Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2007 00:01 „Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson. Pólstjörnumálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson.
Pólstjörnumálið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira