Ekkert að öfunda Agnar Tómas Möller skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Það var eftir því tekið í pallborðsumræðum á málþingi Viðskiptaráðs í Iðnó 16. nóvember síðastliðinn, þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði kollega sína á Norðurlöndunum „krjúpa á kné og biðja til guðs um að geta verið með íslenskt vaxtastig“ – við værum með öðrum orðum öfundsverð af okkar vaxtastigi. Í dag eru stýrivextir víða við núllprósentið og jafnvel neikvæðir í einhverjum tilfellum. Þótt svo lágir stýrivextir séu sjúkdómseinkenni þeirra hagkerfa sem slíka vexti bera, hefur Seðlabanki Íslands lítinn áhuga á að ræða sjúkdómseinkenni íslenskrar hávaxtastefnu, innflæðishöftin. Setning innflæðishaftanna sumarið 2016 er sorgarsaga um hvernig embættismenn taka sér vald sem þeir láta seint af hendi, hvernig sem vindar blása. Rökstuðningur fyrir þeim var heimasmíðuð kenning bankans um að innflæði erlends fjármagns inn á hinn innlenda skuldabréfamarkað væri að hamla eðlilegum framgangi peningastefnunnar. Tíminn hefur leitt í ljós að rökstuðningurinn var veikur frá upphafi. Í fyrsta lagi voru verðbólguvæntingar markaðsaðila meira í línu við þá verðbólgu sem varð, á meðan Seðlabankinn kerfisbundið ofspáði verðbólgu. Í öðru lagi þá nam flæði erlendra aðila í skuldabréf einungis um 3% af veltu á skuldabréfamarkaði mánuðina fyrir setningu haftanna. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hlutfall eignarhalds erlendra aðila í skuldabréfum á Íslandi er með því allra minnsta sem þekkist alþjóðlega.Áhrif innflæðishafta á vaxtastig heimila og fyrirtækja Hvergi er að finna greiningar frá Seðlabankanum um hvaða áhrif innflæðishöftin hafa á vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Ef rýnt er í nýútgefin Peningamál kemur þó fram að að verðtryggðir húsnæðisvextir bankanna hafa nær ekkert breyst frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í ágúst á seinasta ári og hefur síðan þá lækkað stýrivexti um 1,5 prósentur. Íslensk heimili þurfa sem fyrr að greiða 3,5% verðtryggða vexti á ný húsnæðislán í bönkunum, sem samsvarar um 6,5% óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma, miðað við verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði. Í alþjóðlegum samanburði eru það ótrúlega háir vextir á jafntrygg lán, einkum í ljósi stöðu íslenska hagkerfisins um þessar mundir. Innflæðishöftin koma að mestu í veg fyrir að erlendir aðilar fjármagni íslensk fyrirtæki og fjármálastofnanir sem og opinbera aðila og ýta þannig bæði upp grunnvaxtastiginu á skuldabréfamarkaði, sem og skuldaraálagi á aðra aðila en ríkið, til dæmis á sértryggðum skuldabréfum bankanna, sem ákvarða vexti húsnæðislána. Á sama tíma hefur afnám útflæðishafta og aukin sjóðsfélagalán lífeyrissjóða dregið mjög úr getu innlendra aðila til að fjármagna heimili og fyrirtæki með skuldabréfum. Lýsandi um mun á innlendri og erlendri fjármögnun íslenskra fyrirtækja, er að bankarnir fjármagna sig á hærra vaxtaálagi á sértryggðum skuldabréfum (um 0,7%) en með óvörðum skuldabréfaútgáfum erlendis (0,5% álag Íslandsbanka á útgáfu sinni í haust). Á Norðurlöndunum er vaxtaálag sértryggðra skuldabréfa nálægt núlli og því hlutfallsleg kjör lántaka þeim mun betri. Annað dæmi er að fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem jafnan eru talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, hefur þrefaldast frá árslokum 2015, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Sá kostnaður veltur að sjálfsögðu yfir á verslanir og þjónustufyrirtæki, sem eru leigutakar fasteignafélaganna.Döpur framtíðarsýn Það er dapurlegt að á umræddum fundi Viðskiptaráðs skyldi seðlabankastjórinn tilkynna að líklega myndu innflæðishöft bankans vara til ársins 2020. Seðlabankinn hefur ekki fært nein rök fyrir innflæðishöftunum sem standast skoðun en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega sagt skýrt að innflæðishöftin séu óþörf hér á landi. Samt þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að lifa við háa raunvexti ásamt lamandi innflæðishöftum sem ýta fjármögnunarkostnaði þeirra enn frekar upp, um ókomin ár. Við erum lítil þjóð sem þarf á frjálsum viðskiptum að halda og opnir en ekki lokaðir fjármagnsmarkaðir munu stuðla að lægra raunvaxtastigi, auka framleiðslugetu og skjóta styrkari stoðum undir innlenda verðmætasköpun. Staðreyndin er einfaldlega sú að það er enginn sem öfundar íslensk heimili og fyrirtæki af því vaxtastigi sem þau búa við í dag, nema kannski örfáir kollegar Más Guðmundssonar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun