Lífið

FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
FM Belfast liðar á svölunum. Sveitin söng eigin slagara en líka slagara á borð við Paradís norðursins og Jump around.
FM Belfast liðar á svölunum. Sveitin söng eigin slagara en líka slagara á borð við Paradís norðursins og Jump around. Haraldur Þorleifsson

Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang.

Fjölmenni mætti í partýið þar sem veglega var veitt og gleðin var við völd. Einar Þorsteinsson borgarfulltrúi og verðandi borgarstjóri var í góðum gír með eiginkonu sinni Millu Magnúsdóttur. Sömu sögu má segja um Guðrúnu Sesselju Arnardóttur héraðsdómara og Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, forstjóra VÍS. Þá voru Auður Jónsdóttir rithöfundur og Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri í Menningarnæturstuði svo einhverjir gestir séu nefndir.

Haraldur birti myndband frá herlegheitunum á X.

FM Belfast sló upp balli á svölunum hjá hjónunum. Ekki var að sjá að Björn Kristjánsson, Borko, hefði hlaupið maraþon fyrr um daginn. Slíkur var gírinn á meðlimum sveitarinnar sem er í góðri æfingu. Björn hljóp til minningar um Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, en sveitin söng að sjálfsögðu Paradís norðursins á laugardaginn.

Tveimur dögum fyrr tróð sveitin upp í fimmtugsafmæli Andra Snæs Magnasonar og Margrétar Sjafnar Torp í Hlégarði í Mosfellsbæ. Svo mikil var stemmningin að einn veislugestur upplýsti að samkvæmt líkamsræktarappi sínu hefði hann brennt 860 kaloríum á 75 mínútum á dansgólfinu.

FM Belfast hefur boðað til tónleika í Gamla bíó föstudagsksvöldið 20. október.


Tengdar fréttir

Haraldur ætlar að rampa upp Evrópu næst

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, sem gjarnan er kenndur við Ueno, segist ætla að rampa upp Evrópu næst og verður fyrsti sam­starfs­aðilinn í því verk­efni Parísar­borg. Verður um að ræða sam­starfs­verk­efni Reykja­víkur­borgar og Parísar­borgar í fram­halds­verk­efni fyrri verk­efna hans þar sem mark­miðið hefur verið að bæta hjóla­stóla­að­gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×