Lífið

Gleðin í fyrir­rúmi á stappaðri Menningar­nótt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dagur B. Eggertsson var í góðu skapi þegar hann tók á móti gestum í vöfflukaffi heima fyrir í dag.
Dagur B. Eggertsson var í góðu skapi þegar hann tók á móti gestum í vöfflukaffi heima fyrir í dag. Vísir/Steingrímur Dúi

Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag og í kvöld vegna Menningarnætur sem haldin er í 26. skiptið í ár. Stútfull dagskrá er fram á kvöld sem lýkur eins og alltaf með flugeldasýningu á slaginu 23:00.

Fréttastofa hefur fylgst með stemningunni í miðborginni í dag. Eins og myndbandið hér að neðan ber með sér var nóg um að vera í dag og skemmtu gestir sér konunglega.

Meðal annars má sjá stórkostlega takta lúðrasveita sem tóku þátt í Monthlemminum við Hörpu, Dóru og Döðlurnar spila fyrir mannskarann í Þingholtunum, trylltan dans á Ingólfstorgi og borgarstjóra baka vöfflur handa gestum og gangandi í heimahúsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.