„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 12:18 Menningarnótt fer fram í dag. Mynd úr safni. Vísir/Hulda Margrét Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. „Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“ Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“
Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira