Sport

Sharapova vann í svanskjólnum

Sharapova óttast árásir hauksins á Wimbledon
Sharapova óttast árásir hauksins á Wimbledon NordicPhotos/GettyImages

Maria Sharapova þurfti á öllu sínu að halda þegar hún lagði Chan Yung-Jan frá Tævan 6-1 og 7-5 í fyrstu umferð Wimbledon mótsins í tennis í kvöld. Sharapova klæddist hvítum kjól og þótti minna á svan þegar hún hentist um völlinn.

Einhver benti Sharapovu á það eftir leikinn hvort hún óttaðist ekki að haukurinn sem notaður er til að hræða burt dúfur áður en keppni hefst réðist á hana í kjólnum góða. "Er haukurinn vanur að bíta svani?" sagði Sharapova létt í bragði. "Ég verði kannski að skipta um föt."

Þrefaldur fyrrum Wimbledon meistari Venus Williams frá Bandaríkjunum lenti í miklum hremmingum í leik sínum gegn hinni 19 ára gömlu Öllu Kudryavtsevu en vann nauman sigur 2-6, 6-3 og 7-5 og lenti m.a. undir 3-1 í lokasettinu. Williams vann sigur á Wimbledon árin 2000, 2001 og 2005. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×