Lífið

Dóttur­dóttir Bjarna Ben komin með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Margrét og Ísak trúlofuðu sig í desember 2022.
Margrét og Ísak trúlofuðu sig í desember 2022.

Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét. 

Parið greindi frá nafngiftinni í sameiginlegri færslu á Instagram. „Skírn Erlu Mar­grét­ar,“ skrifaði parið við fallega mynd af fjölskyldunni á skírnardaginn.

Stúlkan kom í heiminn þann 29. október síðastliðinn er þeirra annað barn saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er fjögurra ára.

Margrét og Ísak trúlofðu sig þann 16. desember 2022.

Margrét er elsta dóttir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur innanhússráðgjafa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.