Erlent

Útgöngubanni komið á eftir sprengingar

MYND/AP

Minnst tuttugu og fimm týndu lífi og rúmlega hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í Malegaon á vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu.

Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir hafi verið að ræða. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta borginni sem er fjármálamiðstöð Indlands. Viðbótar lögreglulið hefur verið sent á vettvang. Manmohan Singh, forsætisráðherra, greindi frá því fyrr í vikunni að leyniþjónustur hefðu fengið vísbendingar um yfirvofandi hryðjuverkaárásir í landinu. Öryggisgæsla hefur verið mikil síðan hundrað áttatíu og sex manns fórust í sprengjuárásum á farþegalestir í Mumbai í júlí síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×