingu fyrir utan mosku í bæ í Maharashtra-ríki á Vestur-Indlandi í morgun. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum en fram kemur í fréttaskeyti Reuters að þúsundir manna hafi safnast saman við moskuna fyrir föstudagsbænir. Orsakir sprengingarinnar eu óþekktar. Erlent 8.9.2006 09:12
Undirbúa kæru á hendur lögreglunni í Vollsmose Ímaminn Abu Hassan í Vollsmose í Danmörku, þar sem níu voru handteknir fyrir skipulagningu hryðjuverka, segir lögregluna ekki hafa neinar sannanir í málinu og að allt sé þetta gert til að þóknast Bandaríkjunum. Hann ætlar að safna saman fjölskyldum hinna grunuðu í dag og undirbúa kæru á hendur lögreglunni fyrir framgöngu hennar við handtökuna. Erlent 8.9.2006 08:32
Geimskot Atlantis reynt í dag Bandaríska geimferðastofnunin NASA mun reyna að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft klukkan tuttugu mínútur í fjögur í dag ef aðstæður leyfa. Vegna árekstra við dagskrá rússnesku geimferðastofnunarinnar reyndist ekki hægt að fresta skotinu til þess að skipta mætti um bilaða ljósavél sem hefur verið til vandræða. Erlent 8.9.2006 08:25
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent