Agnar Tómas Möller

Fréttamynd

Fórnarlömb verðbólgunnar

Þótt vaxandi verðbólga og viðsnúningur í vaxtavæntingum um heim allan eigi sér margar orsakir, er sú stærsta einfaldlega sú að viðspyrnan eftir að mestu takmörkunum vegna heimsfaraldursins var aflétt, hefur verið mun kröftugri en flestir reiknuðu með.

Umræðan
Fréttamynd

Á grænni grein 

Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr veruleiki

Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Ferskir erlendir vindar 

Í árslok 2018 er óhætt að segja að nokkur svartsýni hafi ríkt í íslensku efnahagslífi. Óvissa var um framtíð WOW air, samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustunni og engin leið var að sjá skynsamlega lendingu með kjarasamninga þar sem átök hörðnuðu dag frá degi á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

600 milljónir á mánuði 

Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Vaxtahækkun vekur athygli

Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Þurrkur á fjármagnsmarkaði

Ólíkt vætutíðinni á suðvesturhorninu sem ekki sér fyrir endann á, hefur sannkallaður "eyðimerkurþurrkur“ ríkt á íslenskum fjármagnsmarkaði undanfarin misseri. Kólnun hagkerfisins hefur verið spáð á þessu ári og undanfarið birst skýrar vísbendingar þess efnis.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað varð um fjórfrelsið?

Það liggur í augum uppi að áhyggjur íslenska ríkisins, sem og tímabundið samþykki ESA fyrir höftunum, hafa ekkert með þann raunveruleika sem við blasir í dag að gera. Þess í stað hafa innflæðishöftin orðið að sjálfstæðu verkfæri í peningastefnu Seðlabankans, sem treystir sér ekki til að framkvæma peningastefnuna án stuðnings hafta.

Skoðun
Fréttamynd

Ár hinna óvæntu atburða

Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða "Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert að öfunda

Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum "krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“

Skoðun
Fréttamynd

Kæri Lars

Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé.

Skoðun
Fréttamynd

Að lána eða lána ekki óverðtryggt, þar er efinn

Í nokkurn tíma hefur það staðið til að Íbúðalánsjóður veiti óverðtryggð lán en af einhverjum ástæðum hefur orðið töf á því að koma slíkum útlánum í framkvæmd. Hins vegar er fullt tilefni til þess að gefa þessum möguleika gaum en í þessari grein er tæpt á helstu kostum og göllum þess að Íbúðalánasjóður veiti óverðtryggð lán. Rétt er þó að taka fram í upphafi að það er eindregin skoðun greinarhöfundar að þörf sé á mun róttækari breytingum á starfsemi sjóðsins og jafnvel beri að huga að því að leggja sjóðinn niður í núverandi mynd en stofna nýjan húsnæðislánasjóð án fortíðarvanda, er lánaði án ríkisábyrgðar.

Skoðun
Fréttamynd

Eru óverðtryggð íbúðalán varasamari en önnur lán?

Á árunum 2008 til 2011 urðu íbúðareigendur á Íslandi, sem höfðu skuldsett sig í verðtryggðum krónum, almennt fyrir miklu fjárhagslegu áfalli þegar kom saman lækkun á verði fasteigna og hækkun á höfuðstól lána vegna verðbólgu sem uppsöfnuð nam 29% á þessum þremur árum. Nánar tiltekið þá lækkaði raunverð íbúða á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu um 35% frá janúar 2008 til 2011, á sama tíma og raunlaun lækkuðu um 10%. Þetta var tvöfalt högg er kom illa við marga, enda ljóst að margir hafa þurft aðstoð við að standa í skilum hvort sem er með afskriftum, greiðsluaðlögun eða úttektum úr séreignasparnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Góð ávöxtun ríkisskuldabréfa síðasta áratuginn

Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Þak á verðtrygginguna?

Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu.

Skoðun