Lífið

Arnar Grant flytur í Vogahverfið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Einkaþjálfarinn Arnar Grant hefur fest kaup nýlegri íbuð í Vogahverfinu.
Einkaþjálfarinn Arnar Grant hefur fest kaup nýlegri íbuð í Vogahverfinu. Stöð 2

Einkaþjálf­ar­inn Arn­ar Grant hefur fest kaup á íbúð við Drómundarvog í Reykjavík. Íbúðina keypti hann af Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekanda. 

Um er að ræða 136 fermetra íbúð á þriðju og efstu hæð í nýlegu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist stofu, borðstofu og eldhús sem flæða saman í eitt með fallegu parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á  yfirbyggðar svalir til vesturs. Samtals eru  fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. 

Arnar greiddi 101 milljón fyrir eignina.

aðsend

Arnar bjó áður á Arnarnesi í Garðabæ með fyrrverandi eiginkonu sinni, Kristínu Björg Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Húsið var selt á 210 milljónir.

Arnar og Kristín skildu í apríl 2022 eftir um átta ára hjónaband. Saman eiga þau tvö börn. Fyrir átti Arnar stúlku og dreng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.