Kæri Lars Agnar Tómas Möller skrifar 8. febrúar 2017 07:30 Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun