Lífið

Halla býður á Bessa­staði í fyrsta sinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Björn og Halla taka á móti gestum á milli 14 og 17.
Björn og Halla taka á móti gestum á milli 14 og 17. Skjáskot/Instagram

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur, laugardaginn 24. ágúst. Það verður í fyrsta sinn sem nýr forseti, Halla Tómasdóttir, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði síðan hún tók við embætti.

Forsetahjónin taka á móti gestum milli klukkan 14:00 og 17:00 og býðst fólki að skoða staðinn.

Í tilkynningu frá embættinu segir að Bessastaðir eigi sér merka sögu. Auk Bessastaðastofu, sem byggð var á 18. öld, geti gestir geta skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins sem eru síðari tíma viðbyggingar.

Í húsinu megi sjá úrval myndlistar eftir íslenska listamenn og sýnishorn gjafa sem borist hafa forsetum lýðveldisins.

Fyrsti forsetabíllinn til sýnis

Þá verða til sýnis dæmi um mannvistarleifar sem fundist hafa við fornleifarannsóknir og veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð. Bessastaðakirkja verður lokuð vegna framkvæmda og fornleifauppgraftar. Eins verður fornleifakjallarinn lokaður.

Í hlaði Bessastaðastofu verður fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar, til sýnis en bifreiðin er árgerð 1942.

Starfsmenn embættis forseta og aðstoðarmenn veita upplýsingar um staðinn og verða gestum til aðstoðar.


Tengdar fréttir

Kynntu dagskrá Menningarnætur

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um fyrirkomulag Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:30 í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.

Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa

Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.