Lífið

Arnór hættur með Sögu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnór er 25 ára og þykir með huggulegri piparsveinum landsins
Arnór er 25 ára og þykir með huggulegri piparsveinum landsins

Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn í Englandi og íslenska landsliðsins, er einhleypur. Nýlega slitnaði upp úr sambandi hans og sænsku kærustunnar Sögu Palffy.

Arnór er 25 ára og þykir með huggulegri piparsveinum landsins. Hann er óhræddur við að gefa fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum innsýn inn í líf sitt, innan sem utan vallarins. 

Arnór er uppalinn Skagamaður og flutti ungur erlendis í atvinnumennsku. Árið 2017 samdi hann við IFK Norrköping í Svíþjóð. Ári síðar hélt hann til CSKA í Moskvu þar sem hann gerði samning til fimm ára. 

Hann gekk til liðs við Black­burn Rovers á Eng­landi í fyrra en hefur aðeins náð að koma við sögu í sjö leikjum með liðinu. Þrálát veikindi sem stóðu yfir í rúma tvo mánuði settu strik í reikninginn. Skagamaðurinn nálgast nú þann tíma­punkt að geta snúið aftur á völlinn.

Sjá: Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var al­gjör við­bjóður“

Í byrjun október birti Vísir lista af einhleypum og sjóðheitum karlmönnum og er óhætt að segja að Arnór sé flott viðbót við þann glæsilega hóp. Umfjöllunina má sjá að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.