Skýrslutökur yfir einum sakborninga ekki hafnar 26. september 2007 00:01 Lögreglumenn sjást hér koma með einn þeirra, sem voru handteknir eftir að smyglið kom upp, í héraðsdóm. Þar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum. Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá hvort Íslendingurinn sem er í haldi lögreglunnar í Færeyjum verði framseldur hingað til lands, í tengslum við rannsókn lögreglu á Pólstjörnumálinu svokallaða. „Það fara menn frá okkur til Færeyja til þess að vinna við skýrslutökur og eftir það verður tekin ákvörðun um hvað sé best að gera. Meira get ég ekki sagt um þetta að svo stöddu," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gær. Málið hófst á fimmtudaginn þegar rúmlega 60 kíló af eiturlyfjum; 1.800 e-töflur, fjórtán kíló af e-töfludufti og 45 kíló af amfetamíndufti, voru gerð upptæk í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Rannsókn lögreglu hér á landi og erlendis hafði þá staðið yfir síðan í fyrra. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, sem báðir eru 25 ára, voru handteknir um borð í skútunni en Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október líkt og Íslendingurinn í Færeyjum, sem handtekinn var með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði Guðbjarni með öllu að tjá sig þegar lögreglan ætlaði að taka skýrslu af honum á laugardag þar sem Brynjar Níelsson, lögmaður hans, var ekki á landinu. Grunur leikur á því að skútan Lucky Day, sem lá við bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn frá því í september 2005 til vors 2006, hafi verið notuð til fíkniefnasmygls. Ólíklegt er að það upplýsist.Lögreglan hefur undanfarna daga yfirheyrt Bjarna Hrafnkelsson, sem grunaður er um að hafa skipulagt og fjármagnað fíkniefnakaupin, auk þess að hafa pakkað efnunum erlendis fyrir flutninginn hingað. Þá hafa yfirheyrslur yfir öðrum sem eru í haldi, meðal annars Einari Jökli Einarssyni, staðið yfir undanfarna daga en lögreglan verst allra frekari frétta af rannsókn málsins. Eins og áður hefur verið greint frá neita bæði Bjarni og Einar Jökull sök. Lögreglan hefur til þessa varist allra frétta af því hvaða þætti málsins þýsk og hollensk lögregluyfirvöld hafa verið að rannsaka með íslenskum lögreglumönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er efnið sem flutt var hingað til lands talið vera upprunnið, það er keypt, í þessum tveimur löndum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira