Pólstjörnumálið Smyglskútumálið til rannsóknar í Danmörku Lögreglumenn á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú staddir í Danmörku og vinna þar að rannsókn á eiturlyfjasmyglinu sem upp kom á Fáskrúðsfirði 21. september síðastliðinn. Lögreglumenn hafa þegar farið til Færeyja og Noregs við rannsókn málsins en það teygir anga sína einnig til Hollands og Þýskalands Innlent 11.10.2007 22:48 Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi Tuttugu og sex sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi, þar af nítján í einangrun. Fjöldinn hefur ekki mikil áhrif á biðlista í afplánun, segir fangelsismálastjóri. Innlent 9.10.2007 22:43 Fyrsta skýrslutakan á morgun Á morgun fer fram fyrsta skýrslutaka lögreglu yfir Bjarna Hrafnkelssyni, sem setið hefur í eingangrun síðan 20. september þegar hann var handtekinn vegna gruns um að standa að stærsta fíkniefnasmygli Íslandssögunnar. Innlent 1.10.2007 22:22 Í gæsluvarðhaldi til 18. október vegna smyglskútumáls Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað karl á þrítugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október vegna rannsóknar á aðild hans að fíkniefnamálinu á Fáskrúðsfirði. Innlent 27.9.2007 17:13 Krefjast framlengingar á gæsluvarðhaldi Lögreglan hefur krafist framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir manni, sem handtekinn var á bryggjunni á Fáskrúðsfirði þegar skúta með fíkniefnum kom þangað í síðustu viku. Hann var úrskurðaður í skemmri gæslu en aðrir, sem tengdust málinu. Innlent 27.9.2007 07:12 Verði áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir pilti um tvítugt, sem handtekinn var á bílaleigubíl á Fáskrúðsfirði á fimmtudaginn í síðustu viku, rennur út í dag en lögreglan hyggst óska eftir því að hann verði áfram í haldi. Það staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, við Fréttablaðið í gær. Innlent 26.9.2007 21:28 Kortleggja ferðir skútunnar Bjarni Hrafnkelsson sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skútusmyglsins er talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis. Lögreglumenn sem nú eru staddir í Færeyjum í tenglsum við málið munu síðar halda til Danmerkur og þaðan þræða þá leið sem skútan fór áður en hún hélt til Íslands. Innlent 26.9.2007 18:40 Enn ekki yfirheyrt meintan höfuðpaur Lögreglan hefur enn ekki hafið yfirheyrslur á Bjarna Hrafnkelssyni, sem grunaður er um að vera annar af höfuðpaurunum í Fáskrúðsfjarðarmálinu. Innlent 26.9.2007 13:38 Skýrslutökur yfir einum sakborninga ekki hafnar Lögreglan er ekki farin að yfirheyra Guðbjarna Traustason, annan þeirra sem handteknir voru um borð í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann neitaði með öllu að tjá sig að lögmanni sínum fjarstöddum. Innlent 25.9.2007 21:35 Bjarni og Einar Jökull áfram í haldi Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms þess efnis að Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Þeir eru grunaðir um að skipuleggja smygl á 60 kílóum af amfetamíni. Innlent 24.9.2007 22:03 Sýndi norsku lögreglunni Lucky Day Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi í tengslum við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði segist ekki hafa komið nálægt smygluna. Hann sýndi norksum lögreglumönnum skútuna Lucky Day sem liggur við festar í Stafangri. Innlent 24.9.2007 18:26 Reyndu að flýja Fáskrúðsfjörð Samkvæmt heimildum Vísis reyndu þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna Fáskrúðsfjarðarmálsins, að flýja Fáskrúðsfjörð þegar þeir urðu varir við að þeim var veitt eftirför. Innlent 24.9.2007 14:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands staðfesti í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Bjarna Hrafnkelssyni og Einari Jökli Einarssyni. Þeir voru báðir handteknir í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur til 18. október. Alls voru fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald en aðeins Bjarni og Einar Jökull áfrýjuðu úrskurðinum til Hæstaréttar. Innlent 24.9.2007 13:23 Þungt að vita af bróður mínum í varðhaldi Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi í síðustu viku í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið, segir í samtali við Vísi að erfitt sé að vita af bróður sínum á Íslandi í gæsluvarðhaldi Innlent 24.9.2007 10:14 Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök Bjarni Hrafnkelsson er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun Pólstjörnusmyglsins. Hann neitar sök. Rannsóknin beinist að því að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni, og hverjir gerðu það. Innlent 23.9.2007 23:00 Smyglskútan sigldi langa leið Smyglskútan sem kom til Fáskrúðsfjarðar á fimmtudag var tekin á leigu í Bergen og þaðan siglt til ýmissa landa áður en henni var siglt hingað til lands. Íslendingnum, sem var í haldi norsku lögreglunnar, hefur verið sleppt. Innlent 23.9.2007 18:15 Skotið á skútusmyglara í fyrra Skotárás fyrir tveimur árum á tvo af mönnunum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, gefur innsýn í veruleika íslenska fíkniefnaheimsins en sjónarvottar lýsa árásinni sem framhjá-aksturs-skothríð. Innlent 23.9.2007 18:16 Yfirheyrslur yfir amfetamínsmyglurum halda áfram Rannsókninni á smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði á fimmtudag miðar vel en yfirheyrslur yfir sakborningunum halda áfram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Í Noregi var einn aðili handtekinn vegna málsins en sá er laus úr haldi. Í Færeyjum voru tveir handtekni. Innlent 23.9.2007 15:33 Skútan rannsökuð á Keflavíkurflugvelli Fíkniefnaskútan úr Pólstjörnumálinu er til rannsóknar í flugskýli á Keflavíkurflugvelli, en ekkert nýtt hefur enn komið fram. Skýrslutökur eru stutt á veg komnar og ekki hefur verið rætt um framsal þeirra sem handteknir voru erlendis. Innlent 22.9.2007 22:00 Amfetamínið myndi duga í löglega neyslu hér í hálfa öld Í smyglskútunni sem notuð var til að flytja fíkniefnin til Íslands voru 46 kíló af nærri hreinu amfetamíni að talið er. Amfetamín er skráð lyf en dregið hefur stórlega úr notkun þess og skyldra lyfja meðal annars vegna hættu á fíkn. Þol myndast hratt gegn amfetamíni og því kallar neysla þess á stærri skammta með tímanum. Langt leiddir amfetamínfíklar sprauta efninu jafnvel í æð. Innlent 22.9.2007 18:43 Rannsóknin teygir anga sína til Tékklands Fáskrúðsfjarðarmálið teygir anga sína alla leið til Tékklands þar sem einn hinna grunuðu var eftirlýstur. Þá rannsakar lögreglan nú meðal annars hvort skútan hafi verið notið til fíkniefnaflutnings fyrir tveimur árum þegar hún kom til Fáskrúðsfjarðarhafnar. Innlent 22.9.2007 18:28 Rannsakað hvort skúta hafi áður verið notuð til smygls Lögreglan rannsakar nú hvort skútan Lucky Day sem kom til Fáskrúðsfjarðarhafnar fyrir tveimur árum hafi verið notuð til fíkniefnainnflutnings. Innlent 22.9.2007 12:22 Þrír menn skipulögðu smyglið Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögreglan þátt þriggja manna, Bjarna Hrafnkelssonar og bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssona, vera viðamestan í smyglmálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði. Hinum handteknu í Danmörku sleppt í gær. Innlent 21.9.2007 22:45 Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður Skúta á vegum bræðranna sem eru í gæsluvarðhaldi í Pólstjörnumálinu kom til Fáskrúðsfjarðar haustið 2005. Áður en lögregla fór með fíkniefnahund um borð hafði áhöfnin yfirgefið þorpið, með dýnur og annan búnað úr skútunni. Innlent 21.9.2007 22:45 Lucky Day í Fáskrúðsfjarðarhöfn Vísir hefur undir höndunum myndir sem sýna skútuna Lucky Day þegar hún lá í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lucky Day er skútan sem Einar Jökull Einarsson, sem nú er í gæsluvarðhaldi vegna smyglskútumálsins, sigldi hingað til lands ásamt öðrum manni fyrir tveimur árum. Þegar hann kom að landi fékk hann að hringja úr heimahúsi í bænum og hvarf svo. Allt lauslegt var tekið úr skútunni og henni ekki sinnt í eitt og hálft ár. Bróðir Einars Jökuls, Logi Freyr Einarsson sem nú er í haldi lögreglu í Noregi, borgaði hafnargjöldin af Lucky Day. Innlent 21.9.2007 22:02 Húsleit gerð í grennd við Laugardal Hópur sérsveitarmanna og óeinkennisklæddra lögreglumanna réðst í kvöld inn í hús í grennd við Laugardal. Ekki er vitað hvort aðgerðin tengist Stóra smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði en lögreglan verst allra frétta af málinu. Einn til tveir menn voru handteknir í aðgerðinni. Samkvæmt heimildum Vísis var lögreglan búin að fylgjast með húsinu í allan dag og lét svo til skarar skríða um kvöldmatarleitið. Innlent 21.9.2007 20:54 Skútan hafði ekki viðdvöl í Danmörku Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Innlent 21.9.2007 20:49 Sigling smyglaranna hrein heimska Einn reyndasti skútuskipstjóri landsins segir för smyglaranna yfir hafið hreina heimsku á þessum árstíma. Hann segir eftirlit með bátaumferð betra hér á landi en alls staðar þar sem hann þekkir til í Evrópu Innlent 21.9.2007 17:03 Höfuðpaurarnir taldir vera tveir Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára gamall Hafnfirðingur, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Innlent 21.9.2007 16:35 Íslensku pari sleppt í Kaupmannahöfn Íslendingunum tveimur sem handteknir voru í Kaupmannahöfn í tengslum við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði hefur verið sleppt úr haldi. Fréttamaður Stöðvar 2 í Danmörku, Sighvatur Jónsson, segir að mál þeirra sé höndlað sem staðbundið fíkniefnamál í Kaupmannahöfn og tengist ekki smyglmálinu. Heimildir Vísis herma að um sé að ræða karl og konu á þrítugsaldri. Innlent 21.9.2007 16:24 « ‹ 1 2 3 4 5 ›
Smyglskútumálið til rannsóknar í Danmörku Lögreglumenn á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nú staddir í Danmörku og vinna þar að rannsókn á eiturlyfjasmyglinu sem upp kom á Fáskrúðsfirði 21. september síðastliðinn. Lögreglumenn hafa þegar farið til Færeyja og Noregs við rannsókn málsins en það teygir anga sína einnig til Hollands og Þýskalands Innlent 11.10.2007 22:48
Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi Tuttugu og sex sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi, þar af nítján í einangrun. Fjöldinn hefur ekki mikil áhrif á biðlista í afplánun, segir fangelsismálastjóri. Innlent 9.10.2007 22:43
Fyrsta skýrslutakan á morgun Á morgun fer fram fyrsta skýrslutaka lögreglu yfir Bjarna Hrafnkelssyni, sem setið hefur í eingangrun síðan 20. september þegar hann var handtekinn vegna gruns um að standa að stærsta fíkniefnasmygli Íslandssögunnar. Innlent 1.10.2007 22:22
Í gæsluvarðhaldi til 18. október vegna smyglskútumáls Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað karl á þrítugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október vegna rannsóknar á aðild hans að fíkniefnamálinu á Fáskrúðsfirði. Innlent 27.9.2007 17:13
Krefjast framlengingar á gæsluvarðhaldi Lögreglan hefur krafist framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir manni, sem handtekinn var á bryggjunni á Fáskrúðsfirði þegar skúta með fíkniefnum kom þangað í síðustu viku. Hann var úrskurðaður í skemmri gæslu en aðrir, sem tengdust málinu. Innlent 27.9.2007 07:12
Verði áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir pilti um tvítugt, sem handtekinn var á bílaleigubíl á Fáskrúðsfirði á fimmtudaginn í síðustu viku, rennur út í dag en lögreglan hyggst óska eftir því að hann verði áfram í haldi. Það staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, við Fréttablaðið í gær. Innlent 26.9.2007 21:28
Kortleggja ferðir skútunnar Bjarni Hrafnkelsson sem situr í gæsluvarðhaldi vegna skútusmyglsins er talinn hafa fjármagnað og pakkað inn fíkniefnunum erlendis. Lögreglumenn sem nú eru staddir í Færeyjum í tenglsum við málið munu síðar halda til Danmerkur og þaðan þræða þá leið sem skútan fór áður en hún hélt til Íslands. Innlent 26.9.2007 18:40
Enn ekki yfirheyrt meintan höfuðpaur Lögreglan hefur enn ekki hafið yfirheyrslur á Bjarna Hrafnkelssyni, sem grunaður er um að vera annar af höfuðpaurunum í Fáskrúðsfjarðarmálinu. Innlent 26.9.2007 13:38
Skýrslutökur yfir einum sakborninga ekki hafnar Lögreglan er ekki farin að yfirheyra Guðbjarna Traustason, annan þeirra sem handteknir voru um borð í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann neitaði með öllu að tjá sig að lögmanni sínum fjarstöddum. Innlent 25.9.2007 21:35
Bjarni og Einar Jökull áfram í haldi Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms þess efnis að Bjarni Hrafnkelsson og Einar Jökull Einarsson skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Þeir eru grunaðir um að skipuleggja smygl á 60 kílóum af amfetamíni. Innlent 24.9.2007 22:03
Sýndi norsku lögreglunni Lucky Day Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi í tengslum við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði segist ekki hafa komið nálægt smygluna. Hann sýndi norksum lögreglumönnum skútuna Lucky Day sem liggur við festar í Stafangri. Innlent 24.9.2007 18:26
Reyndu að flýja Fáskrúðsfjörð Samkvæmt heimildum Vísis reyndu þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna Fáskrúðsfjarðarmálsins, að flýja Fáskrúðsfjörð þegar þeir urðu varir við að þeim var veitt eftirför. Innlent 24.9.2007 14:07
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands staðfesti í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Bjarna Hrafnkelssyni og Einari Jökli Einarssyni. Þeir voru báðir handteknir í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið í síðustu viku og úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur til 18. október. Alls voru fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald en aðeins Bjarni og Einar Jökull áfrýjuðu úrskurðinum til Hæstaréttar. Innlent 24.9.2007 13:23
Þungt að vita af bróður mínum í varðhaldi Logi Freyr Einarsson, sem handtekinn var í Noregi í síðustu viku í tengslum við Fáskrúðsfjarðarmálið, segir í samtali við Vísi að erfitt sé að vita af bróður sínum á Íslandi í gæsluvarðhaldi Innlent 24.9.2007 10:14
Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök Bjarni Hrafnkelsson er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun Pólstjörnusmyglsins. Hann neitar sök. Rannsóknin beinist að því að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni, og hverjir gerðu það. Innlent 23.9.2007 23:00
Smyglskútan sigldi langa leið Smyglskútan sem kom til Fáskrúðsfjarðar á fimmtudag var tekin á leigu í Bergen og þaðan siglt til ýmissa landa áður en henni var siglt hingað til lands. Íslendingnum, sem var í haldi norsku lögreglunnar, hefur verið sleppt. Innlent 23.9.2007 18:15
Skotið á skútusmyglara í fyrra Skotárás fyrir tveimur árum á tvo af mönnunum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, gefur innsýn í veruleika íslenska fíkniefnaheimsins en sjónarvottar lýsa árásinni sem framhjá-aksturs-skothríð. Innlent 23.9.2007 18:16
Yfirheyrslur yfir amfetamínsmyglurum halda áfram Rannsókninni á smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði á fimmtudag miðar vel en yfirheyrslur yfir sakborningunum halda áfram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Í Noregi var einn aðili handtekinn vegna málsins en sá er laus úr haldi. Í Færeyjum voru tveir handtekni. Innlent 23.9.2007 15:33
Skútan rannsökuð á Keflavíkurflugvelli Fíkniefnaskútan úr Pólstjörnumálinu er til rannsóknar í flugskýli á Keflavíkurflugvelli, en ekkert nýtt hefur enn komið fram. Skýrslutökur eru stutt á veg komnar og ekki hefur verið rætt um framsal þeirra sem handteknir voru erlendis. Innlent 22.9.2007 22:00
Amfetamínið myndi duga í löglega neyslu hér í hálfa öld Í smyglskútunni sem notuð var til að flytja fíkniefnin til Íslands voru 46 kíló af nærri hreinu amfetamíni að talið er. Amfetamín er skráð lyf en dregið hefur stórlega úr notkun þess og skyldra lyfja meðal annars vegna hættu á fíkn. Þol myndast hratt gegn amfetamíni og því kallar neysla þess á stærri skammta með tímanum. Langt leiddir amfetamínfíklar sprauta efninu jafnvel í æð. Innlent 22.9.2007 18:43
Rannsóknin teygir anga sína til Tékklands Fáskrúðsfjarðarmálið teygir anga sína alla leið til Tékklands þar sem einn hinna grunuðu var eftirlýstur. Þá rannsakar lögreglan nú meðal annars hvort skútan hafi verið notið til fíkniefnaflutnings fyrir tveimur árum þegar hún kom til Fáskrúðsfjarðarhafnar. Innlent 22.9.2007 18:28
Rannsakað hvort skúta hafi áður verið notuð til smygls Lögreglan rannsakar nú hvort skútan Lucky Day sem kom til Fáskrúðsfjarðarhafnar fyrir tveimur árum hafi verið notuð til fíkniefnainnflutnings. Innlent 22.9.2007 12:22
Þrír menn skipulögðu smyglið Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögreglan þátt þriggja manna, Bjarna Hrafnkelssonar og bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssona, vera viðamestan í smyglmálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði. Hinum handteknu í Danmörku sleppt í gær. Innlent 21.9.2007 22:45
Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður Skúta á vegum bræðranna sem eru í gæsluvarðhaldi í Pólstjörnumálinu kom til Fáskrúðsfjarðar haustið 2005. Áður en lögregla fór með fíkniefnahund um borð hafði áhöfnin yfirgefið þorpið, með dýnur og annan búnað úr skútunni. Innlent 21.9.2007 22:45
Lucky Day í Fáskrúðsfjarðarhöfn Vísir hefur undir höndunum myndir sem sýna skútuna Lucky Day þegar hún lá í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lucky Day er skútan sem Einar Jökull Einarsson, sem nú er í gæsluvarðhaldi vegna smyglskútumálsins, sigldi hingað til lands ásamt öðrum manni fyrir tveimur árum. Þegar hann kom að landi fékk hann að hringja úr heimahúsi í bænum og hvarf svo. Allt lauslegt var tekið úr skútunni og henni ekki sinnt í eitt og hálft ár. Bróðir Einars Jökuls, Logi Freyr Einarsson sem nú er í haldi lögreglu í Noregi, borgaði hafnargjöldin af Lucky Day. Innlent 21.9.2007 22:02
Húsleit gerð í grennd við Laugardal Hópur sérsveitarmanna og óeinkennisklæddra lögreglumanna réðst í kvöld inn í hús í grennd við Laugardal. Ekki er vitað hvort aðgerðin tengist Stóra smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði en lögreglan verst allra frétta af málinu. Einn til tveir menn voru handteknir í aðgerðinni. Samkvæmt heimildum Vísis var lögreglan búin að fylgjast með húsinu í allan dag og lét svo til skarar skríða um kvöldmatarleitið. Innlent 21.9.2007 20:54
Skútan hafði ekki viðdvöl í Danmörku Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Innlent 21.9.2007 20:49
Sigling smyglaranna hrein heimska Einn reyndasti skútuskipstjóri landsins segir för smyglaranna yfir hafið hreina heimsku á þessum árstíma. Hann segir eftirlit með bátaumferð betra hér á landi en alls staðar þar sem hann þekkir til í Evrópu Innlent 21.9.2007 17:03
Höfuðpaurarnir taldir vera tveir Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára gamall Hafnfirðingur, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu. Innlent 21.9.2007 16:35
Íslensku pari sleppt í Kaupmannahöfn Íslendingunum tveimur sem handteknir voru í Kaupmannahöfn í tengslum við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði hefur verið sleppt úr haldi. Fréttamaður Stöðvar 2 í Danmörku, Sighvatur Jónsson, segir að mál þeirra sé höndlað sem staðbundið fíkniefnamál í Kaupmannahöfn og tengist ekki smyglmálinu. Heimildir Vísis herma að um sé að ræða karl og konu á þrítugsaldri. Innlent 21.9.2007 16:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent