Erlendar

Fréttamynd

Dario Franchitti slapp ómeiddur eftir að bíll hans hófst á loft

Ökuþórinn Dario Franchitti slapp ótrúlega vel þegar bíll hans bókstaflega tókst á loft í kappaksturskeppni í Michigan um helgina. Franchitti leiðir Indycar keppnina í Bandaríkjunum en íþróttin nýtur mikilla vinsælda. Franchitti var á 350 kílómetra hraða þegar hann lenti í óhappinu. Það er kraftaverki líkast að Franchitti steig úr bílnum nánast án meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Astana rekur Vinokourov

Kasakski hjólreiðakappinn, Alexander Vinokourov, hefur verið rekinn endanlega úr Astana hjólreiðaliðinu. Vinokourov var fyrirliði liðsins á Tour de France, en var vísað úr keppni eftir að ólögleg lyf fundist í blóði hans þann 21. júlí síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

Evrópsk dagblöð vilja stöðva Tour de France

Dagblöð víðs vegar um Evrópu vilja flauta Tour de France keppninna af vegna mikils hneykslis sem við kemur lyfjanotkun hjólreiðkappa. Þrír keppendur hafa verið dæmdir úr leik vegna þessa, tveir féllu á lyfjaprófi og einn mætti ekki í lyfjapróf. Michael Rasmussen, Cristian Moreni og Alexandre Vinokourov hafa verið dæmdir úr leik.

Sport
Fréttamynd

Rasmussen niðurbrotinn vegna brottvísunar úr Tour de France

Danski hjólreiðakappinn Michael Rasmussen segist vera niðurbrotinn eftir að honum var vísað úr Tour de France fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Rasmussen var fremstur í keppninni þegar honum var vísað úr keppni. Mikið hneyksli hefur verið vegna lyfjamála keppenda og er Rasmussen þriðji keppandinn sem dæmdur hefur verið úr leik.

Sport
Fréttamynd

Annar hjólreiðakappi fellur á lyfjaprófi í Frakklandi

Skipuleggjendur Tour de France hafa staðfest að ítalski hjólreiðamaðurinn Cristian Moreni hafi fallið á lyfjaprófi sem framkvæmt var síðastliðinn fimmtudag. Testersteron sterar fundist í blóði Moreni, sem er 34 ára gamall. Moreni er annar hjólreiðamaðurinn til að vera dæmdur úr leik í ár, en Alexander Vinokourov var dæmdur úr leik í gær eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Sport
Fréttamynd

Alexander Vinokourov féll á lyfjaprófi

Hjólreiðakappinn Alexander Vinokourov frá Kasakstan féll á lyfjaprófi eftir að hafa sigrað dagleið laugardagsins á Tour de France. Astana, lið Vinokourov, hefur dregið sig úr keppni í kjölfarið. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir en liðið staðfesti við AFP fréttastofuna að Vinokourov hafi fallið á lyfjaprófinu.

Sport
Fréttamynd

Langhlaupari fékk spjót í síðuna

Betur fór en á horfðist þegar langhlaupari varð fyrir spjóti á Gullmótinu í Róm. Finnski spjótkastarinn Tero Pitkamaki skrikaði fótur þegar hann kastaði spjóti sínu sem fór óeðlilega langt til vinstri og lenti á æfingasvæði fyrir langstökkvara. Þar varð franski stökkvarinn Salim Sdiri fyrir spjótinu með þeim afleiðingum að þriggja sentímetra skurður myndaðist á hægri síðu hans.

Sport
Fréttamynd

Fimm í röð hjá Federer

Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss stimplaði nafn sitt enn frekar í sögubækurnar í dag þegar hann vann sinn fimmta sigur í röð á Wimbledon mótinu eftir æsilegan og dramatískan úrslitaleik gegn Rafael Nadal. Federer jafnaði þar með árangur Björns Borg frá áttunda áratugnum.

Sport
Fréttamynd

Federer vinnur fyrsta settið gegn Nadal

Úrslitaleikurinn í karlaflokki á Wimbledon mótinu er nú í fullum gangi og er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Roger Federer vann fyrsta settið gegn Rafael Nadal 7-6 eftir æsilega og spennuþrungna lotu þar sem Svisslendingurinn vann 9-7 í upphækkuninni.

Sport
Fréttamynd

Venus Williams sigraði á Wimbledon

Bandaríska tenniskonan Venus Williams sigraði í dag á sínu fjórða Wimbledon-móti þegar hún lagði hina frönsku Marion Bartoli 6-4 og 6-1 í úrslitaleik. Williams vann mótið árin 2000, 2001 og 2005 og var sigur hennar í dag aldrei í hættu þó hún ætti við smá meiðsli að stríða á læri. Einvígið var sýnt beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Federer og Nadal mætast í úrslitum á Wimbledon

Það verða tveir bestu tennisleikarar heims sem leika til úrslita á Wimbledon mótinu í tennis. Roger Federer sigraði 12. mann heimslistans Richard Gasquet 7-5, 6-3 og 6-4 nokkuð sannfærandi og Rafael Nadal komst í úrslitin annað árið í röð eftir sigur á Novak Djokovic, sem hætti vegna meiðsla. Federer getur komist í úrvalshóp með sigri í úrslitum þar sem hann stefnir á fimmta sigurinn í röð á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Baráttusigur hjá Nadal

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í 8-manna úrslitum á Wimbledon mótinu í tennis þegar hann sigraði Mikhail Youzhny mjög naumlega 4-6 3-6 6-1 6-2 og 6-2 eftir að hafa lent tveimur settum undir. Nadal leit út fyrir að vera úrvinda eftir margfrestaða leiki sína á mótinu en krækti í gríðarlega góðan sigur og mætir Tomas Berdych í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Venus í undanúrslitin

Venus Williams virðist vera að finna sitt gamla form á tennisvellinum og í morgun tryggði hún sér sæti í undanúrslitaleik Wimbledon mótsins með 6-3 og 6-4 sigri á Svetlönu Kuznetsovu. Williams hefur þrisvar unnið sigur á mótinu en hefur ekki tekið þátt í nema sjö mótum á árinu og er í 43. sæti heimslistans.

Sport
Fréttamynd

Henin í undanúrslit

Justin Henine, stigahæsta tenniskona heims, tryggði sér í dag sæti í undanúrslitaleik Wimbledon mótsins þegar hún bar sigurorð af Serenu Williams frá Bandaríkjunum 6-4 3-6 og 6-3. Williams átti við meiðsli að stríða en barðist af miklum krafti. Henin mætir Marion Bartoli í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Venus lagði Sharapovu

Bandaríska tenniskonan Venus Williams tryggði sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum á Wimbledon mótinu þegar hún vann baráttusigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi 6-1 og 6-3 eftir að leiknum hafði verið frestað vegna rigningar. Williams er þrefaldur sigurvegari á mótinu en Sharapova hefur unnið það einu sinni.

Sport
Fréttamynd

Ivanovic bráðnaði þegar hún sá Jack Bauer

Serbneska tenniskonan Ana Ivanovic hefur þegar tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitunum á Wimbledon-mótinu þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul. Henni varð mikið um þegar hún sá þá Kiefer Sutherland og David Beckham fylgjast með sér leggja Nadiu Petrovu.

Sport
Fréttamynd

Nadal fúll þrátt fyrir sigur

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann mjög nauman sigur á Robin Soderling á Wimbledon-mótinu í dag eftir að leik þeirra hafði verið frestað ótt og títt vegna veðurs. Nadal gagnrýndi mótshaldara fyrir lélegt skipulag í kring um rigningarnar og furðaði sig á því af hverju leikurinn var ekki kláraður fyrr.

Sport
Fréttamynd

Meistarinn úr leik

Sigurgöngu Amelie Mauresmo á Wimbledon-mótinu lauk í dag þegar hún tapaði 7-6 (8-4), 4-6 og 6-1 fyrir hinni tékknesku Nicole Vaidisovu í fjórðu umferðinni. Leiknum var frestað fjórum sinnum vegna rigninga en hinn 18 ára Vaidisova vann að lokum sannfærandi sigur í síðasta settinu og tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitunum á mótinu. Þetta var þriðji sigur Vaidisovu á Mauresmo í röð.

Sport
Fréttamynd

Rigningin bjargar Serenu - í bili

Allt leit út fyrir að tenniskonan Serena Williams væri að detta úr keppni á Wimbledon mótinu í dag, þegar hún meiddi sig illa á kálfa þegar hún var að keppa við hina úkraínsku Danielu Hantuchovu

Sport
Fréttamynd

Þjófnaður úr búningsherbergjum skekur tennisheiminn

Þjófar sem stunda það að laumast inn í búningsherbergi tennisspilara herja nú á Wimbledon mótið. Sá fyrsti sem var rændur á Wimbledon mótinu var Albert Costa, sem eitt sinn sigraði Franska opna meistaramótið. Tösku sem innihélt óuppgefna upphæð af evrum og dollurum var rænt af Costa.

Sport
Fréttamynd

Rigning hefur áhrif í Wimbledon

Keppni var frestað í dag á Wimbledon mótinu í tennis vegna mikillar rigningar. Aðeins náðist að leika tennis í 75 mínútur áður en keppnin var flautuð af.

Sport
Fréttamynd

Sharapova í þriðju umferð

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova vann sannfærandi sigur á frönsku stúlkunni Severine Bremond í annari umferð Wimbledon mótsins í dag 6-0 og 6-3. Sigur Sharapovu var aldrei í hættu í leiknum og fengu þær að sjá sjaldgæft sólskin á mótinu eftir að rigningar höfðu sett strik í reikninginn til þessa. Sharrapova mætir Ai Sugiyama í þriðju umferð, en þær mættust einnig árið 2004 þegar Sharapova vann sigur á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Forráðamenn Wimbledon sjá rautt

Wimbledon mótið í tennis er frekar íhaldsöm keppni og það sannaðist í dag þegar franska stúlkan Tatiana Golovin þurfti miklar málalengingar við dómara til að fá að klæðast rauðum nærfötum á mótinu. Keppendur eru beðnir að klæðast aðeins hvítu á mótinu og fór það fyrir brjóstið á mótshöldurum að sjá Tatiönu flagga rauðum nærbuxum undir annars hvítum klæðnaði sínum.

Sport
Fréttamynd

Federer í þriðju umferð

Tenniskappinn Roger Federer var ekki nema 11 mínútur að tryggja sér sæti í þriðju umferð Wimbledon mótsins í tennis í dag þegar hann spilaði afganginn af leik sínum við Argentínumanninn Martin del Potro. Leiknum var frestað í gær vegna rigningar en Federer vann sinn 50. leik á grasi með 6-2, 7-5 og 6-1 sigri.

Sport
Fréttamynd

Sharapova vann í svanskjólnum

Maria Sharapova þurfti á öllu sínu að halda þegar hún lagði Chan Yung-Jan frá Tævan 6-1 og 7-5 í fyrstu umferð Wimbledon mótsins í tennis í kvöld. Sharapova klæddist hvítum kjól og þótti minna á svan þegar hún hentist um völlinn.

Sport
Fréttamynd

Nadal í aðra umferð

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal komst í dag í aðra umferð Wimbledon mótsins þegar hann vann sigur á Bandaríkjamanninum Mardy Fish 6-3, 7-6 (7-4) og 6-3. Sigurinn var ekki auðveldur hjá Spánverjanum, en hann sagðist mjög ánægður með frammistöðu sína á grasinu og sýndi að hann er ekki bara góður á leirnum.

Sport
Fréttamynd

Mauresmo hefur titilvörnina með stæl

Ameli Mauresmo var í miklu stuði í dag þegar hún vann öruggan sigur á Jamea Jackson í fyrstu umferðinni á Wimbledon mótinu í dag 6-1 og 6-3. Mauresmo vann leikinn á rétt rúmri klukkustund og vann nokkuð átakalítinn sigur gegn Jackson sem er í 158. sæti á heimslistanum.

Sport
Fréttamynd

Mayweather sagður tilbúinn að mæta Hatton

Talsmaður hins ósigraða Floyd Mayweather segir að Ricky Hatton sé ofmetnasti boxari í heiminum á síðasta áratug og segir að Mayweather sé tilbúinn að taka hanskana niður af hillunni bara til að kenna Hatton lexíu í hringnum. Hatton skoraði á Mayweather að snúa aftur og mæta sér eftir að hann sigraði Jose Luis Castillo með glæsibrag um helgina.

Sport
Fréttamynd

Heitustu tenniskonur heims

Wimbledon mótið í tennis stendur nú sem hæst og í tilefni af því er ekki úr vegi að skoða myndir af nokkrum af heitustu spilurunum í kvennaflokki í gegn um árin. Þær hafa náð mislangt á tennisvellinum en vekja athygli ljósmyndara hvar sem þær koma. Smelltu á myndirnar í albúminu hér fyrir neðan til að sjá þessa huggulegu spilara í essinu sínu.

Sport
Fréttamynd

Auðvelt hjá Federer

Svisslendingurinn Roger Federer hóf titilvörn sína með tilþrifum á Wimbledon mótinu í tennis í dag þegar hann sgiraði Teimuraz Gabashvili á regnblautum velli í fyrstu umferð mótsins. Federer vann 6-3, 6-2 og 6-4 í sínum fyrsta grasleik á tímabilinu og stefnir á að verða fyrsti maðurinn síðan Björn Borg til að vinna mótið fimm ár í röð.

Sport