Nýr veruleiki Agnar Tómas Möller skrifar 5. júní 2019 07:15 Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Síðla hausts 2018 er óhætt að segja að fjármálamarkaðir á Íslandi hafi verið skelkaðir. Áhyggjur af fækkun ferðamanna og slæmri stöðu flugfélagsins WOW ofan í það sem virtist vonlaus staða á vinnumarkaði, leiddi til snarps falls krónunnar samhliða miklum verðlækkunum á mörkuðum. Skilaboðin sem skuldabréfamarkaðurinn gaf voru þau að verðbólga næstu ára og áratugar myndi vera um 4,5% að meðaltali og að stýrivextir Seðlabankans myndu hækka frekar hratt, eða um 2,5 prósentur næstu misserin. Áhyggjurnar komu ekki sem þruma úr heiðskíru lofti því á endanum féll WOW og ferðamönnum fækkaði umtalsvert í kjölfarið. Hins vegar gleymdist að taka inn í myndina á þessum svörtu haustmánuðum að fjármagn myndi óhjákvæmilega leita í háa innlenda vexti þegar saman fer jákvæður viðskiptajöfnuður, lágar skuldir og mikill sparnaður. Við það styður hið óskuldsetta gjaldeyrisfjall sem staðsett er í Seðlabanka Íslands. Á sama tíma og gjaldeyrisvaraforðinn hélt aftur af gengisstyrkingunni árin 2016-17, hefur hann nú, ásamt minnkandi innflutningi í kólnandi hagkerfi, komið í veg fyrir frekari veikingu krónunnar á meðan áföll hafa dunið yfir útflutningsgreinarnar. Fátt bendir til annars en að nokkuð stöðugt gengi krónunnar sé fram undan. Nú, um sex mánuðum seinna, hefur átt sér stað ótrúlegur viðsnúningur. Í stað snarpt hækkandi vaxta hafa þeir lækkað um hálft prósentustig og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hríðfallið. Raunvextir og einkum nafnvextir skuldabréfa, hafa lækkað skarpt, bæði til lengri og skemmri tíma. Frá vaxtalækkun Seðlabankans í maí hafa verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði til 2 ára lækkað um hálft prósent – stýrivextir þyrftu því nú að lækka um slíkt hið sama, einungis til að koma í veg fyrir aukningu á vaxtaaðhaldi bankans. Ólíklegt verður að teljast að það sé vilji Seðlabankans miðað við þann efnahagsslaka sem nú blasir við. Svipuð þróun hefur átt sér stað erlendis á þessu ári og hafa langtíma raun- og nafnvextir í flestum þróuðum ríkjum lækkað verulega. Margt bendir til að niðursveiflan í ferðaþjónustunni verði dýpri og lengri en Seðlabankinn spáði í nýjustu hagspá sinni og því spár um framleiðsluslaka og atvinnuleysi of bjartsýnar. Verði verðbólga hófleg næstu misseri, eins og flest bendir til, má reikna með að vextir Seðlabankans geti lækkað umtalsvert. Nýtt og áður óþekkt vaxtastig gæti verið í uppsiglingu.Hver verða áhrifin? Lægra vaxtastig hefur áhrif á heimili, fyrirtæki, lífeyriskerfið, ríkissjóð og sveitarfélög. Skuldir flestra fyrirtækja eru tengdar við stýrivexti Seðlabankans (gegnum millibankavexti) eða við langtímaraunvexti á skuldabréfamarkaði. Lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði hefur þó enn ekki skilað sér að ráði í föstum vöxtum íbúðalána en breytilegir húsnæðislánavextir hafa lækkað. Fjármagnseigendur sem eru vanir því að geta áhættulaust sótt raunvexti á bilinu 2% til 4% í innlánum, geta ekki vænst jákvæðra raunvaxta næstu árin og verða því að sækja í áhættusamari fjárfestingar í leit að raunávöxtun. Í ljósi mikillar lækkunar langtímaraunvaxta á Íslandi (nú um 1,0%) sem og erlendis (langtímaraunvextir stærstu myntsvæða eru á bilinu -2% til +0,3%) gæti íslenska lífeyrissjóðskerfið átt erfitt með að skila sjóðsfélögum þeim réttindum sem stefnt er að í dag. Einnig gæti mikill munur á bókfærðu verði og markaðsverði skuldabréfa í samtryggingardeildum hugsanlega ýtt undir réttindaávinnslu yngri sjóðsfélaga á kostnað þeirra eldri. Áhrif á íslenska ríkið og einkum sveitarfélögin gætu orðið mikil því vaxtakjör þeirra hafa lækkað hlutfallslega mest og þau hafa greiðastan aðgang að langtímafjármagni. Vaxtakostnaður opinberra aðila er í dag um þriðjungur af því sem hann var fyrir hálfum áratug. Ljóst er að núverandi niðursveifla verður ólík þeim fyrri sem oftast hafa endað með gengisfalli, verðbólguskoti og vaxtahækkunum. Nú ríkir gengisstöðugleiki, verðbólguhorfur eru góðar og að öðru óbreyttu umtalsvert svigrúm til vaxtalækkana. Lágir vextir auka ráðstöfunartekjur heimila, styðja við fjárfestingar fyrirtækja og hins opinbera og ættu því að geta mildað höggið sem fram undan er.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun