Menningarnótt

Fréttamynd

Flýta flug­elda­sýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningar­nótt

Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan er látin

Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán ára börn ó­sjálf­bjarga vegna drykkju á Menningar­nótt

Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­lægt augna­blik GDRN og Flóna

Mikil stemning var á Menningarnæturtónleikum Bylgjunnar sem fóru fram í Hljómskálagarðinum liðna helgi. Úrval tónlistarfólks steig á stokk og virtust gestir skemmta sér vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Mara­þon, ástin og seiðandi kroppar í sólinni

Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Mannlífið iðaði um helgina þar sem Menningarnótt var haldin hátíðlega með fjölbreyttri dagskrá. Sömuleiðis reimuðu fjölmargir á sig hlaupaskóna og tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þá var ástin og rómantíkin áberandi á samfélagsmiðlum. 

Lífið
Fréttamynd

Fékk að vita tímann á bráðamóttökunni

Dagur Lárusson sló metið sitt í maraþonhlaupi um heilar fimmtíu mínútur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en þurfti hins vegar að fagna því með næringu í æð á bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn

Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumar­dagurinn“

Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ.

Innlent
Fréttamynd

Halla býður á Bessa­staði í fyrsta sinn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur, laugardaginn 24. ágúst. Það verður í fyrsta sinn sem nýr forseti, Halla Tómasdóttir, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði síðan hún tók við embætti.

Lífið
Fréttamynd

Kynntu dag­skrá Menningar­nætur

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um fyrirkomulag Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:30 í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa

Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin.

Lífið
Fréttamynd

FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu

Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang.

Lífið
Fréttamynd

Glæsi­legt götu­partý Hildar Yeoman

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði Menningarnótt eins og svo margir síðastliðna helgi en eins og oft áður hélt hún glæsilegt götupartý fyrir utan verslun sína á Laugarveginum. Dansarar klæddust nýjustu línunni og dilluðu sér við iðandi tóna frá Rósu Birgittu sem kallar sig DJ De la Rosa.

Lífið
Fréttamynd

Mikið ung­linga­fyllerí á Menningar­nótt

Fimmtán ungmenni voru flutt á athvarf á vegum Reykjavíkurborgar þar sem foreldrar komu og náðu í börn sín. Í nokkrum tilvikum var áfengi hellt niður sem tekið var af ungmennum undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Nylon saman á ný

Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify.

Lífið
Fréttamynd

Gleðin í fyrir­rúmi á stappaðri Menningar­nótt

Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag og í kvöld vegna Menningarnætur sem haldin er í 26. skiptið í ár. Stútfull dagskrá er fram á kvöld sem lýkur eins og alltaf með flugeldasýningu á slaginu 23:00.

Lífið
Fréttamynd

Eld­gleypar á Menningar­nótt

Eldgleypar skemmtu vegfarendum við Ráðhús Reykjavíkur, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, í tilefni af Menningarnótt eins og sést á þessum myndum ljósmyndara Vísis. Einnig mátti sjá skuggalega hersingu Svarthöfða og félaga hans úr Stjörnustríði þramma Vonarstrætið.

Innlent