Ástin og lífið

Fréttamynd

Jói Fel orðinn afi

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, er orðinn afi. Hann greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Tára­flóð eftir ó­vænt at­riði brúð­gumans

Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Nýbökuðu hjónin svífa um á bleiku skýi og njóta nú hveitibrauðsdaganna á fimm stjörnu hóteli á grísku eyjunni Krít. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins á lausu

Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir bætist í hóp glæsilegra einhleypra kvenna. Nýverið slitnaði upp úr sambandi Ásthildar og iðnmeistarans Þóris Hlyns Ríkharðssonar. Saman eiga þau eina dóttur.

Lífið
Fréttamynd

Þor­móður og Þóra skelltu sér til Marokkó

Þormóður Jónsson athafnamaður og eigandi Íslensku auglýsingastofunnar og Þóra Björk Schram listakona eru nýjasta par landsins. Þau hafa undanfarin misseri spókað sig um í Friðheimum og skellt sér til Marokkó svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var full­komið og auð­vitað sagði ég já“

Alexandra Friðfinnsdóttir átti ógleymanlega stund á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest þegar kærastinn hennar Magnús Jóhann fór á skeljarnar. Hjúin eru miklir tónlistarunnendur og fékk Magnús eina af þeirra uppáhalds hljómsveitum í lið með honum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa einstöku trúlofun.

Lífið
Fréttamynd

Vala Grand gengin út

Vala Grand er gengin út. Sá heppni heitir Brynjólfur Gunnarsson en er þekktur af vinum og vandamönnum sínum sem Bryns.

Lífið
Fréttamynd

Fjögur börn og trú­lofun hjá Evu Dögg

Jógagyðjan og annar eigandi vellíðurnarfyrirtækisins Rvk Ritual Eva Dögg Rúnarsdóttir á von barni með kærasta sínum, handboltamanninum, Stefáni Darra Þórssyni. Eva deildi tíðindunum með fallegri mynd á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Lil Curly og Brynja ekki lengur bara vinir

Áhrifavaldarnir Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, eru byrjuð saman. Þetta staðfestir Arnar við blaðamann en parið byrjaði sem mjög góðir vinir og hafa sést saman víða, bæði hér heima og í ferðalögum erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Ekki búið spil

Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru enn saman, þvert á það sem slúðurmiðlar greindu frá í gær. Umboðsmenn Dakota þvertaka fyrir sögusagnir um að þau væru á leið hvort í sína áttina. 

Lífið
Fréttamynd

Heitustu hin­segin pör landsins

Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlega í liðinni viku þar sem ástinni og fjölbreytileikanum var fagnað með glæsibrag. Í tilefni hátíðarinnar setti lífið á Vísi saman lista sem samanstendur af hinsegin pörum sem eiga það sameiginlegt að vera flottar fyrirmyndir.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Snæ­fríðar og Högna komin með nafn

Dóttir listaparsins Högna Egilssonar og Snæfríðar Ingvarsdóttur var skírð við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík 14. ágúst síðastliðinn. Stúlkunni var gefið nafnið Ísey Andrá.

Lífið
Fréttamynd

Dró Antonio grunlausan með sér í Gamla bíó

„Hann vissi ekkert hver ég var þegar hann kynnist mér. En eftir tvo daga, ég held að það hafi verið á miðvikudegi, sagði ég við hann: „Ég verð að segja þér við hvað ég vinn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem dró eiginmann sinn, Edgar Antonio Lucena Angarita, með sér á skólaball í Gamla bíói. 

Lífið
Fréttamynd

Fundu ástina á ný eftir skilnað

Leik­ar­inn Árni Bein­teinn Árna­son og tón­skáldið Íris Rós Ragn­hild­ar­dótt­ir hafa fundið ástina á ný eftir tveggja ára aðskilnað. Árni og Íris fóru hvort í sína áttina sumarið 2022 eftir að hafa verið gift í eitt ár.

Lífið
Fréttamynd

„Ég á mjög auð­velt með að standa með þessu öllu saman“

„Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að fá að upplifa allt það sem ég er búin að upplifa,“ segir tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir, jafnan tengd við hljómsveitirnar Reykjavíkurdætur og Amabadama. Hún er að vinna að sólóplötu og fagnar því að áratugur sé liðinn frá því að fyrsti smellur Amabadama fór út.

Tónlist
Fréttamynd

Benni þjálfari fann ástina hjá Jónbjörgu

Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Rúnar Guðmundsson og markaðssérfræðingurinn Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir eru nýjasta par landsins. Parið sviptir hulunni af sambandinu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar í fjar­lægð frá sviðs­ljósinu

Raunveruleikastjarnan, förðunarmógúllinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner man ekki eftir sjálfri sér án frægðarinnar. Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún deilir því meðal annars hve mikilvægt það er fyrir henni að halda ástarsambandi sínu og hjartaknúsarans Timothée Chalamet frá sviðsljósinu. 

Lífið
Fréttamynd

Jói Fel fór á skeljarnar

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, fór á skeljarnar og bað um hönd kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings á Miami í Flórída í gær, á 50 ára afmælisdegi hennar.

Lífið
Fréttamynd

Ætla aftur til Ís­lands til að græða sárin

Breskir ferðamenn sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl ætla að heimsækja landið aftur í október. Ferðamennirnir þeir Zak Nelson og Elliot Griffiths lentu í hörðum árekstri á hringveginum og trúlofuðu sig svo á Landspítalanum þar sem hlúð var að þeim.

Lífið
Fréttamynd

Bent og Matta sjóð­heitt par

Rapparinn og XXX Rotweiler hundurinn Ágúst Bent Sigbertsson og fyrirsætan Matthildur Lind Matthíasdóttir eru eitt nýjasta par landsins.

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Birki Blæ og Ás­dísi

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Ingólfsson hefur fundið ástina hjá fimleikadrottningunni og sjúkraþjálfaranum Ásdísi Guðmunsdóttur. Samkvæmt heimildum Lífsins byrjaði parið að stinga saman nefjum fyrr í sumar. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Ander­son

Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

„Þannig að við erum ekki gift“

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar.

Lífið
Fréttamynd

Fýlustjórnun miklu al­gengari en fólk heldur

Theodór Francis Birgisson klinískur félagsráðgjafi segir ekki hægt að ætlast til þess að eiga fullkominn maka og mikilvægt að átta sig á því að maður sjálfur geti ekki verið það heldur. Fólk eigi til að rífast því allir telji að þeir hafi rétt fyrir sér, jafnvel þó það geti ekki staðist. Hann segir fólk þurfa að byrja á því að elska sig sjálft og segir fýlustjórnun mun algengari en flestir haldi.

Lífið
Fréttamynd

Lítill Arnars­son væntan­legur í janúar

Ofurparið Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni næstkomandi janúar. Þau tilkynntu barnalánið með Instagram færslu og skrifa: „Hlökkum til að taka á móti litlum Arnarssyni í janúar“. 

Lífið
Fréttamynd

„Hugsuðum hver and­skotinn væri í gangi“

Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar.

Lífið